Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.2005, Page 24

Víkurfréttir - 09.06.2005, Page 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Sund menn ÍRB gerðu góða ferð á Smáþjóðaleik-ana í Andorra og unnu öll til verðlauna. Erla Dögg Haraldsdóttir vann til þrennra gullverðlauna (200m fjórsund, 100m bringusund, 4x100m fjósund) og einna silfur- verðlauna (200m bringusund), Birkir Már Jónsson vann tvenn bronsverðlaun (100m flugsund, 4x100m fjórsund) líkt og Hel- ena Ósk Ívarsdóttir (100m og 200m bringusund), og Hilmar Pétur Sigurðsson vann ein brons- verðlaun (1500m skriðsund). Auk þeirra unnu Suðurnesja- menn- og konur til silfurverð- launa í körfuknattleik. Í kvennaflokki voru það þær María Ben Erlingsdóttir, Bryn- dís Guðmundsdóttir, Birna Val- garðsdóttir (Keflavík), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Helga Jón- asdóttir (UMFN). Í karlaliðinu voru það Magnús Gunnarsson, Arnar Freyr Jóns- son (Keflavík), Egill Jónasson (UMFN), Darrel Lewis og Páll Axel Vilbergsson (UMFG). Nína Ósk Kristinsdóttir, fram herji frá Sand-gerði, hefur gengið til liðs við lið Keflavíkur og leikur sinn fyrsta leik með lið inu geegn ÍBV á laugardag. Enginn þarf að velkjast í vafa um að Nína er mikill fengur fyrir nýliða Keflavíkur, en hún er meðal sterkustu framherja landsins um þessar mundir og er fastamaður í landsliði Ís- lands. Nína sagðist ánægð með að vera komin aftur á fornar slóðir. „Það er bara frábært að vera komin aftur. Ég var kominn með leið á því að keyra Braut- ina fram og til baka 5 til 6 daga í viku. Liðið hefur auðvitað breyst mikið frá því ég spilaði með RKV á sínum tíma. Við erum í úrvalsdeild og ég er bjart- sýn fyrir sumarið hjá okkur þrátt fyrir að það sé munur á Keflavík og Val. Það var ekki að ráða minni ákvörðun heldur skiptir mestu máli að hfa gaman af þessu.“ Fyrri dag ur í Eld móti Púttklúbbs Suðurnesja fór fram þann 2. júní að Mánaflöt. 30 keppendur mættu í sannköll- uðu sumarveðri, leiknar voru 2 x 18 holur, Sigurvegarar urðu sem hér segir; Konur: 1. sæti: Gunnlaug Olsen, 73 högg og 4 bingó 2. sæti: Guðrún Halldórsdóttir 74 högg og 4 bingó 3. sæti: Hrefna M Sigurðar- dóttir 74 högg og 2 bingó Í umspili um 2. og 3. sæti spil- uðu Guðrún og Hrefna og eftir 10 bráðabanaholur var ákveðið að varpa hlutkesti og vann Guð- rún. Bingóverðlaun vann svo Erla Helgadóttir með 4 bingó eftir bráðabana. Karlar: 1. sæti: Jóhann Alexandersson 68 högg og 7 bingó 2. sæti: Hólmgeir Guðmunds- son 68 högg og 6 bingó 3. sæti: Gústaf Ólafsson 68 högg og 4 bingó Jóhann vann í bráðabana, en hann vann einnig til Bingóverð- launa með 7 bingó. Verðlauna- afhending var að Hvammi. Seinni dagur mótsins er svo 16. júní og þá leggjast saman heild- arstig. Nöfn sigurvegara fara á farand- bikar, sem er gefin af styrktarað- ila mótsins Eldvörnum ehf.Suðurnesjafólk gerði það gott í Andorra Fyrri umferð Eldmótsins lokið Nína komin til Keflavíkur Leikir vikunnar í Landsbanka- deildum KR-Keflavík Keflavík mætir KR í Lands- bankadeild kvenna á þriðju- dag. Leikurinn fer fram á KR vellinum. Keflavík er í 7. sæti deildarinnar, en á einn leik til góða. Dag- inn áður mæta þær Grind- víkingum í VISA-Bikar kvenna. Keflavík-Valur Keflavík tekur á móti Vals- mönum í Landsbankadeild karla á sunnudag. Vals- menn eru í öðru sæti deild- arinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en Keflavík fylgir þeim fast á eftir í þriðja sæti. Valsmenn hafa leikið afar sannfærandi það sem af er sumri og víst er að Keflvík- ingar þurfa að hafa sig alla við til að sækja stig. Fylkir-Grindavík Grindavík sækir Fylki heim heim á sunnudag. Grinda- vík fékk sín fyrstu stig í hús þegar þeir sigruðu ÍBV á heimavelli sínum í síðustu umferð. Eftir slæma byrjun virðist Grindavíkurliðið vera að sækja í sig veðrið, en fær verðugt verkefni gegn sterku liði Fylkis. Nína í leik með Val á Keflavíkurvelli. Sport Nýjustu íþróttafréttirnar og heitustu úrslitin á vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.