Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.2005, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 11.08.2005, Blaðsíða 1
�������������������������������� �������������������������� ����������������������������������������������������������� ��������������������� �������� 32. tölublað • 26. árgangur Fimmtudaguri nn 11. ágúst 2 005 90,1% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir vikulega AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222 Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K Óskarsverðlaunahaf inn, stór- leik ar inn og nú leik stjór inn Clint Eastwood kom til landsins í fyrradag ásamt helstu aðalleik- urum kvikmyndarinnar Flags of Our Fathers en tökur á mynd- inni hefjast í dag. Sviðsmyndin er tilbúin í Sandvík þar sem stór hluti tökunnar fer fram en þar er líka sviðin jörð eftir starfsmenn Eastwoods. Ljósmyndari Víkurfrétta tók myndir í gær þar sem menn voru með eldvörpur að svíða jörðina. Víða hafa verið byggðar gryfjur, skotgrafir og fleira sem nauðsynlegt þykir í stríðsmynd. Ljósmyndari Víkurfrétta sem var að mynda á opnu svæði og var hvergi stöðvaður, lenti í orðaskaki við öryggisvörð þegar hann kom úr myndatökunni en öryggisvörðurinn hótaði lögsókn vegna höfundaréttar. Víkurfréttir tóku Clint Eastwood tali í fyrrakvöld rétt eftir að hafa lent í Keflavík, fyrir utan Hótel Nordica, en hann sagðist ánægður með tökustaðina í Sandvík og í Krísuvík. „Ég er aðeins búinn að vera hér í fáeina klukkutíma en er strax farinn að kunna vel við mig,” sagði Eastwood í samtali við Víkur- fréttir. Hann sagði einnig að þetta væri hans fyrsta ferð hingað til lands. Það voru fleiri stórstjörnur sem lentu á Suðurnesjum í fyrra- dag en þeir Jamie Bell, sem dans- aði sig eftirminnilega í hjörtu fólks í kvikmyndinni Billy Elliott, og Barry Pepper, sem er þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Saving Private Ryan og Knockaround Guys, voru hressir við komuna til landsins og sögðu í samtali við Víkurfréttir að þá hlakkaði til að vinna með Eastwood eins og fleiri Hollywoodstjörnum. EASTWOOD SVÍÐUR SANDVÍKINA -Allt tilbúið í tökur á Flags of our fathers. Sandvík orðin stríðsvík. Jörðin sviðin með stórvirkum eldvörpum í Sandvík í gær. Að ofan má sjá sviðna jörðina og stríðsrústir.Víkurfréttamyndir/Atli Már Gylfason.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.