Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.2005, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 11.08.2005, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I 32. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 11. ÁGÚST 2005 I 9 Hj ó n i n F r a n c i s k o Daurella og eiginkona h a n s C a r m e n D e Aguilera komu í heimsókn í Saltfisksetur Íslands. Þau hjónin ásamt fjölskyldu sinni reka innflutnings fyrir- tækið Copesco Etrisa á Spáni sem fyrst og fremst verslar með saltfisk frá Íslandi. Fyrirtækið hefur í marga áratugi keypt saltfisk frá Grindavík og hefur haldið mikilli tryggð við Þor- björn hf, nú Þorbjörn-Fiskanes hf. Í heimildarmyndinni „Lífið er Saltfiskur” sem er sýnd á einum af fjórum skjáum í safninu, sjást saman við samningaborð þeir Tómas Þorvaldsson fyrrverandi forstjóri hjá Þorbirni hf og þá- verandi forstjóri S.Í.F ásamt Francisko Daurella að semja um saltfisk sölu til Spánar. Fannst þeim hjónum mikið til koma um safnið og heimsókn- ina, en til að taka á móti þeim kom Gunnar Tómasson núver- andi framkvæmdastjóri hjá Þorbirni-Fiskanesi hf. Tómas Þorvaldson var staddur utan- bæjar og komst ekki til að taka á móti gömlum vinum. Friðrik Ásmundsson Brekkan, leiðsögu- maður skipulagði ferðina. Á mynd inni frá hægri eru Gunnar Tómasson, Carmen De Aguilera, Francisko Daurella og Óskar Sævarsson forstöðu- maður. Góðir gestir í setrinu Stelpurnar í Art-húsinu við Hafnargötu fögnuðu á föstudaginn var 5 ára starfsafmæli sínu. Góð stemmning var í afmælinu sem var vel sótt í blíðviðrinu. Veislan var vel heppnuð og eigendur og starfsmenn Art- hússins brostu sínu blíðasta fyrir ljósmyndara Víkurfrétta. Á myndina vantar Mörtu Guðmundsdóttur Art-húsið 5 ára Fy r i r hönd Pút tk lúbbs H r a f n i s t u v i l é g þ a k k a Ve r k a l ý ð s - o g Sjómannafélagi Keflavíkur fyrir þá rausn að bjóða okkur félögum úr Púttklúbbi Hrafnistu til púttkeppni og stórveislu fimmtudaginn 4. ágúst. Sömuleiðis vil ég geta þess að svona dagur er mér mikils virði og stór í minningunni um liðna tíð. Kristjáni Gunnarssyni þakka ég hlý orð í okkar garð. Vinakveðja, Ragnar Jónsson Þakkir til VSFK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.