Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2005, Page 13

Víkurfréttir - 29.12.2005, Page 13
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ • ÁRAMÓTABLAÐ I FIMMTUDAGURINN 29. DESEMBER 2005 I 13 Knattspyrnudeild Kefla-vík ur opn aði í gær flugeldasölustað sinn að Iðavöllum. Þetta er sautj- ánda árið sem deildin stendur fyrir flugeldasölu og er salan nú orðin langstærsta tekjulind deildarinnar. Ólafur Bjarnason, umsjónar- maður flugeldasölunnar hjá Keflavík, er ekki ókunnugur þessum bransa því hann hefur verið virkur í starfi björgunar- sveitarinnar í áraraðir og seldi flugelda hjá þeim hver einustu áramót frá árinu 1982. Heildarmagnið á lager Keflvík- inga þetta árið er 1,5 til 2 tonn af flugeldum og segir Ólafur að þeir óttist ekki samkeppni við einkaaðila sem hafa haslað sér völl á þessum vettvangi. „Við höfum lítið um það að segja hverjir fá að selja flugelda hér, en því er ekki að neita að það gerir fjáröflun erfiða að þurfa að keppa við einkaaðila sem eru í þessu bara til að græða. Rekst- urinn á íþróttaliðum í fremstu röð er dýr og ég vona að við höldum okkar gömlu viðskipta- vinum. Okkar svar við aukinni samkeppni er að bjóða betri vöru á betra verði, en við höfum ekki hækkað okkar verð frá því í fyrra.“ Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson og Ingvi Rafn Guðmunds- son, leikmenn meistaraflokks, létu ekki sitt eftir liggja í undirbún- ingnum. Flugeldasala knattspyrnudeildar Keflavíkur: Langstærsta tekjulindin

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.