Víkurfréttir - 31.08.2006, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
Með reglubundnu eft-ir liti starfs manna sem vinna í starfs-
umhverfi yfir 85 dB og viðeig-
andi umbótum á vinnustað,
má koma í veg fyrir heyrnar-
skemmdir allt að 90%. Því
viljum við hvetja forráðamenn
fyrirtækja og stofnana til að
láta fylgjast með heyrn starfs-
manna sinna.
Börn geta komið í nákvæm-
ari heyrnarmælingu til okkar
en gerð er skólanum. Nauð-
synlegt er að fylgjast vel með
heyrn barna, tiltölulega lítil
heyrnarskerðing getur seinkað
málþroska og bjagað tal þeirra.
Einnig geta þau átt við náms-
erfiðleika að stríða af þessum
sökum.
Fólk með heyrnartæki er hvatt
til að nota sér þjónustu okkar,
og koma með tækin til hreins-
unar. Einnig skiptum við um
leiðslur og seljum rafhlöður.
Með hækkuðum meðalaldri
manna á Íslandi hefur gætt vax-
andi heyrnarskerðingar. Þriðji
hver maður yfir sjötugt er fé-
lagslega einangraður sökum
heyrnarskerðingar og þarfnast
ef til vill heyrnartækis. Það
getur verið erfitt að viðurkenna
fyrir sjálfum sér að eitthvað sé
að. Kannast þú við eitthvað af
þessu?
• Að eiga erfitt með að heyra
talað mál í fjölmenni.
• Að vera ut an veltu í sam-
ræðum.
• Að standa þig að því að mis-
skilja og svara út í hött.
• Að eiga í erfiðleikum með sam-
skipti innan fjölskyldunnar.
• Að eiga í erfiðleikum með sam-
skipti á vinnustað.
• Að heyra illa talað mál í sjón-
varpi og útvarpi.
• Að njóta ekki leiksýninga eða
samkvæma.
• Að hafa átt erfitt með tungu-
málanám.
Eigi þessi lýsing við þig eða ein-
hvern þér nákominn, er fyrsta
skrefið að fara í heyrnarmæl-
ingu og fá úr því skorið hvort
um heyrnarskerðingu er að
ræða. Sé svo þarf að fara í ná-
kvæmari rannsóknir og lækn-
isskoðun. Heyrnartæki geta
oftast hjálpað og því fyrr sem
farið er, því meiri líkur eru á
að hægt verði að aðlagast og
nýta sér heyrnartækið til fulln-
ustu. Heyrnarskerðing á fullorð-
insaldri getur valdið verulegri
félagslegri fötlun, óöryggi og
þunglyndi sem hlýst af aukinni
einangrun.
Vilj ir þú nota þér þjónustu
okkar og panta tíma, þá vinsam-
legast hafið samband við undir-
ritaða eða afgreiðslu stofnunar-
innar í síma 4220500.
F.h. Heyrnarverndar
Eygló Hjálmarsdóttir.
Hvatning til fólks að nýta sér
þjónustu Heyrnarverndar HSS
• Til stjórnenda fyrirtækja um að láta fylgjast með heyrn þeirra starfsmanna sem starfa í
hávaða sem er yfir 85dB. • Til foreldra barna sem verða varir við að barnið þeirra heyri
illa eða fylgist illa með því sem gerist í kring um það. • Til fólks sem er með heyrnartæki.
Vinsamlegast athugið!
Kort sem sýnir lokanir í miðbæ
Keflavíkur vegna Ljósanætur er
hægt að nálgast á vef
Víkurfrétta, vf.is.