Víkurfréttir - 31.08.2006, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
FORVAL
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.
Húsgögn á biðsvæði farþega
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE hf.) óskar eftir
áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali
vegna kaupa á húsgögnum á brottfararsvæði
flugstöðvarinnar. Um er að ræða bekki, stóla og
borð fyrir alls 700 manns.
Forvalsgögn verða afhent frá og með þriðju-
deginum 29.ágúst 2006 á skrifstofu Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar hf. á 3.hæð í flugstöðinni á
Keflavíkurflugvelli svo og hjá VSÓ Ráðgjöf,
Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Hægt er að óska
eftir gögnum á rafrænu formi.
Umbeðnum upplýsingum skal skilað á skrifstofu
FLE hf. eigi síðar en fimmtudaginn 21.september
2006 kl. 11:00. Allt að 5 hæfustu umsækjendun-
um verður gefinn kostur á að taka þátt í tillögu-
gerð um húsgögn og húsgagnaval.
Alda Sveinsdótt ir, 27 ára, er útskrifaður fata-hönnuður frá „London
Centre for Fashion Studies“ í
Englandi.
Hún tók þá ákvörðun að breyta
bílskúrnum hjá sér að Suður-
götu 18, Keflavík, í verkstæði
og verslun sem mun bera heitið
RokkSmiðjan.
Fram kvæmd irn ar með bíl-
skúrinn síðustu mánuði hafa
gengið vel og með ómetanlegri
hjálp fjölskyldu og vina verður
RokkSmiðjan til.
RokkSmiðjan opnar á Ljósanótt,
föstudaginn 1.september kl 13
og verður opin alla helgina frá
13-18 í tilefni hátíðarinnar. Á
laugardeginum kl. 17 tekur svo
hljómsveitin Hellvar nokkur lög
fyrir utan verslunina.
Kvenfatalína Öldu iD-ALDA
verður fáanleg í Rokk Smiðj-
unni en innblásturinn að þessu
sinni er „Rokk í rómantík“, þ.e.
rokkað en jafnframt kvenlegt.
Línuna er svo hægt að fá saum-
aða í öllum stærðum.
Einnig verður hægt að fá „Vin-
tage/Second hand“ föt sem eru
föt frá tímabilum 1960-1980 á
bæði kynin.,skart og fylgihluti.
Önnur hönnun verður einnig á
boðstólum síðar og þeir sem eru
að gera áhugaverða hluti er bent
á að hafa samband við Öldu í s:
6989108.
Opnunartími verslunarinnar
eftir ljósanótt:
Mið-fim-Fös: 13-18
Lau: 11-16
Sun-mán-þri: Lokað
Viðskipti og atvinnulíf:
Verslunin RokkSmiðjan
opnar í Reykjanesbæ