Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2006, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 31.08.2006, Blaðsíða 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR VF-sport molar Hætta við þátttöku í 1. deild Reyn ismenn hafa dreg ið lið sitt úr keppni í 1. deild- inni í körfuknattleik og eru ástæður m.a. þær að leik- menn hafa farið frá félaginu í önnur lið og þá hefur þjálfari liðsins, Jón Guðbrandsson, sagt starfi sínu lausu sökum anna í vinnu. Fannst for- ráðamönnum deildarinnar því ráðlegast að skrá liðið í 2. deild því ekki væri grund- völlur til þess að halda úti liði í 1. deildinni. Nýjir þjálfarar hafa tekið við Reyni en þeir hafa lengi leikið með liðinu og eru þeir Hlynur Jónsson og Rúnar Pálsson. Keflavík Valur í gær Keflavíkurkonur tóku á móti toppliði Vals í Landsbanka- deild kvenna í gær. Víkur- fréttir fóru í prentun áður en úrslit urðu ljós. Nánar um leikinn á vf.is. Grindvíkingar styrkja hópinn Körfuknattleikslið Grinda- víkur hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Iceland Ex- press deild karla á næstu leiktíð. Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas hefur gert samning við liðið sem og danski landsliðsmaðurinn Adam Darboe. Þá hafa Sig- urður Sigurbjörnsson og Sig- urður Gunnarsson gengið í raðir Grindvíkinga frá Reyni Sandgerði. Njarðvíkingurinn Friðrik Ragnarsson hefur tekið við þjálfun liðsins af Friðriki Inga Rúnarssyni og leist honum vel á komandi leiktíð. Víðismenn úr leik Víðir Garði mun leika í þriðju deild að ári en þeir lágu gegn Hetti frá Egilsstöðum í átta liða úrslitum þriðju deildar. Lið in skildu jöfn í fyrsta leiknum á Garðsvelli 2-2 en Víðismenn urðu að lúta í gras 2-1 á Vilhjálmsvelli. Ingvi tekur við Þrótti Ingvi Steinn Jó hanns son hefur tekið við körfuknatt- leiksliði Þróttar í Vogum en liðið keppir í 2. deild. Liðið átti ekki góðu gengi að fagna í 2. deild á síðustu leiktíð en Þróttarar vonast til þess að með tilkomu Ingva verði hægt að snúa við blaðinu. Ingvi Steinn á ekki langt að sækja þjálfarahæfileikana en Einar Árni Jóhannsson, bróðir Ingva, er þjálfari Ís- landsmeistara Njarðvíkur í Iceland Express deild karla. Kvennasveit GS Íslandsmeistari öldunga Kvenna sveit Golf klúbbs Suð ur nesja tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppninni öldunga á Strandarvelli á Hellu sl. laugardag. GS vann GK í úrslitaleik, 2-1. Keppnin í kvennaflokki í sveitakeppni öldunga var söguleg. Þar hafa konurnar úr GK og GR ein- okað efsta sætið þar til í ár. Ballið byrjaði þegar sveit Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Suður- nesja áttust við í undanúrslitum. Fyrirliði GS Guð- finna Sigurþórsdóttir hafði farið línuvillt þegar hún skráði liðið til leiks þar. Hún hafði skráð þær sem áttu að leika einliðaleikinn saman í tvíliðaleik og hinar sem áttu að leika tvíliðaleikinn óvart í einliðaleik. Þessi mistök komu flott út því GS konurnar sigruðu öllum að óvörum. Voru þær þá komnar í úrslit á móti Golfklúbbnum Keili, meist- urum síðustu ára, sem sigrað hafði Nesklúbbinn í hinum undanúrslitaleiknum. Suðurnesjadöm- urnar gerður sér lítið fyrir og lögðu meistarana örugglega og var að sjálfsögðu mikill fögnuður í herbúðum þeirra á eftir. Áslaug og Hólmgeir sigruðu á Georg V. Hannah mótinu Georg V. Hannah mótið í pútti fór fram á Mána-túni í Reykja nes bæ fimmtudaginn 24. ágúst sl. á vegum Púttklúbbs Suðurnesja. Áslaug Ólafsdóttir sigraði í kvennaflokki og í karlaflokki var Hólmgeir Guðmundsson hlutskarpastur. Úrslit í mótinu: Konur: Áslaug Ólafsdóttir 70 Ása Lúðvíksdóttir 71 Regína Guðmundsdóttir 71, en tapað í umspili við Ásu. Karlar: Hólmgeir Guðmundsson 65 Marinó Haraldsson 67 Hafsteinn Guðmundsson 68 Áslaug var í stuði á fimmtudag en auk þess að vinna kvenna- flokkinn fékk hún einnig flest bingó, eða holu í höggi, en þau voru sex talsins. Valgeir Sigurðsson fékk flest bingó í karlaflokki en þau töldu átta. Ljósanæturmótið í pútti hefst í dag kl. 13:00 og er öllum velkomið að taka þátt. SpKef styrkir UMFN Sparisjóðurinn í Keflavík og Knattspyrnudeild Ung-mennafélags Njarðvíkur skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning til tveggja ára. Spari sjóð ur inn hef ur verið aðalstyrktaraðili meist- araflokks karla undanfarin 6 ár og nú var ákveðið að styrkja alla aldursflokka hjá UMFN. Samningurinn nær því til keppn- isliða UMFN í meistaraflokki og öllum yngri flokkunum. Þannig nýtist styrkurinn vel til alls starfs knattspyrnudeildar- innar. Allir flokkar deildarinnar bera nú merki SpKef á keppnis- búningum sínum. Á myndinni sjást Baldur Guðmundsson og Ásdís Ýr Jakobsdóttir frá Spari- sjóðnum og Leifur Gunnlaugs- son og Andr és Ottó son frá UMFN við undirritun samnings- ins með strákana úr 4 flokki sér til stuðnings. Landsliðið heim úr æfingaferð Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik kom á mánudag til Íslands eftir fimm daga æfingaleikjaferð til Hollands og Írlands. Sjö Suðurnesjamenn tóku þátt í æfingaferðinni. Ísland tapaði gegn Hollendingum og Svíum í Hollandi en hafði sigur gegn Belgum. Á Írlandi léku Íslendingar gegn Írum og töpuðu þar 72-54 þar sem Brenton Birmingham var stigahæstur með 13 stig. Íslenska liðið hafði svo yfirburðasigur gegn Norðmönnum 79-53 á sunnudag. Næst á dagskrá hjá landsliðinu er Evrópu- keppni B-þjóða sem hefst miðvikudaginn 6. september með leik gegn Finnum í Laugardalshöll. Liðið leikur einnig gegn Georgíu, Lúxembourg og Austurríki í keppninni. Sigurvegarar í kvennaflokki. Sigurvegarar í karlaflokki. Sveitina skipuðu þær Magdalena, Ingibjörg, Bjargey, Guðný, Ólafía og Guðfinna sem var liðsstjóri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.