Víkurfréttir - 31.08.2006, Blaðsíða 33
33ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Gunnar reynir við Heimsbikarinn
Gunnar Gunnarsson er stadd ur í Finn landi þar sem hann berst um
Heimsbikartitilinn í torfæru-
akstri á Trúðnum landsfræga.
Fimm bestu mótin af sex telja
til úrslita og deila Gunnar og
Gísli Gunnar Jónsson efstu sæt-
unum í torfærunni um þessar
mundir.
Keppt verður á morgun, föstu-
dag, og laugardag en þetta eru
keppnir 3 og 4. Síðustu tvær
keppn irn ar fara svo fram í
Noregi um miðjan september-
mánuð. „Brautirnar úti eru
vígalegar, langar og brattar
sandbrekkur og veðrið úti hefur
verið gott upp á síðkastið þannig
að það verður mikið ryk í keppn-
inni,“ sagði Gunnar í samtali við
Víkurfréttir en hann vildi koma
á framfæri þakklæti til þeirra
sem studdu hann til fararinnar.
KEFLVÍKINGAR Í BIKARÚRSLIT
Keflvíkingar munu leika til bikarúr-slita gegn KR á Laugardalsvelli þann 30. september n.k. Keflavík valtaði
yfir Víkinga á mánudag 4-0 í undanúrslitum
keppninnar þar sem Guðmundur Steinarsson
gerði tvö mörk en þeir Jónas Guðni og Þórar-
inn Brynjar gerðu sitt markið hvor. KR lagði
Þrótt í hinum undanúrslitaleiknum.
Jónas gerði fyrsta mark Keflvíkinga í leiknum
en þetta var jafnframt hans fyrsta mark í bik-
arkeppni og það gerði hann með vinstri fæti
en hann er réttfættur. Jónas hefur mátt þola
nokkra stríðni frá liðsfélögum sínum því hann
hefur aðeins gert eitt mark í Landsbankadeild
og eitt í bikar. „Ég sýndi strákunum að ég get
skorað og tróð því stríðninni aftur ofan í þá,“
sagði Jónas léttur í bragði. Kristján Guðmunds-
son, þjálfari Keflavíkur, var hæstánægður með
leik sinna manna á Laugardalsvelli og sagði að
þegar Keflavíkurliðið léki eins og þeir gerðu
gegn Víkingum væru þeir besta liðið á land-
inu. Keflavík og KR hafa mæst tvívegis í Lands-
bankadeildinni í sumar og í fyrri leik liðanna
höfðu Keflvíkingar betur 3-0 en liðin skildu
jöfn í vesturbænum 2-2. Næsti leikur Keflvík-
inga í Landsbankadeildinni verður þann 10.
september þegar þeir fá Fylki í heimsókn kl.
14:00 en Keflvíkingar berjast nú um Evrópusæti
í deildinni þar sem þeir eru í 4. sæti.
Söguleg stund á
Njarðvíkurvelli
Fimmtíu ára saga Njarð-vík ur vall ar er senn á enda. Knattspyrnuvöll-
urinn í Njarðvík var tekinn
í notkun árið 1957 og hefur
séð tímana tvenna. Á vellinum
hafa Keflvíkingar orðið Íslands-
meistarar og nú um helgina
fer síðasti meistaraflokksleik-
urinn á vegum KSÍ fram á
vellinum þegar Njarðvíkingar
taka á móti Reyni Sandgerði í
sannkölluðum grannaslag.
Njarðvíkingar hafa þegar tryggt
sér sæti í 1. deild á næstu leiktíð
en Sandgerðingum vantar eitt
stig til þess að gulltryggja sæti
sitt í 1. deild. Frítt verður á leik
liðanna á sunnudag í boði Nes-
valla en þegar leiktíðinni lýkur
hefjast byggingaframkvæmdir
þar sem Njarðvíkurvöllur er
nú. „Staðsetning vallarins er
skemmtileg og það hefur verið
gott að vera hérna í gegnum tíð-
ina,“ sagði Leifur Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Knattspyrnu-
deildar Njarðvíkur. Guðmundur
Rúnar Jónsson er framkvæmda-
stjóri Knattspyrnudeildar Reynis
en hann er Njarðvíkingur að
upplagi og hefur þegar lagt inn
sérkennilega bón til Leifs. „Ég er
búinn að biðja um smá torfu af
vellinum til þess að hafa inni á
skrifstofu hjá mér í Sandgerði,“
sagði Guðmundur kátur í bragði
en hann lék með yngri flokkum
Njarðvíkur og vell inum því
kunnugur. Bæði félögin hvetja
iðkendur og aðdáendur liðanna
til þess að fjölmenna á völlinn
á sunnudag og hvetja sín lið til
dáða í þessum síðasta risaleik á
Njarðvíkurvelli. Leikurinn hefst
kl. 14:00 sunnudaginn 3. sept-
ember.
FYRSTA MARK MICHAELS
Michael Jónsson bjargaði mikilvægu stigi fyrir Grind-víkinga í botnbaráttu Landsbankadeildarinnar sl. fimmtudag. Michael gerði sitt fyrsta mark í Lands-
bankadeildinni þegar hann jafnaði leik Grindavíkur og Vík-
inga 1-1 á lokamínútum leiksins.
Grindvíkingar hafa nú 18 stig í 7. sæti deildarinnar og leika
næst gegn Valsmönnum mánudaginn 11. september. Á botni
deildarinnar eru ÍBV með 14 stig, ÍA hefur 17 og Grindavík og
Breiðablik hafa 18 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Leifur og Guðmundur á Njarðvíkurvelli.
Fagnaðarlætin létu
ekki á sér standa.
Galdra Baldur í
baráttunni.Þórarinn fagnar marki sínu.
Gunnar Gunnarsson