Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2006, Side 27

Víkurfréttir - 31.08.2006, Side 27
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. ÁGÚST 2006 27STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Ro g e r C r o f t s h e f u r k o m i ð t i l Ís l a n d s fimmt án sinn um og er því sannkallaður Íslands- vinur. Roger starfar á vett- vangi alþjóðlegu náttúruvernd- arsamtakanna (IUCN) og er formaður sérfræðinefndnar um friðun og verndarsvæði í Evrópu. Í heimsókn sinni til Ís- lands á dögunum kynnti Roger sér hugmyndir Landverndar um Reykjanesskagann sem eld- fjallagarð og fólkvang. Roger hefur áður komið að vernd- unar málum á Íslandi þar sem hann vann ásamt Landvernd o.fl. að stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs. Í viðtali við Víkurfréttir sagði Roger að í ljósi þess að skaginn hefði jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu væru hér gríðarleg tækifæri fyrir hugmyndir af þessu tagi. Á skaganum eru margar gerðir eldfjalla og fjöld- inn allur af áhugaverðum jarð- myndunum, s.s. hellum, gíga- röðum og hrauntröðum auk móbergshryggjanna sem setja svip sinn á svæðið. Roger sagði að í eldfjallagarðinum þurfi að vera svigrúm fyrir allar gerðir ferðamanna, þ.e.a.s. þjónustu- sinnaðra ferðamanna, sem sækj- ast eftir stöðum eins og Bláa lón- inu, sem og ferðamanna sem kjósa að ferðast um í lítt snort- inni náttúru og vilja upplifa eld- fjöllin, hverina og jarðmyndan- irnar í sinni náttúrulegu mynd. Til þess að íbúar svæðisins og ferðamenn sem um svæðið fara geti notið jarðfræðinnar og eld- fjallanna til hins ýtrasta sagði Roger að í eldfjallagarðinum þurfi að miðla upplýsingunum með einföldum hætti á máli sem allir geta skilið og sveipa þannig hulunni af leyndardómum jarð- fræðinnar á Reykjanesskaga. Roger Crofts skoðar eld- fjallagarðinn Roger Crofts ásamt Bergi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Landverndar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.