Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2006, Síða 31

Víkurfréttir - 26.10.2006, Síða 31
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 26. OKTÓBER 2006 31STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Til að efla atvinnulíf og samfélögin utan höf-uð borg ar svæð is ins þarf fyrst og fremst að virkja mannauðinn og styðja við smá og meðalstór fyrirtæki. Efla menntun, t.d. með staðbundnu háskólanámi, b æ t a s a m - g ö n g u r o g s k a p a f ó l k i m e ð s t u t t a formlega skóla- göngu ný tæk- færi til náms. V i ð e i g u m fyrst og fremst að skapa fólki jöfn tækifæri og skilyrði til að virkja sköpunar- kraftinn í sjálfu sér. Sérstækar allsherjalausnir til- heyra gærdeginum. Nú eiga að taka við nýjir tímar þar sem ný- sköpun, stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki og menntun fólksins eru í fyrirrúmi. Auk þess þarf að ráðast í að- gerðir til stuðnings atvinnu- rekstri og nýsköpun af öllu tagi. Ekkert gerist án hvatningar og stuðnings og hann getur verið af ýmsu tagi. Beinn og óbeinn, ekki síst í formi skatta afslátta og slíkra ívilnana. Þar eru margar leiðir færar og fyrirmyndir víða um Skandinavíu og Evrópu. Að mínu mati eiga stjórnvöld að vinna framkvæmdaáætlun um aðgerðir til stuðnings at- vinnurekstri í smáum og meðal- stórum fyrirtækjum. Markmið aðgerðanna á að vera að auð- velda fólkinu að stofna fyrirtæki, búa vel að nýsköpunarstarfi og greiða fyrir vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í þessu tilliti þarf að endurskoða skattalögin sérstaklega og fara norrænu leiðina í stuðningi við nýsköpun og smærri atvinnu- fyrirtæki. Virkjum framtak fólksins Starfsemi smárra og meðal- stórra fyrirtækja er drifkraftur framfara í efnahags- og at- vinnumálum okkar. Það sýnir reynslan og því eigum við að styðja sérstaklega við framtak einstaklingsins. Virkja kraftinn í fólkinu sjálfu í stað þess að færa lausnirnar á fati pólitískra alls- herjalausna. Þannig verður til yfir helmingur af þjóðarframleiðslu Evrópu og að allt að 75% nýrra starfa í atvinnulífinu verða til í nýjum litlum og meðalstórum fyrir- tækjum. Þaðan kemur kraftur- inn og framtak fólksins. Þann mátt eigum við að virkja með skynsamlegum stuðningi og ívilnunum sem eru gagnsæjar og aðgengilegar frumkvöðlum og hugmyndaríku fólki sem vill ráðast í stofnun lítils eða meðal- stórs fyrirtækis. Fyrirtækis sem kannski verður stórveldi síðar. Virkjum framtak fólksins og ráðumst í stuðning við atvinnu- rekstur með slíkum hætti. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri Björgvin G. Sigurðsson skrifar: Að bjóða mig fram fyrir Samfylkinguna er mér ánæjuefni, því að þar fer flokkur sem tilbúin er að hafa hagsmuni venjulegs fólks í fyrirrúmi. Ekki er hægt að segja það um núverandi vald- hafa. Bauð ekki annar af vald- h a f a f l o k k - u n u m f r am á r i ð 1 9 9 9 un d ir kj ör- orð inu Fjöl- skyldan í fyr- irrúmi, sjö ár liðin og hver er ávinn ing- urinn, skattar á fyrirtæki og fjármagnseig- endur fyrir löngu lækkaðir. En loforð um skattalækkanir fyrir venjulegt launafólk er nú loks að líta dagsins ljós. En að- eins brot af því sem áður nefndir hópar hafa þegar fengið. Er það sagan öll. Hvernig hefur verið leikið með fjölskyldufólk, ellilíf- eyrisþega og öryrkja öll þessi ár. Viðmiðunarmörk tekjutenginga og skattleysismörk hafa hvergi nærri fylgt verðlagsþróun hvað þá unnið upp þær skerðingar sem þegar voru komnar. Þjóðarsátt um sameign okkar fiskimiðin, hver var hún? Land- verkafólk, sjávarbyggðir og meginþorri sjómanna sviftir nánast öllu tilkalli til nýtingar á sjávarafangi. Má ekki rekja hnignunar sjávarplássa hring- inn kringum landið til þessarar illu breytni og upphaf græðgi- svæðingar landsmanna? Byrjum strax að snúa ofan af núverandi kvótakerfis sjávarútvegsins, þjóð- areign okkar allra. Stuðla þarf að því að aldraðir geti verið sem lengst í sinni heimabyggð. Vinna þarf að því að endurskoða skattamál, með það að markmiði að einfalda reglur, einnig þarf að efla kynn- ingu um þá þjónustu sem í boði er. Er ekki kominn tími til að gefa núverandi valdhöfum frí? Vörslumönnum sérvalinna sér- hagsmunahópa. Vinnum saman að betra og rétt- látara samfélagi. Júlíus H. Einarsson, gefur kost á sér í 2.- 4. sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar þ. 4. nóv. 2006. Réttlátara samfélag Júlíus H. Einarsson skrifar: FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Hugsjónir og mikilvæg reynsla Laugardaginn 4. nóvember nk. fer fram prófkjör Sam-fylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Prófkjörið er opið öllum kosningabærum íbúum kjördæmisins. Mikilvægt er að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt, því þátttakendur í prófkjörinu munu velja fólk í efstu fimm sætin á lista Sam- fylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. Ég gef kost á mér í 3.-5. sæti á listanum en vonast eftir stuðningi í 3. Sætið”. Þetta segir Gylfi Þorkelsson býður sig fram í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Grein Gylfa er í heild sinni á vef Víkurfrétta. Samgöngumál eru flestum íbúum landsins ofarlega í huga því góðar samgöngur eru forsenda þess að byggða-lög fái tækifæri til þess að dafna og þróast. Þar eru íbúar í Suðurkjördæmi engin undantekning. Samgöngumálin eru málaflokkur sem verður að taka föstum tökum því þar eru verkefnin aðkallandi”. Þetta segir Árni Rúnar Þorvaldsson, sem er forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og sækist eftir 3. - 4. sæti á lista Samfylkingarinnar. Grein Árna Rúnars er í heild sinni á vef Víkurfrétta. Samgöngur í Suðurkjördæmi

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.