Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.2006, Side 32

Víkurfréttir - 26.10.2006, Side 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR VF -M yn d/ Þ GK Gömlu liðsfélagarnir Marel og Páll mættust fyrir skemmstu þar sem Páll hafði betur Loka hóf knatt spyrnu-deildar Keflavíkur fór fram í Stapa sl. laugar- dagskvöld þar sem Guðjón Árni Antoníusson og Guðný Petrína Þórðardótt ir voru valin bestu leikmenn meistara- flokka karla og kvenna leiktíð- ina 2006. ,,Ég átti reyndar ekki von á þessu,“ sagði Guðný í samtali við Víkurfréttir. ,,Þetta er því- líkur heiður. Ég var að spila í annarri stöðu en ég hef vana- lega verið í og það var bara skemmtilegt að prufa eitthvað nýtt,“ sagði Guðný. Guðjón Árni var sáttur við útnefning- una og bíður spenntur eftir næsta tímabili. ,,Mér finnst ég hafa átt gott tímabil og það hefur strákunum fundist líka þar sem leikmenn standa að kjöri besta leikmannsins. Ég er mjög sáttur við mitt hlutverk hjá liðinu í sumar og liðið í heild sinni. Við vitum að við getum gert betur og það ætlum við að gera á næstu leiktíð,“ sagði Guðjón. Nánari útlistun á lokahófi Knattspyrnudeildar Keflavíkur er að finna á vf.is GUÐNÝ OG GUÐJÓN BEST Í KEFLAVÍK Taekwondodeild Kefla-víkur átti góðri lukku að stýra á fyrsta bikar- mót TSH um síðustu helgi sem haldið var í Rimaskóla í Grafarvogi. Gullbeltingurinn Aron Ingi var eini keppandinn sem hlaut verðlaun í öllum greinum mótsins og keppti um titilinn maður mótsins þar sem hann féll út í bráðabana. Rúmlega 20 krakkar frá Kefla- vík tóku þátt í mótinu en þjálf- ari yngri flokka deildarinnar, Helgi Rafn, var eini þáttakand- inn frá Keflavík í fullorðins- flokki og hafnaði hann í 2. sæti. Keppt var í fullorðins- og barna- flokkum í kyorung (bardaga), poomsae (formum) og þrauta- braut, sem var eins og ávallt vin- sælasta greinin hjá krökkunum. Í þrautabraut áttu Keflvíkingar einstaklinga í úrslitum, og af þeim hlutu Óðinn Már silfur og Aron Yngvi brons í flokki eldri barna. Í keppni í poomase (formum) var keppt eftir belta- gráðum og átti Keflavík kepp- endur í flokki 10-9. geup sem er gulrönd og gult belti, og í flokki 8-7. geup sem eru appelsínugul og græn belti. Í báðum þessum flokkum komust strákar frá Keflavík í úrslit. Í flokki 10-9. geup hlaut Aron Yngvi gull. Og í flokki 8-7. geup hlaut Jón Steinar silfur og Kristmundur brons. Í keppni í kyorung (bar- daga), var raðað í þrjá flokka eftir þyngd barna, og áttu Kefl- víkingar marga skemmtilega og spennandi bardaga, en á verðlaunapall komust þó ekki allir. Keflvíkingar geta engu að síður borið höfuð hátt þar sem til þeirra kom eitt gull (Aron Ingi), tvö brons (Óðinn Már og Guðmundur) og einnig tvö brons (Kristmundur og Ævar). Aron með verðlaun í öllum greinum Íslandsmeistarar Njarð-víkur og bikarmeistarar Grindavíkur leika í Iceland Express deild karla í kvöld. Í Ljónagryfjunni taka heima- menn á móti Hamri/Selfoss og Grindvíkingar halda í Þor- lákshöfn til að leika gegn Þórs- urum. Á morgun mæta Kefl- víkingar Fjölni í Grafarvogi og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Njarðvík, Grindavík og KR eru á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar en gert er ráð fyrir því að Jón N. Haf- steinsson og Daninn Thomas Soltau verði með Keflavík í Grafarvogi á morgun. Báðir hafa þeir verið fjarverandi, Jón sökum meiðsla í öxl og Soltau sökum veikinda. Með þá inn- anborðs styrkjast Keflvíkingar til muna. Toppliðin leika í kvöldÖnnur umferð Iceland E x pr e s s d e i l d a r kvenna í körfuknatt- leik fór fram í gær en Víkur- fréttir fóru í prentun áður en úrslit urðu kunn. Nánar er að finna um leikina á vefsíðu Víkurfrétta vf.is. Næsti leikur Keflavíkurkvenna er í Kenn- araháskólanum í Reykjavík á mánudag 19:15 þegar þær mæta ÍS. Grindavík, Keflavík og Haukar unnu öll sína leiki í fyrstu umferð deildarinnar. Þróttur sópaði að sér verðlaunum Sund deild Þrótt ar í Vogum átti góðu gengi að fagna um síðustu helgi á B-móti KR í Laugar- dalslaug. Alls fengu Þrótt- arar 18 gullpeninga en þetta var annað mótið sem nýráð- inn þjálfari, Íris Edda Heim- isdóttir, stýrir sunddeild Þróttar. Fimm silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun komu einnig inn á borð Þróttar og ljóst að þarna er ungt og efnilegt fé- lag á uppleið. GLÆSTUR ÁRANGUR ÍRB Mikið var að gerast hjá sundfólki ÍRB um síð-astliðna helgi en þá fóru fram tvö sundmót. Í Laugardalslauginni fór fram B-mót KR sem sniðið var að þörfum þeirra yngstu, þangað fóru u.þ.b. 50 börn. Þar voru ÍRB-liðar ávallt í fremstu röð og stóðu sig vel. Í Hafnarfirði fór fram stórmót KB banka og SH í Sundhöll Hafnarfjarðar. Það mót var sniðið að eldra sundfólkinu, með undanrásum og úrslitum. ÍRB stóð sig sérlega vel og náðu fimm einstaklingar inn í lands- liðshópa SSÍ. Það voru þau Diljá Heimisdóttir, Elfa Ingvadóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir, Guðni Emilsson og Marín Hrund Jónsdóttir. Alls á ÍRB nú átta sundmenn í landsliðshópum SSÍ. Til marks um árangur helgarinnar þá féllu 12 innan- félagsmet. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson með eitt met, Elfa Ingvadóttir með tvö met, Erla Dögg Haraldsdóttir með tvö met, Guðni Emilsson með eitt met, Gunnar Örn Arnarson með tvö met, Marín Hrund Jóns- dóttir með eitt met og Soffía Klemenzdóttir með tvö met. Bestu og efnilegustu leikmenn meistaraflokka Keflavíkur. Frá vinstri: Elísabet Ester Sævarsdóttir, Guðný Petrína Þórðardóttir, Guðjón Árni Antoníusson og Baldur Sigurðsson.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.