Víkurfréttir - 26.10.2006, Qupperneq 33
33ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Á myndinni er hluti þátttakenda frá FK á
Möggumótinu. Efnilegar fimleikastúlkur þar á ferð.
Þann 14. október sl. fór Möggu mót ið í f im-leikum fram en mótið
er nefnt eftir Margréti Einars-
dóttur, stofnanda Fimleika-
deildar Keflavíkur.
Mótinu var skipt í tvo hluta og í
þeim fyrri sýndu stúlkur fæddar
´98-´99 hvað þær hafa lært og
fengu þær allar verðlaunapening
í lokin og gjöf frá Samkaupum.
Í seinni hlutanum var keppt í 6.
þrepi íslenska fimleikastigans en
eitt gestalið var á mótinu frá Ár-
manni. Veitt voru verðlaun fyrir
3 efstu sætin samanlagt. Í fyrsta
sæti var Guðrún Lind Ástmars-
dóttir, Ármanni, með 36,65 stig,
í öðru sæti var Arna Petra Sverr-
isdóttir, Ármanni, með 36,55
stig og í þriðja sæti var Elfa Fals-
dóttir, FK, með 36,35. Einnig
fengu allir keppendur verðlauna-
pening og gjöf frá Samkaup.
Góðir gestir á
Möggumótinu
Haldin var í fyrsta skipti þrautakeppni unglinga hjá Golfklúbbi Suður-
nesja sunnudaginn 15. októ-
ber. Styrktaraðili mótsins var
Langbest, sem gaf glæsilegan
farand- og eignarbikar, sem
keppt verður um næstu árin
undir heitinu Langbest Þraut-
arkeppnin ásamt öðrum glæsi-
legum verðlaunum.
Settar voru hinar ýmsu þrautir
fyrir unglingana, sem þau
reyndu að leysa á sem bestan
hátt. Sigurvegari fyrstu þraut-
arkeppninnar var Alfreð
Elíasson, eftir bráðabana við
Heiðu Guðnadóttur, en þau
voru bæði jöfn með 48 stig
eftir 10 þrautir og hafnaði
Heiða þá í öðru sæti. Í þriðja til
fjórða sæti voru einnig jafnir
Vilhjálmur Ólafsson og Guðni
Oddsson og þurfti því einnig
bráðabana til að fá úrslit, en
Vilhjálmur hafði betur og hafn-
aði því í þriðja sæti og Guðni
í fjórða sæti, í fimmta sæti
varð svo Andri Þór Skúlason.
Háspenna í þrauta-
keppni Langbest
Lokahóf og uppskeruhá-tíð unglinga í golfi var hald in í Leirunni sl.
sunnudag. Styrktaraðili hófs-
ins var Ótrúlega búðin. Á loka-
hófinu voru leiknar 18 holur,
með og án forgjafar í stúlkna
og drengjaflokki ásamt nánd-
arverðlaunum og lengsta teig-
höggi á 6. braut. Einnig voru
veitt verðlaun fyrir háttvísi,
framfarir og besta ungling árs-
ins.
Úrslit:
Stúlkur m/forgj:
1. Heiða Guðnadóttir,
73 högg nettó
2. Karen Guðnadóttir, 74
3. Guðbjörg Ylfa Jensdóttir, 81
Besta skor án forgj:
Heiða Guðnadóttir, 77 högg
Drengir m/forgj:
1. Vilhjálmur Ólafs-
son, 63 högg nettó
2. Guðni Oddur Jónsson, 65
3. Alfreð Elíasson, 67
Besta skor án/forgj:
Guðni Oddur Jónsson, 72 högg
Næstur holu á 3 braut:
Alfreð Elíasson
Næstur holu á 16 braut:
Vilhjálmur Ólafsson
Lengsta teighögg:
Heiða Guðnadóttir
Prúðmennsku- og Háttvísiverð-
lau hlaut Vilhjálmur Ólafsson.
Mestu framfarir:
Guðbjörg Ylfa Jensdóttir
Besti ung ling ur inn 2006:
Heiða Guðnadóttir.
Heiða besti unglingur ársins
Á laugardag skrifuðu þeir Ray Anthony Jónsson, Guð mund ur Andri
Bjarnason og Andri Steinn
Birgisson undir nýja samninga
við knattspyrnulið Grinda-
víkur. Þá mun Milan Stefán
Jankovic taka við þjálfun 1.
deildarliðs Grindavíkur en þar
er hann öllum hnútum kunn-
ugur. Milan þjálfaði liðið fyrir
tveimur árum en í sumar var
hann með annan flokk Grinda-
víkur og tók svo við stjórn
liðsins með Magna Fannberg
þegar Sigurður Jónsson sagði
upp störfum. Nokkur félög
höfðu augastaða á Ray fyrir
næstu leiktíð í Landsbanka-
deildinni en Ray hefur ákveðið
að taka þátt í baráttu Grindvík-
inga um að vinna sér að nýju
sæti í Landsbankadeildinni.
Ray hefur leikið allan sinn
feril með Grindavík ef frá eru
taldar nokkrar vikur hjá GG
og Völsungi.
Ray kaus Grindavík