Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2006, Page 8

Víkurfréttir - 21.12.2006, Page 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ - JÓLABLAÐ II I 27. ÁRGANGUR Hjónin Heimir Hávarðs-son og Pikul Skulsong opnuðu sl. föstudag nýjan tælenskan veitingastað, Thai Keflavík, að Hafnargötu í Reykjanesbæ. Um er að ræða skemmtilega nýjung í veitinga- staðaflóruna á svæðinu og sagðist Heimir ánægður með viðtökurnar á fyrsta deginum. Þar má fá hefðbundinn tæ- lenskan mat til að taka með og einnig má setjast niður í sal sem tekur allt að 50 manns í sæti. Staðurinn er líka hugsaður sem kaffihús og býður upp á margar gerðir af ítölsku kaffi. Heimir segir ekkert hafa verið til sparað til að gera þennan stað sem glæsilegastan og eru innanstokksmunir allir keyptir frá Tælandi. Þá eru kokkarnir sprenglærðir í sínu fagi og hafa mikla reynslu af eldamennsku bæði í heima land inu og í Kanada. Hádegistilboð eru alla virka daga og hvetja eigendurnir alla til að koma og reyna eitthvað nýtt. Demantsúr og demantsskartgripir Vinningar í Jólalukkuleik Víkurfrétta eru þessa dagana að skila sér í hendur hepp-inna viðskiptavina sem gera jólainn- kaupin á Suðurnesjum. Alls voru 5100 vinn- ingar í pottinum og þar af 16 Evrópuferðir með Icelandair. Ingibjörg Jónsdóttir var svo heppin að hljóta eina slíka á miða sem hún fékk í versl- uninni Persónu og kom hún að vitja vinningsins á skrifstofu Víkurfrétta, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Fjölmargir vinningar, stórir sem smáir, eru enn í pottinum, s.s. glæsilegur sófi frá Bústoð, veglegt gasgrill frá Kasko og fullkomin fartölva frá Tölvu- listanum. Veglegir vinningar í pottinum Ingibjörg Jóns- dóttir tekur við vinningnum af Aldísi Jónsdóttur í dag. VF-mynd: elg Góðar viðtökur á fyrsta degi Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ: Jólalukka Víkurfrétta

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.