Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2006, Page 27

Víkurfréttir - 21.12.2006, Page 27
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 21. DESEMBER 2006 27STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Sveitarfélagið Garður: Bæ j a r s t j ó r n G a r ð s ákvað á fundi sínum í s í ð u s t u v i k u a ð hækka útsvarsprósentu upp í 13.03% sem er hámarksútsvar. Reiknað er með því að tekjur sveitarfélagsins muni hækka um 8 milljónir króna vegna þessara breytinga. Í greinargerð meirihlutans segir: Sveitarfélagið Garður hefur undanfarin ár tekið stór lán ár hvert. Áætlað er að afborganir þessara lána verði á árinu 2007 um 88 milljónir króna eða um 16,4% af áætluðum tekjum bæj- arins. Lántakan hefur verið nauðsynleg þar sem tekjur sveit- arfélagsins hafa ekki nægt fyrir rekstri málaflokka, gatnagerð og fjárfestingum. Sveitarfélag sem vill veita íbúum góða þjónustu og stendur frammi fyrir stórum verkefnum, s.s. lagfæringu á fráveitu- og holræsakerfi í sam- ræmi við lagasetningar, er nauð- syn að nýta tekjustofna sína. Af 66 sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa eru aðeins 8, Garður þar með talinn, sem eru nú með aðra útsvarsprósentu en 13,03%. Tekjur hinna 7 sveitarfélaganna á hvern íbúa eru mun hærri en tekjur á hvern íbúa Sveitarfélags- ins Garðs. Reikna má með um 8 milljón króna tekjuaukningu sveitarfélagsins vegna þessa breytinga. Tillagan að hækkuninni var sam- þykkt með 4 atkvæðum meiri- hluta N-lista. Fulltrúar F-lista sátu hjá. Garðurinn hækkar útsvarsprósentu Áramótablað Víkurfrétta í næstu viku! AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.