Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2006, Qupperneq 43

Víkurfréttir - 21.12.2006, Qupperneq 43
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 21. DESEMBER 2006 43STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Nýsamþykkt fjárhagsá-ætlun Reykjanesbæjar fyr ir árið 2007 ber þess merki að upp bygg ing síðustu ára er þegar farin að renna styrkari stoðum undir reksturinn bæj- arsjóðs. Heild- artekjur bæjar- sjóðs eru áætlaðar 4.836 m.kr. Íbúafjölgun nemur rúmlega 8% á síðast liðnum 2 árum. Íbúafjöldi í desember 2004 var 10.954 en nálgast nú 11.900 fyrir árslok 2006. Fjölgað hefur um liðlega 4,5% á þessu ári. Þessi fjölgun er athyglisverð í ljósi þeirrar staðreyndar að á Keflavíkurflugvelli urðu á árinu mestu hópuppsagnir íslenskrar atvinnusögu en flestir þeirra sem misstu vinnuna voru úr Reykjanesbæ. Góð þjónusta í Reykjanesbæ, aukin atvinnu- starfsemi á svæðinu og betri tengingar við höfuðborgar- svæðið virðast stuðla að því að þessir íbúar velji áframhaldandi búsetu í Reykjanesbæ auk þess sem nýjar fjölskyldur flytja á svæðið. Fjárhagsáætlun bæjarins sýnir skýr merki þess að reksturinn sé að styrkjast. Tekjuaukning síðustu ára hefur verið mikil en áætlunin gerir ráð fyrir að rekstr- arafgangur bæjarsjóðs nemi tæpum 6 m.kr. og afgangur sam- stæðu nemi tæpum 72 m.kr. Í rekstrarniðurstöðu er reiknaður allur kostnaður vegna fasteigna og nýbygginga í sveitarfélaginu. Fjármunamyndun rekstrar er að batna og rekstur bæjarsjóðs og samstæðu að styrkjast. Veltufé frá rekstri er áætlað 256 m.kr. fyrir bæjarsjóð og ríflega 277 m.kr. fyrir samstæðu. Áætlun 2007 gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 3.484 milljónir og hafa hækkað um ríflega 40% frá árinu 2004. Helstu ástæður hækkunarinnar má rekja til fólksfjölgunar, hækkunar fast- eignaverðs og ekki síst miklum launahækkunum en þær eru sá þáttur sem vegur einna þyngst í hækkun útsvars. Útsvarsprósenta verður áfram 12.7% sem er talsvert undir landsmeðaltali. Afsláttur á fast- eignagjöldum elli- og örorkulíf- eyrisþega hefur verið hækkaður um 30%. Áfram verður veittur 25% af- sláttur á lóðaleigu til þeirra sem greiða 2% af lóðamati og þannig er dregið úr mismun sem verið hefur á milli þeirra sem greiða lóðarleigu sem hlutfall af fast- eignamati lóðar og þeirra sem greiða samkvæmt hlutfalli af verkamannakaupi. Helstu áhersl ur og fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu miða að því að renna enn styrkari stoðum undir stöðu Reykjanesbæjar sem fjölskyldu- vænsta sveitarfélags á landinu og áfram verður unnið að því að bæta þjónustu við íbúa á öllum aldursskeiðum. Nánari upplýsingar um helstu verkefni og tillögur í fjárhags- áætlun 2007 má finna á vef Reykjanesbæjar. Árni Sigfússon Bæjarstjóri Reykjanesbæjar æÁrni Sigfússon skrifar: Fjölgun bæjarbúa styrkir stoðir bæjarsjóðs Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út föstudaginn 29. desember. Lokum skrifstofum Víkurfrétta föstudaginn 22. desember kl. 12:00 Skriftofa VF opnar aftur miðvikudaginn 27. des kl. 09

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.