Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2006, Page 44

Víkurfréttir - 21.12.2006, Page 44
44 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ - JÓLABLAÐ II I 27. ÁRGANGUR Sú hefð að höggva barrtré og færa inn í stofu og hafa þar upplýst og skreytt um jólin er rakin til Þýskalands á 16. öld. Hér á landi breiddist þessi siður ekki út fyrr en á 19.öld og barrtré fóru ekki að vera almenn í stofum landsmanna fyrr en á síðustu öld. Er það skiljanlegt því barrviðir uxu einfaldlega ekki í landinu í þúsundir ára. -Reyndar er ein- irinn þar undanskilinn, því hann telst til barr- trjáa þó lágvaxinn sé og yfirleitt skriðull um sunnanvert landið. Á seinni árum hefur sá siður víða breiðst út að fjölskyldur fara saman í skóga skóg-ræktarfélaganna og höggva sér tré og gera sér glaðan dag að öðru leyti. Koma þar oft jólasveinar, kakó og piparkökur við sögu. Með þessu vinnst margt: Skógurinn er grisjaður og verður þar með bjartari og auðveldari yfirferðar og þau tré sem eftir standa vaxa betur eftir en áður. Þá hefur sala á lágum jólatrjám með hnaus aukist undanfarin ár, eru þá trén höfð í stofu í potti en hljóta hæfilega kælingu inn á milli og eru loks gróðursett úti í garði eða við sumarbústað eftir hátíðar. Tekjur þær sem skógræktarfélögin fá af þessu nýtast til eflingar starfseminnar, meðal annars til ræktunar nýrra skóga. Um það bil 40.000 jólatré eru seld hér ár-lega, þar af aðeins um 7.000 sem ræktuð eru innanlands, hin eru að mestu flutt inn frá Danmörku. Innlenda framleiðslu má þó hæglega auka og er víða stefnt að því. Með því verður virðisaukinn eftir í landinu, með því eflum við skógræktina og hröðum skóg- væðingu landsins. Íslensk tré eru, með réttri meðhöndlun, betri en þau innfluttu, þau eru nýhöggvin og vistvæn því við ræktun þeirra eru ekki notuð eiturefni eins og algengt er erlendis. Á seinni árum hefur aukist sala á ,,gervi-jólatrjám“, en þau eru skiljanlega illa séð af skógræktarmönnum! Þeir telja ekkert jafnast á við nýtt ilmandi tré vaxið upp úr ís- lenskri mold, það sé hið eina sanna jólatré. Kristján Bjarnason ALVÖRU JÓLATRÉ Lokum skrifstofum Víkurfrétta á hádegi föstudaginn 22. desember. Opnum aftur kl. 09 miðvikudaginn 27. desember. Auglýsingasíminn er 421 0000. KRISTJÁN BJARNASON MEÐ PISTIL:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.