Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 Nokkur kurr og mikil um-ræða hefur verið vegna framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjanesbæ sem sam- þykktur var eftir verulegar breyt- ingar frá niðurstöðu prófkjörs, á fundi fulltrúaráðs í síðustu viku. Tveir af núverandi bæjarfull- trúum flokksins eru ekki á meðal sjö efstu á listanum. Gunnar Þórarinsson, sem varð í 5. sæti í prófkjörinu fyrr í mánuðinum, er ekki á lista og Einar Magnússon, sem náði 7. sæti í prófkjörinu, er í næstneðsta sæti listans. Þá höfðu Böðvar Jónsson sem varð í 2. sæti og Magnea Guðmundsdóttir sem varð þriðja sætaskipti á listanum. Á fundi fulltrúaráðsins var tekist á um hvort listinn yrði óbreyttur frá niðurstöðum prófkjörs en þar urðu tvær konur í tíu efstu sætum. Kjörnefnd hafði heimild til að gera breytingar á niðurstöðu prófkjörs, samkvæmt reglum flokksins, og lagði til að jafna hlut kvenna á list- anum. Meirihluti fulltrúaráðsins samþykkti þá niðurstöðu og röðun listans með 57% atkvæða á móti 43%. Listann skipa tólf karlar og tíu konur. Þrjár konur eru í sex efstu sætum á listanum. Þá er hlutur ungs fólks óvenjumikill á listanum sem samþykktur var á fundi full- trúaráðsins en ungir sjálfstæðis- menn voru ekki sáttir með niður- stöður prófkjörsins. Í kjölfar birtingu endanlegs lista hafa komið fram miklar umræður um hvernig staðið var að málum og bæði Gunnar og Einar tjáð sig í greinum á vef Víkurfrétta sem og Ragnar Örn Pétursson, formaður fulltrúaráðs og fleiri aðilar. Prófkjör virt að vettugi Gunnar Þórarinsson skrifaði grein á vef Víkurfrétta í síðustu viku undir fyrirsögninni „Prófkjör virt að vettugi“. Í grein- inni segir Gunnar m.a.: „Frá prófkjöri hefur verið mikil undiralda í ráðum og nefndum flokksins. Háværar raddir hafa verið uppi um að fara algerlega á svig við úrslit prófkjörs- ins, réttlæta það með lagatækni- legum flækjum og þvinga þannig fram uppstillingu. Það kom svo á daginn að mér var boðið 7. sætið sem ég hafnaði á þeim forsendum að ég teldi prófkjörið hafa svarað því á lýðræðislegan hátt hver upp- röðun listans skyldi vera“. Gunnar segir svo að á fjölmennum fundi fulltrúaráðsins hafi síðan endanlega verið gengið frá fram- boðslistanum. „Þá kom í ljós það sem legið hafði í loftinu um nokk- urt skeið að nafn mitt var þurrkað út af listanum. Þau undirmál og ofríki sem hafa grasserað innan nefnda og ráða flokksins síðustu vikurnar opinberuðust þar með skýrum hætti“. Þá segir Gunnar undir lok bréfs- ins: „Ég mun á næstu vikum íhuga mín mál með mínum stuðnings- mönnum. Öllum má ljóst vera að ég hef fullan hug á því að vinna áfram að framfararmálum sveitar- félagsins með setu í bæjarstjórn. Fái ég til þess góðan byr og hvatningu mun ég ásamt stuðningsmönnum mínum efna til sérframboðs“. Árni tilbúinn að taka 6. sætið Ragnar Örn Pétursson, formaður kjörnefndar fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesbæ, sá ástæðu til að rita grein á vef Víkurf- rétta um prófkjörið og þær ásakanir sem bornar höfðu verið á kjörnefnd flokksins. Hann segir í grein sinni að þegar niður- stöður prófkjörs lágu fyrir var ljóst að mjög hallaði á konur í efstu sætum listans. Aðeins 2 konur voru í 10 efstu sætum hans og aðeins 1 kona var í efstu 5 sætum listans. Í ljósi niðurstöðu prófkjörs var kjör- nefnd sammála um að gera breyt- ingar á listanum þannig að hlutur kvenna yrði aukinn, enda hallaði mjög á hlut þeirra. „Kjörnefnd ræddi þessa áherslu við frambjóðendur sem tóku nær allir vel í að taka þátt í þessari vinnu. Böðvar Jónsson sem náði 2. sæti í prófkjörinu var tilbúinn að færa sig í það 3ja þannig að Magnea Guð- mundsdóttir yrði í 2. sæti. Einar Magnússon, sem náði 7. sæti í prófkjörinu var tilbúinn að víkja úr því sæti og þáði 21. sætið. Reynt var með öllum ráðum að fá Gunn- ar Þórarinsson með í þessa veg- ferð til að hleypa konu að í 5. sætið. Honum var fyrst boðið að taka 7. sætið og reyndar á sama fundi var óskað eftir við Árna Sigfússon að hann færði sig í 6. sætið, þannig að allir frambjóðendur tækju þátt í þessari vinnu. Árni var tilbúinn að gera það en ekki Gunnar, sem hafnaði 7. sætinu. […] Til þess að ná sáttum var ákveðið að bjóða Gunnari svo 6. sætið en hann hafn- aði því og sagði að hann vildi ekki sæti neðar en 5. sætið, annars tæki hann ekki þátt og vildi ekki vera á lista. Meirihluti kjörnefndar ákvað að bjóða honum ekki 5. sætið og á fundi fulltrúaráðs var tillaga kjör- nefndar samþykkt“. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykja- nesbæjar tjáir sig um málið á Face- book-síðu sinni. „Undarleg umræða og rangar stað- hæfingar tengdar undirbúningi að sérframboði Gunnars Þórarins- sonar. Hann sóttist eftir 1.-2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ en hafnaði í 5. sæti. Hann náði samt ekki tilskildum atkvæðafjölda til að eiga rétt á því sæti á lista samkvæmt prófkjör- sreglum. Það sem fáir vita fram að þessu er að þrátt fyrir sterka kosn- ingu í 1. sæti var ég reiðubúinn að fara í 6. sæti að ósk kjörnefndar. Þeirra hugmynd var að Gunnar tæki þá 7. sæti, sem er sami sæta- fjöldi og við höfum í bæjarstjórn í dag. Ég samþykkti að taka 6. sætið án skilyrða. Gunnar hafnaði 7. sæt- inu! Þá var honum boðið að fara í 6. sæti. Hann hafnaði því líka. Það var miður. Þessar staðreyndir sýna að það var fullur vilji til að hann ynni með okkur. Einhverra hluta vegna eru þessar upplýsingar ekki að koma fram hjá honum,“ segir Árni. Bauðst aldrei 7. sætið Einar Magnússon bæjarfulltrúi, sem hafnaði í 7. sæti í prófkjörinu en var færður niður í það 21. sá einnig ástæðu til að skrifa grein á vef Vík- urfrétta til að leiðrétta rangfærslu í grein Ragnars Arnar Pét- urssonar formanns kjörnefndar. Ragnar Örn hafði skrifað: „Einar Magnússon, sem náði 7. sæti í prófkjörinu var tilbúinn að víkja úr því sæti og þáði 21. sætið.“ Í grein Einars segir hins vegar: „Þetta er rangt og vegna þess að margir af mínum stuðnings- mönnum hafa spurt mig að því hvers vegna listinn er eins og hann er finnst mér þeir eiga rétt á að vita hið rétta í málinu. Hið rétta er að mér bauðst aldrei 7. sætið eins og Ragnar heldur fram og ég bauðst ekki til að víkja úr því. Í prófkjörinu sóttist ég eftir 4. sæti og fer ekki leynt með að égt varð vonsvikinn að hafna í 7. sæti. […] Það kom mér því á óvart þegar ég var kallaður aftur á fund kjörnefndar og mér boðið neðsta sætið á listanum. Á þeim fundi afþakkaði ég sæti á list- anum. Síðar var mér boðið 8. sæti listans, sem ég þáði ekki heldur. […] Ég er ekki vanur að hlaupa frá verkum mínum. Ég ákvað því að lokum, kvöldið áður en listinn var samþykktur, að taka 21. sætið á list- anum til að sýna stuðning við sam- starfsfólk mitt og að ég væri stoltur af þeim verkum sem ég hef tekið þátt í að vinna að í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. […] Pólitíkin hefur ekki sérlega góða ímynd þessa dag- ana og til að fá fleira ungt fólk og fleiri konur að pólitísku starfi er mikilvægt að auka gegnsæi,“ segir Einar Magnússon m.a. í grein sinni. -pólitík pósturu vf@vf.is n Tekist á um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Tveir núverandi bæjarfulltrúar ósáttir: Gunnar út af listanum og íhugar sérframboð -Einar í næst neðsta sæti. Bæjarstjóri bauðst til að taka 6. sætið 15% afsláttur* Af öllum pa kkningum * Gildir í ma rs Allt fasteignir á Suðurnes- jum – sími 426-8890 Allt fasteignir - fasteignasa- la í Grindavík YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufull- trúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233. Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ 1. Árni Sigfússon, bæjarstjóri 2. Magnea Guðmundsóttir, upplýsingafulltrúi og bæjarfulltrúi 3. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 4. Baldur Guðmundsson, útibússtjóri og bæjarfulltrúi 5. Björk Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi 6. Ingigerður Sæmundsdóttir, framhaldsskólakennari 7. Jóhann S. Sigurbergsson, forstöðumaður 8. Una Sigurðardóttir, sérfræðingur 9. Ísak Ernir Kristinsson, stúdent 10. Guðmundur Pétursson, fram- kvæmdastjóri 11. Hildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur og varaformaður SUS 12. Hanna B. Konráðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistara- prófsnemi í lögfræði 13. Þórarinn Gunnarsson, stúd- ent og formaður ungra sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ 14. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, sálfræðinemi 15. Rúnar Arnarson, bankastarfsmaður 16. Haraldur Helgason, matreiðslumeistari 17. Sigrún I. Ævarsdóttir, lögfræðingur og kaupmaður 18. Erlingur Bjarnason, rekstrarstjóri 19. Gígja S. Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur 20. Grétar Guðlaugsson, byggingafræðingur 21. Einar Magnússon, skipstjóri og bæjarfulltrúi 22. Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður og ráðherra Um 1500 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Aðeins tveir af sjö efstu í prófkjörinu eru í sömu sætum eftir breytingar fulltrúaráðs á listanum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.