Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður og at-vinnumaður í handbolta, er einn af tengda- sonum Suðurnesja. Unnusta hans er Njarðvíkur- mærin Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir. Logi segir í stuttu viðtali við Víkurfréttir hvernig honum líkar að búa hér á svæðinu og hvað hann fæst við í dag. Lítið mál að fá dagmömmu „Við fluttum frá Þýskalandi árið 2010 og fyrsta árið vorum við búsett í Hafnarfirði. Það var svo röð atvika sem leiddu okkur á Suðurnesin. Unnusta mín er flug- freyja hjá Icelandair og því vorum við stutt frá flugvell- inum. Einnig var erfitt að finna pláss hjá dagmömmu fyrir strákinn okkar í Hafnarfirði en það var lítið mál hér og svo leist okkur svo vel á eitt hús í Ásahverfinu að við skelltum okkur bara í smá ævintýri,“ segir Logi, sem núna er háskólanemi og eigandi Fjarform.is. Hann segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Reykjanesbæ og geti varla hugsað sér að flytja þaðan, eins og staðan er. „Þetta er búið að vera eintóm hamingja síðan við settumst hér að. Kostirnir við samfélagið er smæð þess, það minnir mann svolítið á Hafn- arfjörð og maður er fljótur að kynnast fólki hérna.“ Lögreglan mjög sýnileg Logi segir Sporthúsið vera frá- bært mannvirki og eina glæsi- legustu stöð landsins sem hann vonar að sem flestir nýti sér; þar sé eitthvað fyrir alla. „Mér finnst líka gaman að sjá hvað Árni Sigfússon og félagar hafa búið til mikið aðdráttarafl og glætt bæjar- félagið og bæinn lífi. Svo finnst mér líka aðdáunarvert hversu sýnilegir lögreglumenn eru hérna, það heyrir til undantekninga að keyra Hafnargötuna án þess að mæta lögreglunni.“ Hollari skyndibitastaðir og jákvæðari fréttir Í öllum sveitarfélögum er hægt að gera eitthvað betur og að mati Loga mættu koma hollir skyndibitastaðir eins og Saffran eða Serrano. „Einnig man ég tímana þar sem ég mætti að horfa á körfuboltaleiki hérna á yngri árum þar sem yfirleitt var fullt af fólki og gríðarleg stemmning. Ég held að það væri hægt að rífa þetta betur upp hérna aftur með smá vinnu og vera með kjaftfullt á hverjum leik. Einnig mætti vera meira um einfalda viðburði tengdum menningu,“ segir Logi en tekur þó fram að svona heilt yfir þá telji hann að það mætti vera meira af jákvæðum fréttum af Suður- nesjum yfirleitt því að hellingur af góðum hlutum séu að gerast hérna á hverjum degi. „Einhverra hluta vegna skín það ekki í gegnum neikvæða umræðu sem virðist oft eiga sér stað um Suðurnesin.“ Langvarandi áhrif á líf fólks Logi er um þessar mundir að skrifa Bs. ritgerð í við- skiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, útskrifast þaðan í vor. „Síðan er það fyrirtæki mitt, www.fjarform.is, sem er eitt af því sem ég hef skapað og hef mest gaman af. Þar leitumst við eftir að vera mikils virði fyrir heilsu fólks og hafa góð langvarandi áhrif á líf fólks. Þetta er Fjarþjálfun í grunninn. Við fræðum fólk um það sem skiptir mestu máli og hvetjum það til að ná markmiðum sín- um.“ Logi segist mjög stoltur af því að geta hjálpað og kennt fólki að breyta um lífsstíl. „Ég hef fengið til mín í þjálfun helling af Suðurnesjafólki. Það hvílir mikil ábyrgð í því að taka heilsu einstaklinga í sínar hendur en það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Samfélagsmiðill í smíðum Einnig er Logi með í smíðum samfélagsmiðil sem væntanlega verður að veruleika innan tveggja ára þannig að ekki vantar járnin í eldinn. „Suðurnesin hafa komið mér mikið á óvart og ég er stoltur af því að búa hérna. Það er ekki bara slagsmál og rok hérna eins og oft er talað um heldur er þetta fjölbreytt samfélag með marga frábæra kosti og satt best að segja grunaði mig ekki hversu gott er að búa hér,“ segir Logi að lokum. Það er öruggt að mörgum Suðurnesja- mönnum muni hlýna um hjartaræturnar þegar þeir hafa lesið viðtal okkar við „hafn- firska“ handboltakappann og íþróttamann- inn Loga Geirsson (hér til hliðar). Hann fer lofsamlegum orðum um svæðið en hann og kona hans, Suðurnesjamærin Ingi- björg Elva Vilbergsdóttir, sem m.a. lék körfu- bolta með sigurliði Keflavíkurstúlkna, búa í Reykjanesbæ. „Suðurnesin hafa komið mér mikið á óvart og ég er stoltur af því að búa hérna. Það er ekki bara slagsmál og rok hérna eins og oft er talað um heldur er þetta fjölbreytt samfélag með marga frábæra kosti og satt best að segja grunaði mig ekki hversu gott er að búa hér,“ segir íþróttamaðurinn Logi Geirsson og bendir á ýmsa fleiri kosti en líka á það sem mætti gera betur. Eitt af því sem „tengdasonur“ Suðurnesja segir frá í viðtalinu er að of mikið af neikvæðri umræðu gefi ekki rétt mynd af svæðinu, því svo margir jákvæðir hlutir séu að gerast á hverjum degi. Undir þetta má taka. Það er ekkert launungarmál að stefna okkar á Víkurfréttum er að einbeita okkur meira að jákvæðum málefnum þó vissulega birtist efni í miðlum okkar sem hægt er að segja að sé „neikvætt“. Í prentútgáfu Víkurfrétta og á vef okkar undanfarna mánuði hefur þetta komið skýrt fram, fjöldi viðtala við fólk sem er að gera skemmtilega og góða hluti sem og greina um margt jákvætt. Í sjónvarpsþáttum okkar í Sjónvarpi Víkurfrétta sem við sýnum vikulega á vef okkar vf.is, á kapalrás Reykjanesbæjar og á ÍNN þar sem fjöldi annarra en Suðurnesjamanna fylgist með, leggjum við mikla áherslu á að sýna hvað það er margt jákvætt og fjölbreytt í gangi í samfélaginu á Suðurnesjum. Þetta ætti líka að vera umhugsunarefni fyrir alla sem eru duglegir á samfélagsmiðlum, - að gæta tungunnar þegar verið er að gagn- rýna aðra eða tjá sig á mjög neikvæðan hátt. Forseti Íslands benti á það í áramótaávarpi sínu að þróunin í tjáningu á samfélags- miðlum á borð við Facebook væri áhyggjuefni. Undir það má taka. Flottur tengdasonur -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 Suðurnesin hafa komið mér mikið á óvart og ég er stoltur af því að búa hérna Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is n Auðvelt að kynnast fólki á Suðurnesjum segir Logi Geirsson: Eintóm hamingja að búa hér Laugardaginn 29. mars kl. 14.00 tekur Stephen Lárus Stephen, annar tveggja Stefána sem nú sýna í Listasafni Reykja- nesbæjar, á móti gestum og fjallar um verk sín á sýningunni MANNLEGAR VÍDDIR. Leið- sögnin fer fram á ensku. Stefánarnir báðir hafa sérhæft sig í gerð mannamynda. Báðir eiga þeir erlenda feður og hafa sótt list- menntun sína til annarra landa, Stephen Lárus til Bretlands og Stefán til Noregs og Ítalíu. Að öðru leyti eru þeir afar ólíkir. Stephen Lárus hefur getið sér gott orð fyrir portrettmyndir af ýmsum „opinberum“ Íslendingum. Mál- verk hans af Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi alþingismanni og for- seta Alþingis, vakti nokkuð umtal þegar það var vígt fyrir tveimur árum; þetta málverk er að finna á sýningunni. Yfirlýst markmið Stephens er að koma á framfæri viðmóti fyrirsæta sinna, án þess að ganga of nærri einkalífi þeirra. Þarna er um að ræða jafnvægislist þar sem listmálarinn þarf að taka tillit til margra þátta, sjálfsvirð- ingar þeirra sem sitja fyrir, þjóð- félagsstöðu þeirra, og ekki síst þess hlutverks sem portrettmyndirnar eiga að gegna. Meðan á vinnu- ferlinu stendur er listmálarinn í stöðugu „viðræðusambandi“ við margar þekktustu mannamyndir listasögunnar; þær eru honum allt í senn áskorun, viðmið og hug- myndabanki. Hér gefst gullið tæki- færi til að sjá saman komin mörg helstu portrett Stephens Lárusar hin síðari ár, en mörg þeirra hafa hvergi verið til sýnis opinberlega. Á sýningunni er einnig að finna formyndir listamannanna að nokkrum sýndum verkum, allt frá frumdrögum til nákvæmra lokaút- listana. Sýningarstjóri er Aðal- steinn Ingólfsson. Sýningin var opnuð þann 15. mars og stendur til 27. apríl 2014. Stephen Lárus með leiðsögn í Listasafninu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.