Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. mars 2014 17 Hrafnhildur Betty Adolfs-dóttir Young fæddist þann 20. desember 1943 í Keflavík. Hún lést 10. Janúar síðastliðinn í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar voru hjónin Hans Adolf Helgason, f. í Keflavík 22.5. 1913, d. 13.2. 1987 og Guðrún Indriða- dóttir f. í Reykjavík 16.8. 1916, d. 15.6. 2009. Þau bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Systkini Hrafnhildar eru Vilhelm Bern- höft Adolfsson, f. 31.7. 1939, Ind- riði Arnar Adolfsson, f. 24.11. 1940, d. 18.8. 2009 og Sigríður Anna Adolfsdóttir, f. 31.12. 1949. Árið 1971 giftist Hrafnhildur William J. Young höfuðsmanni í Bandaríska flughernum sem hafði verið sendur hingað til lands frá Viet- nam. Fyrir átti Hrafn- hildur eina dóttur Guð- rúnu Helgu Mehring f. 18.7. 1965 en eiginkona Gúðrúnar Helgu er Monique Mehring og eru þær bú- settar í Baltimore, fyrir átti Moni- que tvö börn. Sama ár og Hrafn- hildur og William giftu sig fluttu þau til Bandaríkjanna. Næstu fimmtán árin áttu þau eftir að búa ýmist á Íslandi eða í Bandaríkj- unum þ.e. 5 ár í Bandaríkjunum en 10 ár hér á landi. Árið 1986 fór William svo á eftirlaun og þá fluttu þau alfarið til Charleston í Suður-Karólínu en þaðan er hann ættaður. Í bandaríkjunum starf- aði Hrafnhildur sem hárgreiðslu- kona. Útförin fór fram frá Kefla- víkurkirkju föstudaginn 14. mars klukkan eitt. Mig langar til þess að minn- ast frænku minnar Hrafnhildar Bettyar Adolfsdóttur Young í nokkrum fátæklegum orðum. Fyrstu viðbrögð mín við fréttunum um að þessi kraftmikla kona væri horfin á braut var óraunveruleika- tilfinning. Mér fannst svo ótrúlega stutt síðan við sátum saman einn sólríkan dag, hér heima á Íslandi, og ég tók viðtal við Betty um lífið í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Á þeim tíma átti Betty, eins og vinir og ættingjar voru vön að kalla hana, 28 ár í hamingjusömu hjóna- bandi með William J. Young. Þau Betty höfðu kynnst þegar hún vann hjá Birgðarstofnun Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en hann var höfuðsmaður í Bandaríska hernum og hafði verið sendur hingað eftir að hafa verið í Víetnam. Viðtalið var fyrirhugað að birta í tímaritinu Nýju lífi og birtist í 98. tbl. 22. árg. 1999. Við fréttirnar af andlátinu tek ég fram blaðið og hef lesturinn: “Ég sit og bíð eftir að Betty mæti í viðtalið og á mín- útunni sem við höfum mælt okkur mót hringir bjallan. Úti fyrir stendur kona grönn og spengileg. Ég veit að hún er 56 ára en hún lítur út fyrir að vera um fertugt. Um leið og Betty er komin inn fyrir dyrnar lifnar umhverfið við. Hún hefur greinilega lag á að skapa líf og fjör í kringum sig.” Þessi orð lýsa Betty vel. Þessi orku mikla kona segir jafnframt frá því í viðtalinu þegar hún er spurð að því hvernig henni hafi tekist að aðlagast lífinu í Bandaríkjunum að sjálfsögðu hafi þetta verið ör- lítið erfitt í upphafi þar sem hún hafi farið í burtu frá ættingjum og vinum. Spurningin sé þó ávallt á endanum um að vorkenna sjálfum sér og leggjast í volæði eða finna upp á einhverju skemmtilegu sem gaman er að og lifa lífinu einsog maður eigi að gera það. Það sé hugarástand hvers og eins sem skipti mestu máli og að hún hafi aldrei verið á stað þar sem hún hafi verið óánægð: “Ég hef alltaf fundið eitthvað til þess að gleðjast yfir.” Já það er ótrúlegt að þessi orku- mikla kona sé horfin á braut. Betty sem kom í heimsóknir til Íslands tvisvar til þrisvar á ári og hljóp tvær og hálfa mílu á hverjum einasta degi í mörg ár. Þegar Betty var í heimsókn í Keflavík sáu íbúar bæjarfélagsins hana oft á hlaupum í hlýrabol, buxum og strigaskóm einum fata, jafnvel í hörkufrosti. Elsku William, Guðrún Helga, Sirrý, Villi og fjölskyldan öll. Ég votta ykkur innilega samúð mína. Steinunn Björk Sigurðardóttir Hrafnhildur Betty Adolfsdóttir Young -minning -aðsent pósturu vf@vf.is pósturu vf@vf.is n Starfsfólk heimahjúkrunar skrifar: Stöndum vörð um þjónustuúrræði við eldri borgara í heimahúsum Í síðasta tölublaði Víkurfrétta ritar Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjanesbæ, grein þar sem að hann fagnar fjölgun hjúkrunar- rýma á Suðurnesjum. Starfsfólk heimahjúkrunar fagnar einnig þessum áfanga og óskar Suður- nesjafólki til hamingju með nýtt og stórglæsilegt hjúkrunar- heimili á Nesvöllum. Fjölgun hjúkrunarrýma er þó einungis eitt púsl í heildarmyndinni. Til að koma til móts við þarfir eldir borgara sem búa í heimahúsum og eru að kljást við skerta færni eða veikindi er ekki nóg að fjölga hjúkrunarrýmum, annað þarf að koma til. Einstaklingar eru með misjafnar þarfir, það þurfa því að vera fjölbreytt úrræði í boði og er mikilvægt að góð samvinna ríki á milli þjónustuaðila. Við þurfum að hafa öfluga heimahjúkrun, fé- lagslega aðstoð, dagdvalarúrræði ásamt aðgengi að endurhæfinga- og hvíldarinnlögnum. Við í heimahjúkrun greinum í auknu mæli þörfina á endurhæf- inga- og hvíldarinnlögnum hjá skjólstæðingum okkar. Einstakl- ingar eru veikari heima og hvílir mikið álag á aðstandendum. Við opnun nýs hjúkrunarheimilis skap- ast tækifæri á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að sinna þessari þjón- ustu. Ef við fáum fjármagn til. Þetta er hagsmunamál okkar allra og hvetjum við í heimahjúkrun Suðurnesjafólk til að standa betur vörð um Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og berjast fyrir starfsemi sem mun þjóna eldri borgurum og að- standendum þeirra. Virðingafyllst, starfs- fólk heimahjúkrunar Markaðsstofa Reykjaness og Heklan standa fyrir námskeiði í notkun á Facebook og samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum. Á námskeiðinu verður farið yfir notkun á samfélagsmiðlum og verður gerð greining á Facebook síðum þátttakenda. Farið er í allt frá því hvernig Facebook síður eru stofnaðar til þess hvernig samfélagsvefurinn er notaður sem markaðstæki. Hvað ber að varast og hvar liggja tækifærin? Hvað virkar og hvað virkar ekki? Hvernig nær maður árangri og hvenær er maður að eyða tíma sínum til einskis? Hvernig á að búa til Facebook auglýsingar? Hvað eru Facebook öpp og get ég nýtt mér slíkt? Áhersla er lögð á að námskeiðið sé hagnýtt og fólk öðlist þekkingu sem það geti nýtt sér þegar í stað. Sérfræðingar í samfélagsmiðlum frá PIPAR/TBWA, Kristín Elfa Ragnarsdóttir, og PIPAR/TRAVEL, Unnar Bergþórsson, leiðbeina þátttakendum í gegnum efni námskeiðsins. Námskeiðið virkar bæði fyrir þá sem kunna talsvert fyrir sér í tölvunotkun og þá sem lítið kunna. Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta nýtt miðilinn Facebook sem markaðstæki á markvissan hátt. Staður: Frumkvöðlasetrið Eldey, Grænásbraut 506 á Ásbrú. Tími: Fimmtudagurinn 10. apríl kl. 8:00 - 12.00 (fyrir byrjendur). Föstudagurinn 11. apríl kl. 8:00 - 12:00 (fyrir lengra koma). Skráning: Skráning fer fram á www.heklan.is, þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir miðnætti 3. apríl nk. Verð: 10.000 kr. Innifalið er námskeið, veitingar, úttekt á Facebook síðu og ráðgjöf frá Pipar/TBWA að námskeiði loknu. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heklan.is eða hjá Dagnýju, dagny@heklan.is eða Þuríði, thura@visitreykjanes.is FACEBOOK OG SAMFÉLAGSMIÐLAR NÁMSKEIÐ FYRIR FYRIRTÆKI SUÐURNES GARÐUR GRINDAVÍK REYKJANESBÆR SANDGERÐI VOGAR TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 -atvinnuhúsnæði til leigu 70 fm atvinnuhúsnæði með innkeyrslu- dyrum og góðri lofthæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðveld aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000. Notaleg tveggja herbergja risíbúð á Þórustíg. Vel skipulögð tveggja herbergja risíbúð til leigu á Þórustíg í Njarðvík. Þvotta- hús, flottur garður, bílastæði og sól- pallur í sameign. Leiguverð er 70.000 kr á mánuði + hiti og rafmagn. 140.000 kr trygging. Laus strax. Nánari uppl í s: 774 2037 eða 820 0099. TIL SÖLU Hundasnyrting. Tek að mér að klippa og snyrta hunda. Löng reynsla. Sjá á FB Hundasnyrting. Kristín s.897 9002 ÞJÓNUSTA BRÚÐKAUPSAFMÆLI Skattframtalsgerð. Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Bókhaldsþjónusta Suðurnesja sf Jónas Óskarsson Sími: 691 2361 - smáauglýsingar Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 27. - 2. apríl nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 28.mars n.k.á Nesvöl- lum kl. 14:00. Kynning á þjónustu Securitas. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.rnb.is Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Þessi yndislegu hjón eiga 40 ára brúð- kaupsafmæli þann 29. mars næstkom- andi. Innilega til hamingju með daginn elskurnar okkar. Við elskum ykkur. Knús- kveðja frá dætrum, tengdasynum og barnabörnum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.