Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. mars 2014 13 var að fara. Fólkið sjálft skiptist nokkuð í hópa. Sumir voru með mikinn trega gagnvart þessu, aðrir glaðir og ánægðir. Það getur maður vel skilið. Af þessum 38 sem hér bjuggu, þá voru 30 að flytja heim í Keflavík og Njarðvík og örugglega finnst því fólki það notalegt en það er heldur ekki algilt. Við starfsfólkið vorum tregablandin og það var af- skaplega einkennilegt að ganga hér um ganga og heilsa ekki á báðar hendur eins og maður var vanur“. Verður Garðvangur gistiheimili? Hvað verður um þetta húsnæði? „Nú veit ég ekki. Nú þarf DS og eignaraðilar DS að taka ákvarð- anir um það. Mikið af búnaðinum höfum við selt yfir til Nesvalla. Þetta verður mjög líklega auglýst til leigu eða sölu. Húsið er í mismunandi ástandi. Elsti hlutinn þarf verulegra endur- bóta við. Það eru allir í ferðamálum í dag og þetta húsnæði er á margan hátt heppilegt í slíkt. Það sem hefur háð starfseminni hér er að her- bergin hafa verið lítil, mörg þeirra og salernisaðstaðan ekki nógu góð. Á nýju heimilunum eru allir með salerni upp á 6 fermetra og það er allt önnur staða fyrir fólk. Ég hef setið í nokkrum nefndum sem hafa haft samskipti við ráðu- neyti og hæsta talan sem ég hef heyrt nefnda að menn hafa viljað slást fyrir í rými eru 40 fermetrar. Á Nesvöllum eru rýmin 32 fermetrar nettó en þar eru 75 fermetrar alls á hvern einasta mann í því húsi“. Hvernig var með starfsfólk sem var hérna, fékk það vinnu hjá nýjum aðila? „Já, ég held að allir sem óskuðu eftir því og vildu flytjast fengu vinnu. Mér bauðst það ekki, enda orðinn of gamall og það eru tveir aðrir sem bauðst ekki sambæri- leg vinna. Tveir kusu að hætta en 96-7% af starfsfólkinu fékk vinnu áfram hjá Hrafnistu. Og það gerð- ist líka á Hlévangi, þar fengu allir vinnu áfram sem vildu vinna“. Svona að lokum, hvernig sérðu þróunina í þessu á næstu árum? „Það er mikið talað um stefnur og hér vilja menn helst nálgast Skandinavíu og Danmörku. Þar er það þannig að þegar þú ferð inn á heimili, þá ert þú með þinn sjálfstæða fjárhag. Þú borgar fyrir matinn þinn, þrifin og þvottana þína. Þannig veit fólk nákvæmlega að hverju það gengur og hvað það hefur. Það getur kannski sparað sér eitthvað og haft úr meiru að spila. Aðalatriðið þar, sem er ekki hér, að það heldur sínu fjárforræði. Það er það sem koma þarf “. Er ekki í golfinu en ég finn mér eitthvað Það eru ekki margir sem vinna hjá hinu opinbera í 37 ár. Hvað ætlar þú að fara að gera? „Ég ætla að klára að ganga frá reikningunum fyrir árið 2013 og þessum næstum þremur fyrstu mánuðum þessa árs. Ég er ekki mikið í golfinu, en ég finn mér eitt- hvað. Þegar ég varð sjötugur var ég beðinn um að vera áfram til að sjá hvernig þetta færi hér og síðan eru liðin um tvö ár. Ég kvíði þessu ekki, þetta er orðið mjög gott. Þetta er orðið ágætt.“ Daglegar fréttir á vf.is Gólfdúkur skynsamleg, smekkleg og hagkvæm lausn -léttur í þrifum -au›veldur í lögn -glæsilegt úrval -fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.FLOORING SYSTEMS hjarta heimilisins Eldhúsi› þægilegt andrúmsloft Svefnherbergi› alltaf jafn heimilislegt Stofan einfaldara ver›ur þa› ekki Forstofan hl‡tt og mjúkt undir fæti Ba›herbergi› SÍ‹UMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 Heimilisdúkur, sígild lausn: Sérverslun me› gólfdúk og teppi Orlofshús VSFK Sumar 2014 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabilið er frá föstudeginum 30. maí og fram til föstudagsins 22. ágúst. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 þriðjudaginn 15. apríl 2014. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsnefnd VSFK AÐALFUNDUR Keflavíkurkirkja Keflavíkurkirkju verður haldinn 6. apríl kl. 12:30 í Kirkjulundi Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju Starfsmaður óskast í hálft starf. Upplýsingar hjá Láru í verslun. ATVINNA Finnbogi Björnsson ásamt síðustu vaktinni á Garðvangi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.