Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 Símafélagið og Netsamskipti hafa komist að samkomulagi um að sameina rekstur félaganna undir merkjum Símafélagsins og styrkja starfsstöð sameinaðs reksturs á Suðurnesjum. Félögin hafa á undanförnum árum aukið samstarf sitt verulega og hófu Netsamskipti til að mynda á síðasta ári að bjóða upp á símaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja á kerfum Símafélagsins. Félögin höfðu áður sameinað út- landagáttir sínar fyrir Internet og þótti sameiginlegur rekstur því eðlilegt framhald á samstarf- inu. Með þeirri hagræðingu sem myndast með sameiningunni eykst rekstraröryggi, þjónustustig og vöruframboð. „Með sameiningunni verður til stærri og öflugri rekstareining og gefur okkur aukna möguleika að mæta betur þeim fjölmörgu verk- efnum sem framundan eru. Mann- auðurinn er mjög mikill og hér er verðmæt sérþekking og kunnáttta. Framundan eru spennandi tímar enda sjáum við mikla möguleika í þessum geira,“ segir Brjánn Jóns- son, framkvæmdastjóri Símafé- lagsins. Netsamskipti er eitt elsta Internet- fyrirtæki landsins en það er stofnað árið 1994. Félagið er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar og hefur veitt Suðurnesjabúum netþjónustu, hýsingarþjónustu, tækniþjónustu og nýverið einnig símaþjónustu. Viðskiptavinir eru bæði einstakl- ingar og fyrirtæki og hefur félag- ið lagt áherslu á að veita heima- mönnum fyrsta flokks þjónustu í sinni heimabyggð. Símafélagið hóf starfsemi 1. nóv- ember 2008 og hefur á þeim tíma byggt upp mjög öflugt grunnnet á höfuðborgarsvæðinu, Suður- nesjum, Selfossi, Akureyri og víða á Norðausturlandi. Símafélagið hefur frá upphafi lagt áherslu á að byggja upp sín eigin kerfi, bæði fyrir Internet og síma og rekur nú eitt af þremur stærstu grunn- kerfum landsins. Skólastjóraskipti í Holtaskóla Jóhann Geirdal hættir og Eðvarð Þór tekur við „ Ákvörðunin hefur ek ker t að gera me ð rekstur Myllu- bakkaskóla eða samskipti mín við starfsfólk, nemendur og foreldra þar. Mig langaði einfaldlega í þetta starf og sló til,“ segir Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri Myllu- bakkaskóla en Bæjarráð Reykja- nesbæjar samþykkti beiðni Eð- varðs Þórs um tilfærslu í starfi fimmtudaginn 13. mars síðast- liðinn. Hann hefur störf sem skólastjóri Holtaskóla í haust og tekur við keflinu af Jóhanni Geirdal, sem hefur sinnt því starfi síðan 2007. Eðvarð Þór hefur verið skóla- stjóri Myllubakkaskóla í tvö ár og var þar áður aðstoðarskólastjóri í Holtaskóla og þar áður kennari við Heiðarskóla. Staða skólastjóra Myllubakkaskóla hefur þegar verið auglýst. Heiða í stjórn Félags leikskóla- kennara u Heiða Ingólfsdóttir, sér- kennslustjóri á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, var kjörin í stjórn Félags leikskólakennara í síðustu viku. Ný stjórn Félags leikskólakennara tekur við á aðalfundi félagsins 25. apríl næstkomandi og situr fram að aðalfundi árið 2017. Formaður FL, Haraldur Freyr Gíslason, er sjálfkjörinn en kosið verður í önnur trúnaðarstörf á aðalfund- inum í apríl. Kjarasamningur verslunarmanna samþykktur u Kjörfundi um nýjan kjara- samning milli Verslunarmanna- félags Suðurnesja og Samtaka atvinnulífsins sem skrifað var undir 20. febrúar sl. lauk kl. 14. föstudaginn 28. febrúar. Alls voru 1.175 á kjörskrá Atkvæði greiddu 130 eða 11,06% Já sögðu 103 eða 79,23% Nei sögðu 27 eða 20,77% Auðir seðlar og ógildir 0 Kjarasamningurinn telst því sam- þykktur Leikskólinn Holt tilnefndur til verðlauna - Evrópuverðlaunin 2014 uLeikskólinn Holt hefði verið tilnefndur til Evrópuverðlauna 2014 fyrir e twinning verkefnið „talking Pictures“. Verkefnið var valið úr 134 verkefnum víðs vegar að úr Evrópu og lenti í einu af þremur efstu sætunum. Mun Anna Sofia, deildarstjóri á Holti, sem hefur leitt verkefnið, fara til Brussel nú í vor og veita verðlaun- unum viðtöku. Hvernig nýtist Facebook mínu fyrirtæki? – margir hlýddu á fyrirlestur Þórönnu Jónsdóttur í Eldey Margir nýttu sér tækifærið og hlýddu á fyrirlestur Þór- önnu Jónsdóttur í Eldey frum- kvöðlasetri í vikunni sem leið, en þar sagði hún frá því hvernig samfélagsmiðillinn Facebook getur nýst sprotafyrirtækjum til markaðssetningar. Facebook er langstærsti samfélags- miðillinn á Íslandi og notendur ein billjón í heiminum. Að sögn Þór- önnu skiptir mestu máli að efnið sem miðlað er á Facebook sé áhuga- vert því annars minnkar sýnileiki. Þar skiptir mestu að byggja upp samband við viðskiptavini á per- sónulegum nótum og þekkja þarfir hans og uppfylla. -fréttir pósturu vf@vf.is SUMARSTÖRF ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR OG VINNUSKÓLA Þjónustumiðstöð og Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsa sumarstörf laus til umsóknar. Við leitum að starfsfólki í garðyrkjudeild, flokkstjórum, yfirflokkstjórum og starfsmanni á skrifstofu. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf eða í síma 420-3204. Umsóknafrestur er til 3. apríl 2014 Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar. ATH. eldri umsóknir verður að endurnýja! BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR ERLINGSKVÖLD Boðið verður upp á ljóðasúpu og ljóðaþvo– á árlegu Erlingskvöldi Bókasafnsins sem fram fer í samstarfi við Ráðhúskaffi fimmtudaginn 27. mars kl. 18:00. Gestir geta keypt sér súpu á viðráðanlegu verði og fá í kaupbæti listaukandi ljóðaflutning framreiddan af ljóðahópi Jakobs S. Jónssonar leikstjóra. Leikarar flytja. Þá verða íslensk og pólsk ljóð hengd upp á snúru „til þerris“. Allir velkomnir. LISTASAFN REYKJANESBÆJAR LISTAMANNSLEIÐSÖGN Laugardaginn 29. mars kl. 14.00 mun Stephen Lárus Stephen taka á móti gestum og spjalla um verk sín á sýningu Listasafnsins MANNLEGAR VÍDDIR. Stephen er annar tveggja myndlistarmanna sem sýna mannamyndir á sýningunni sem opnuð var þann 15. mars sl. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku. HeiŠ á könnunni, ókeypis aðgangur og allir hjartanlega velkomnir. Netsamskipti og Símafélagið sameinast Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélags- ins og Brynjar Jónsson eigandi Netsamskipta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.