Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 27.03.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. mars 2014 15 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Gefðu sparnað í fermingargjöf og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. -fréttir pósturu vf@vf.is Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að taka eignarnámi ákveðnar jarðir á Suðurnesjum vegna lagn- ingu Suðurnesjalínu 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir að beiðni um eignarnám hafi borist ráðuneytinu í febrúar í fyrra og hafi gagnaöflun staðið yfir síðan. Eignarnámsbeiðnin snýr að 220 kílóvatta háspennulínu (Suðurnes- jalínu 2) sem fyrirhugað er að reisa á milli Hafnarfjarðar og Reykja- nesbæjar. Í ákvörðun ráðuneytisins um að heimila eignarnám er rakið að öll skilyrði eignarnáms séu að mati ráðuneytisins til staðar, þ.e. skil- yrði um lagafyrirmæli. Samninga- leið hafi verið reynd til þrautar, að almenningsþörf liggi að baki, að nauðsyn beri til, að meðalhófs sé gætt og skilyrði um afmörkun eignarnáms. Í eignarnáminu felst ákveðinn afnotaréttur af viðkom- andi jörðum fyrir Landsnet, í þágu framkvæmdarinnar. Matsnefnd eignarnámsbóta sker úr ágreiningi um eignarnámsbætur komi hann upp. Eignarnám heimilað vegna Suðurnesjalínu Hvar er fundar- gerðarbók Eldeyjar? Nú er verið að ganga frá sögu Bj ö r g u n a r s v e i t a r i n n a r Eldeyjar. Sveitin var stofnuð 6. desember 1931 og lögð niður 1999 og síðar sameinuð Björg- unarsveitinni Suðurnes. Nú vantar fundargerðarbók sveitar- innar og liggur hún væntanlega hjá ritara stjórnar frá því fyrir 15 árum síðan. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar fundargerðarbókina er að finna geta haft samband við Jón Borgar- sson í síma 421 6919 eða 898 6919 sem kemur og sækir bókina, sé þess óskað. Einnig má koma bókinni góðu til Víkurfrétta, sem síðan koma henni í réttar hendur. Klippt af sex bifreiðum Fimm ótryggðar og ein óskoðuð Skráningarnúmer voru fjar-lægð af sex bifreiðum í um- dæmi lögreglunnar á Suður- nesjum í vikunni. Fimm þeirra voru ótryggðar og ein hafði ekki verið færð til skoðunar innan til- skilins tímaramma. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Lögregla beinir þeim tilmælum til forráðamanna bifreiða að hafa tryggingar- og skoðunarmál í lagi svo ekki þurfi að koma til þess að þær verði teknar úr umferð. Vatnsskemmdir í Vogum Í upphafi síðustu viku gerði asa-hláku með þeim afleiðingum að snjór og klaki tók að bráðna af miklum móð. Í íþróttahúsinu í Vogum vildi ekki betur til en svo að niðurföllin höfðu ekki undan og vatn tók að flæða inn á gólfið. Það fór svo að lokum að slökkviliðið var kallað til svo unnt væri að dæla vatninu burt með öflugum dælubúnaði. Það fór því betur en á horfðist í fyrstu, eigi að síður urðu smávægilegar skemmdir á parketinu. Skemmdirnar eru þó ekki það miklar að unnt er að nota allt gólfið án vandkvæða. Gömul bifreið Björgunarsveitar- innar Eldeyjar. Hún er núna á safni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.