Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 20.02.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 20. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Grindavíkingar eru að fara í fjórða bikarúrslitaleik sinn í karlaflokki á síðustu fimm árum. Að þessu sinni eru ÍR-ingar and- stæðingarnir. Síðustu þrír úrslita- leikir hafa endað með tapi Grind- víkinga. Eftir að hafa landað tveimur Íslandsmeistaratitlum undanfarin tvö ár eru Grind- víkingar orðnir hungraðir í fleiri titla. Þá sérstaklega þennan til- tekna bikar. „Við áttum ekki góðan dag í Höll- inni í fyrra en það er frábært að fá tækifæri ári seinna. Við erum fullir tilhlökkunnar og ætlum okkur að fara af fullum þunga í leikinn,“ segir Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga. Þrátt fyrir að Grindvíkingar séu taldir sigurstranglegir enda ofar í deildinni eins og stendur, þá segir Sverrir að það eigi ekki að hafa mikið áhrif á liðið. „Það eru líklega flestir aðrir en Grindvíkingar sem vonast eftir sigri ÍR. Það er bara gaman að hafa smá mótlæti til þess að hvetja okkur til þess að klára verk- efnið,“ segir Sverrir Þór. „Þetta er magnaður viðburður fyrir þessi bæjarfélög sem komast í úrslitin. Ég heyri það á Grindvíkingum að það er mikið hungur í að landa þessum bikar. Við fáum til þess tækifæri á laugardaginn og það er okkar að nýta það.“ Sverri segir að sínir menn séu í góðu formi, líkamlega sem and- lega. Stuðningsmenn og reyndir heimamenn í liðinu eru orðnir langeygir eftir bikartitli enda frekar súrar minningar í hugum Grind- víkinga eftir ófarir síðustu úrslita- leikja. „Við erum í þessu til þess að vinna. Við náðum ekki að klára þetta í fyrra og ætlum að mæta eins og menn og sýna okkar besta leik,“ segir Sverrir sem hefur verið tíður gestur í bikarúrslitum undan- farin ár en hann fór sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012 og fagnaði þar sigri. Sem leikmaður hefur hann þrisvar spilað til úrslita og tvisvar fagnað sigri. Sem þjálfari Grindvíkinga vill Sverrir sjálfsagt bæta upp fyrir tapið gegn Stjörn- unni í fyrra en þar laut hann í lægra haldi gegn Njarðvíkingnum Teiti Örlygssyni og Stjörnumönnum hans. Á laugardag situr annar Njarðvíkingur á bekk andstæðing- anna, væntanlega í nýpressuðum jakkafötum. Hafa unnið Grindvíkinga í vetur Njarðvíkingurinn Örvar Þór Krist- jánsson er þjálfari ÍR-inga. Hann hefur líka reynslu af bikarúr- slitum. Fyrst sem leikmaður með Njarðvík árið 1999 og síðar sem aðstoðarþjálfari liðsins árið 2005. Í bæði skiptin var Örvar í sigurliðinu. ÍR-ingar stefna að sjálf- sögðu á sigur í leiknum á laugardaginn. „Við förum í leikinn með því hugarfari að vinna. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum ólíklegri en við höfum unnið Grindvíkinga í vetur og teljum okkur geta gert það aftur,“ segir Örvar. Það er gömul klisja og ný að dags- formið geti skipt sköpum. Örvar telur svo vera. „Við Sverrir getum spáð í liði hvors annars endala- sut og prófað að brydda upp á nýjungum í leiknum. Þetta snýst þó ekki endilega um það, heldur hvernig menn mæta tilbúnir til leiks. Spennustigið þarf að vera rétt og stundum snýst þetta hreinlega um heppni. Bæði lið verða klár og ég vona að þetta verði góður leikur og góð auglýsing fyrir körfubolt- ann,“ segir Örvar sem er bjartsýnn á sigur í leiknum. „Það er um að gera að njóta dagsins en það eru ekki allir sem hafa færi á að spila svona leik. Að fara í svona leik er draumur hvers leikmanns og þjálf- ara. Ég er gríðarlega spenntur og hlakkar mikið til.“ Um andstæðing sinn hefur Örvar ekkert nema gott að segja. „Sverrir er toppmaður og það verður gaman að glíma við hann. Við erum góð- ir vinir og lékum saman hérna í gamla daga. Hann er að gera góða hluti í Grindavík og var ekki val- inn þjálfari ársins að ástæðulausu í fyrra.“ Sverrir ber félaga sínum einnig góða söguna. Hann telur að Örvar hafi snúið við gengi ÍR-inga eftir áramót. „Þeir eru verðugir andstæðingar og við þurfum að hitta á góðan leik til þess að vinna þá.“ Nú er bara spurning hvort vinanna fagnar sigri á laugardag klukkan 16:00 en leikurinn fer fram í beinni útsendingu á Rúv. -íþróttir pósturu eythor@vf.is STÖRF HJÁ IGS 2014 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstakling- um í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í hleðslueftirlit, cateringu og hlaðdeild. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum sam- skiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur. Ráðningartími er breytilegur allt frá mars til nóvember 2014 og jafnvel lengur. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur: Hleðslueftirlit: Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið. Catering Starfið felst m.a. í útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Aldurstakmark er 20 ára. Almenn ökuréttindi nauðsynleg, vinnuvélaréttindi æskileg og enskukunátta. Hlaðdeild: Lágmarksaldur 19 ár. Almenn ökuréttindi nauðsynleg. Vinnuvélaréttindi æskileg og enskukunnátta. Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is GRINDVÍKINGAR HUNGRAÐIR Í BIKARTITIL - Hafa tapað síðustu þremur leikjum í Höllinni Bikarmolar Grindavík og ÍR eru bæði að fara í 8. úrslitaleiki sína í keppninni í ár. Grindavík hefur unnið fjóra titla og ÍR tvo. Grindvíkingar hafa tapað síðustu þremur bikarúrslital- eikjum sínum í karlaflokki. Grindvíkingar urðu síðast bikar- meistarar árið 2006 eftir sigur gegn Keflavík 93-78. Liðið vann svo árin: 2000, 1998, 1995 Þjálfarar sem hafa unnið bikarinn með Grindavík 1995: Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík 1998: Benedikt Guðmundsson, Grindavík 2000: Einar Einarsson, Grindavík 2006: Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík Þrjú lið hafa unnið bikarkeppnina oftar en Grindvíkingar í karlaflokki. Þau eru KR (10), Njarðvík (8) og Keflavík (6). Grindvíkingar hafa sjö sinnum leikið til úrslita en þeir eru í Laugardalshöll í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Suðurnesjalið hafa verið í úrslitum frá árinu 2010, þar af Grindvíkingar fjórum sinnum. 2010: Snæfell 92-81Grindavík 2011: KR 94-72 Grindavík 2012: Keflavík 97-95Tindastóll 2013: Grindavík 79-91 Stjarnan 2014: Grindavík - ÍR ?-? MG10 kveikti í net- inu í TM-höllinni -Skoraði 60 stig úr 20 þriggja stiga körfum Flestir körfuboltaáhugamenn ættu að kannast við Wilt Chamberlain og fræga mynd sem tekin var af kappanum eftir að hann skoraði 100 stig í leik eitt sinn. Magnús sló á létta strengi og sendi VF þessa skemmtilegu mynd þar sem hann fetar í fótspor goðsagnarinnar. Það er óhætt að segja að Keflvík-ingurinn Magnús Gunnarsson sé ein besta skytta sem Ísland hefur alið af sér í körfuboltanum. Magnús sýndi það og sannaði þegar hann lék með B-liði Keflvíkinga á dög- unum en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 60 stig í leiknum, öll úr þriggja stiga skotum. Það gera 20 þriggja stiga körfur en til þess þurfti hann 35 tilraunir. Það gerir 57% nýtingu sem er ótrúlega gott. „Þetta er nú ekkert svona svakalegt,“ sagði Magnús hógvær þegar blaðamaður VF heyrði í honum hljóðið. „Þetta voru strákar úr sveitinni, sem gátu reyndar alveg spilað góðan körfu- bolta, en já það duttu nokkrir þristar niður í þessum leik,“ sagði fyrirliði Keflavíkur í Domino’s deildinni. Þessi nánast ómannlega frammi- staða Magnúsar kom í 113-59 sigri gegn B-liði Skallagríms en Magnús er óðum að ná sér af meiðslum og reynir því að ná sér í spilatíma með B-liðinu. Hann segist best eiga 11 eða 12 þriggja stiga körfur í leik áður og því ljóst að hann hefur sjaldan verið heitari. „Það má segja að þetta hafi verið góður dagur,“ segir þriggja- stigakóngurinn nýkrýndi en hann sigraði skotkeppnina í Stjörnuleik KKÍ annað árið í röð á dögunum. Magnús skoraði bara úr þriggja stiga skotum eins og áður segir en hann fékk eitt vítaskot í leiknum, það tók hann með vinstri hendi og fór það forgörðum. Spurning um hvort hafi klikkað viljandi á því skoti.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.