Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 06.03.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. mars 2014 13 -fs-ingur vikunnar pósturu eythor@vf.is Helsti kostur FS? Breiða brosið hennar Hebu á morgnanna. Hjúskaparstaða? Er í allsherjar leit.. Hvað hræðistu mest? Að vera grafin lifandi er minn allra versti ótti! Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Húff, það er aragrúa hæfi- leikafólks í FS, fyrstur uppí hugann er Sigurður Smári. Hver er fyndnastur í skólanum? Sölvi er alveg óútreiknanlegur og erfitt oft að vita hvort hann er að grínast eða tala af alvöru, mér finnst hann fyndinn. Hvað sástu síðast í bíó? Ætli það hafi ekki verið Lífsleikni Gillz - mynd sem ég ætlaði ekki að sjá. Fór inn með engar væntingar, þess vegna fannst mér hún alveg góð. Hvað finnst þér vanta í mötu- neytið? Beyglur með rjómaosti. Hver er þinn helsti galli? Fljót að æsa mig og trúi aðeins of mikið á það góða í fólki. Hvað er heitasta parið í skól- anum? Pass, sorry krakkar Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Þá myndi ég leyfa böll á föstudögum, leyfa formanni NFS að hafa lykil af Elva Dögg Sigurðardóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 19 ára Keflvíkingur sem gegnir stöðu formanns Nemendafélags skólans. Í sumar ætlar Elva að vinna á Spáni og eftir úrskrift er stefnan tekin á Afríku, annað er óráðið varðandi framtíðina. Myndi leyfa böll á föstudögum skólanum og gefa nemendafélaginu eina kennslustofu sem skrifstofu. Áttu þér viðurnefni? Ekkert sérstakt, strákarnir í stjórninni kalla mig samt miður fallegu nafni. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Er gjörn á að segja ,,Nei dreptu mig ekki" þegar ég er hneyksluð á einhverju og finnst mér það hrikalega ljótur ávani! Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ég er mjög ánægð með að fólk er farið að taka aðeins meira þátt en áður, margir komnir með annan fótinn út úr boxinu. Áhugamál? Íþróttir, félagsmál og útlönd. Hvert er stefnan tekin í fram- tíðinni? Sumrinu ætla ég að eyða í vinnu á Spáni svo kem ég heim og útskrifast og ætla þá til Afríku, annað er óráðið. Ertu að vinna með skóla, ef já hvar þá? Er ekki í launaðri vinnu en verkefni nemendafélagsins eru vinna útaf fyrir sig. Hver er best klædd/ur í FS? Hjörtur er flottur og síðan er Sylvía Rut Kára alltaf rosa fín. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Vá erfið spurning, er ennþá að leita af tvífara mínum samt örugglega bara bróðir minn með hárkollu. EFTIRLÆTIS Kennari: Kolla verður alltaf uppáhaldið mitt Fag: í skólanum Spænskan Sjónvarpsþættir: The Carrie Diaries Kvikmynd: Stikkfrí mun bara alltaf eiga stað í hjarta mínu Hljómsveit/tónlistarmaður: Jón Jónsson Leikari: Liam Neeson er alltaf jafn mikill töffari Vefsíður: þessa stundina er dohop. is minn besti vinur Flíkin: svörtu H&M skórnir sem ég fer í hvern einasta dag Skyndibiti: Er Saffran skyndibiti? Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Gömlu lögin hennar Taylor Swift eru góð.... DANSBIKAR BRYN 2014 LAUGARD. 8. MARS kl. 14:00 Í BRYN BALLETT AKADEMÍUNNI FLUGVALLARBRAUT 733 ÁSBRÚ, REYKJANESBÆ SÍMI: 426 5560 WWW.BRYN.IS NETFANG: BRYN@BRYN.IS Miðaverð Kr. 1000* *Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. LISTDANSSKÓLIREYKJANESBÆJARBRYNBALLETTAKADEMÍAN ALLIR VELKOMNIRDanskeppni nemenda í listdansskóla BRYN Aldursflokkar 9-11 ára, 12-15 ára og 16+ keppa Piparmynta – kröftug lækningajurt Piparmynta (mentha piperita) er ein vinsælasta og algengasta lækningajurt sem fyrirfinnst sem er notuð í matargerð eða til lækninga en hún er þykir afar hress- andi og frískleg á bragðið. Flestir nota pipar- myntu í mat og drekka te af jurtinni en nú til dags eru til margar rannsóknir sem styðja virkni piparmyntu og hefur það færst í aukana að nota hana til lækninga gegn ýmsum ein- kennum og kvillum. Piparmynta er einstaklega áhrifarík gegn meltingafærakvillum eins og iðrakveisu eða magamígreni eins og það er oft kallað (irritable bowel syndrome), en hún hefur sterka krampastillandi virkni á kviðverki og ristilkrampa. Í þessu tilfelli er gjarnan notuð piparmyntuolíu hylki til að ná sem mestum áhrifum. Piparmyntute er gott gegn meltingar- truflunum og uppþembu og er einnig gagnlegt gegn magakveisu í ungabörnum. Eins getur pipar- mynta slegið á ógleðiseinkenni, haft mild verkjastill- andi áhrif á höfuðverk, dregið úr frjókornaofnæmi og slímmyndun í öndunarfærum og dregið úr andremmu. Piparmynta er oft notuð útvortis í krem og smyrsl á vöðva og liði þar sem hún hefur vöðvaslakandi og mild verkjastillandi áhrif. Til þess að njóta heilsueflandi áhrifa piparmyntu er sniðugt að nota hana sem hluta af mataræðinu og drekka reglulega myntute, nota ferska piparmyntu í boosta og eftirrétti eða út í sósur og mat. Frábær lækningajurt til að bragðbæta matinn okkar og sem skyndilausn til að slá á maga- og höfuðverk. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.