Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 5. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR SUMARLESTURINN ER HAFINN Vertu lestrarstjarna í himingeim bókasafnsins í sumar með þátöku í sumarlestrinum. Þú lest þegar þér hentar allt sem vekur áhuga þinn í bókahillum safnsins. Bókaskrá til að skrá niður lesturinn færðu í skólanum þínum eða hjá okkur á bókasafninu. Sumarlesturinn stendur út ágúst. DUUSHÚS SUMARSÝNINGAR Velkomin í Duushús. Áa sýningarsalir, ókeypis aðgangur. Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar. Listasalur:  Dæmisögur úr sumarlandinu, einkasýning Karolínu Lárusdó’ur. GryŽan: Hönnun á Suðurnesjum, samstarfsverkefni með Hönnunarklasanum Maris. Bíósalur: Ljósmyndasýningin Þrælkun, þroski, þrá frá Þjóðminjasafni Íslands. Bryggjuhús, Gestastofa:  Gömul málverk og ljósmyndir af Duushúsum í eigu safna Reykjanesbæjar. Bryggjuhús, Erlingsstofa: Sýning á skúlptúrum Erlings Jónssonar. Bryggjuhús, Miðlo‘: Ný sýning Byggðasafnsins, Þyrping verður að þorpi, saga bæjarfélagsins. Bryggjuhús, Ris: Húsið sjál— með því sem fylgir. Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Sími 421-3796 LISTASKÓLINN Sumarnámskeið fyrir 7-13 ára. Í Svarta pakkhúsinu og Frumleikhúsinu. 10. – 30. júní frá kl. 09:00 – 12:30. 5.-21. ágúst frá kl. 09:00 – 12:30 Skráning á netfangið listaskolinn@reykjanesbaer.is. Takmarkaður ©öldi á hvort námskeið. Leiðbeinendur: Bylgja Dís Gunnarsdó’ir og Sara Dögg Gylfadó’ir. Þá’tökugjald kr. 10.000. Systkinaafslá’ur 20%. Nánari upplýsingar í vefritinu Sumar í Reykjanesbæ, á reykjanesbaer.is og í síma 421-6741. ■■ Eflandi og hvetjandi umhverfi: Þrjú hjá MSS í bæjarstjórnum ■uSkemmtileg staða hefur komið upp hjá Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum (MSS). Þrír starfsmenn af þrettán eru ýmist í bæjarstjórn eða á leið í slíka. Það eru náms- og starfsráðgjafarnir Anna Lóa Ólafsdóttir og Jónína Magnúsdóttir og verkefnastjórinn Kristinn Þór Jakobsson. Anna Lóa verður fulltrúi Beinnar leiðar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Jónína verður fulltrúi sjálfstæðis- manna og óháðra í Garði í bæjar- stjórn Sveitarfélagsins Garðs. Krist- inn Þór situr svo enn um sinn út sitt kjörtímabil sem fulltrúi framsóknar- manna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttamann Víkur frétta sagði Kristinn Þór að það væri lík- lega honum „að kenna“ að sam- starfskonur hans væru komnar á fullt í sveitarfélagapólitíkina. Hann hafi ætíð hvatt þær til þess og sagt það vera góða leið til að hafa áhrif á sam- félagið og láta gott af sér leiða. Hjá MSS starfar, eins og mörgum er kunnugt, fólk sem hefur það að at- vinnu að efla einstaklinga til góðra verka og árangurs. Jarðvegurinn þar er þá eflaust tilvalinn til að rækta kraftmikla einstaklinga í mikilvæg störf fyrir sín sveitarfélög og sam- félagið allt. E-listi Strandar og Voga með hreinan meiri- hluta ■uE-listi Strandar og Voga er sigurvegari sveitarstjórnarkosn- inganna í Sveitarfélaginu Vogum. Á kjörskrá voru 802, 590 greiddu atkvæði. Kjörsókn er 73,6%. Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi: D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra: 173 atkvæði, 2 menn kjörnir. E-listi Strandar og Voga: 290 at- kvæði, 4 menn kjörnir. L-listi, listi fólksins: 110 atkvæði, 1 maður kjörinn. Auðir seðlar voru 13, ógildir seðlar voru 4. Eftirfarandi einstaklingar eru kjörnir bæjarfulltrúar á kjörtíma- bilinu 2014 – 2018: Af D-lista: Björn Sæbjörnsson og Guðbjörg Kristmundsdóttir. Af E-lista: Ingþór Guðmundsson, Bergur Brynjar Álfþórsson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Birgir Örn Ólafsson. Af L-lista: Kristinn Björgvinsson. Ölvaður ók á og stakk af ■uLögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af tveimur öku- mönnum sem voru ölvaðir undir stýri. Annar þeirra viðurkenndi akstur undir áhrifum áfengis og einnig að hafa ekið á kyrrstæða bif- reið og stungið af. Þá voru tveir til viðbótar kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar þeirra mældist á 122 km hraða á Garðvegi, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hinn ók á 82 km hraða eftir Ægisgötu í Reykjanesbæ þar sem hámarkshraði er 50 km á klukku- stund. ■uD-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk fimm bæjarfulltrúa í Garði og N-listi nýrra tíma fékk tvo bæjarfulltrúa í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum. Kjörsókn í Garðinum var 67% en 673 greiddu atkvæði. Auðir voru 17 og 2 ógildir og því voru 654 gild atkvæði. Fimmti maður D-lista stóð þó tæpt því nýju framboði, Z-listanum, vantaði aðeins 5 atkvæði til að fella fimmta mann D-lista. Úrslit kosninganna voru eftirfarandi: D-listi, 395 atkvæði eða 60,4% og 5 menn. N-listi, 184 atkvæði eða 28,13% og 2 menn. Z-listi, 75 atkvæði eða 11,47% og engan mann. D-listinn með fimm í Garði ■uSamfylking og óháðir (S-list- inn) og Sjálfstæðisflokkur ætla að ræða meirihlutamyndun í Sand- gerði. S-listinn tapaði hreinum meirihluta sínum í kosningunum sl. laugardag og fékk þrjá menn kjörna en listinn hafði áður fjóra menn. Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni og er nú með tvo bæjarfulltrúa. Kjörsókn í Sandgerði var 77,3% og greiddu 859 atkvæði. Úrslit kosninganna urðu þessi: B-listi 220 atkvæði - 2 menn D-listi 146 atkvæði - 1 maður H-listi 164 atkvæði - 1 maður S-listi 302 atkvæði - 3 menn S-listinn tapaði meiri- hlutanum í Sandgerði ■uSjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í Grindavík sl. laugardag. Flokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa en hafði einn áður. Framsóknarflokkur og Listi Grindvíkinga töpuðu báðir manni. Framsóknarflokkur, Listi Grindvíkinga og Samfylking höfðu með sér meirihlutasamstarf á síðasta kjörtímabili. Miðað við úrslitin sl. laugardag þá halda þessir flokkar meirihluta. Sjálfstæðismenn og Listi Grindvíkinga eru hins vegar í viðræðum þessa dagana um meirihluta- myndun. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er gert ráð fyrir að Róbert Ragnarsson verði áfram bæjarstjóri. Alls voru 1465 atkvæði greidd í kosningunum sl. laugardag eru loka- tölurnar þessar: B listi Framsóknar - 332 atkvæði og 2 bæjarfulltrúa D listi Sjálfstæðisflokks - 605 atkvæði og 3 bæjarfulltrúa G listi Listi Grindvíkinga - 246 atkvæði og 1 bæjarfulltrúa S listi Samfylkingar - 230 atkvæði og 1 bæjarfulltrúa Auð og ógild 52 atkvæði. – ræða við Lista Grindvíkinga um nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokkur sigurvegari í Grindavík Ók á hús í Keflavík ■uNokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suður- nesjum í vikunni sem leið. Tilkynnt var um að ökumaður hefði ekið á hús í Keflavík. Bíllinn reyndist hafa hafnað á steyptum vegg við anddyri hússins með þeim afleiðingum að loftpúði sprakk út. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til frekari skoðunar og kranabifreið fengin til að fjarlægja bifreiðina. Annar ökumaður hugðist taka u– beygju á Reykjanesbrautinni með þeim afleiðingum að hann ók í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Hann og farþegi í bifreið hans sluppu ómeiddir, en ökumaður hinnar bifreiðarinnar kenndi eymsla í hálsi og var fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Báðar bifreið- irnar voru talsvert skemmdar og voru skráningarnúmer tekin af þeim. Loks var ekið á kyrrstæða bifreið og lét sá er það gerði sig hverfa af vett- vangi. Ekið á mann á flughlaði ■uEkið var utan í starfsmann á Keflavíkurflugvelli sem var við störf á flughlaðinu í síðustu viku. Lenti vinnuvél, sem er töskufæriband, á fæti hans. Hann var fluttur til að- hlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.