Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 05.06.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. júní 2014 15 Lærisveinar Guðmundar Steinarssonar í Njarðvík hafa ekki riðið feitum hesti í fyrstu leikjum liðsins í 2. deildinni í fótboltanum. Liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa en liðið er skipað ungum leikmönnum þar sem nýr og óreyndur þjálfari stendur í brúnni. Hann segist nokkuð sáttur með spilamennskuna þrátt fyrir að stigin láti á sér standa. „Árangurinn er engan veginn sá sem við vonuðumst eftir. Við erum þó ekki farnir að örvænta,“ segir Guðmundur hinn rólegasti. Hann segir að í þeim fjórum leikjum sem hafi tapast til þessa hafi Njarðvíkingar verið að standa sig nokkuð vel þrátt fyrir að stiga- taflan gefi annað til kynna. „Við höfum alls ekki verið yfirspilaðir. Það virðist vera að reynsluleysið sé að skína í gegn hjá okkur. Það hefur margt jákvætt komið út úr þessum leikjum svona fyrir utan stigasöfnun okkar.“ Guðmundur er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálf- ari en hann viðurkennir að starfið sé nokkuð strembið. „Ég neita því ekki að þetta er erfiðara en ég bjóst við. Engu að síður er þetta líka skemmtilegra en ég bjóst við. Það er að mörgu að huga þegar maður er að þjálfa. Þetta er mikil áskorun og krefjandi verkefni.“ Vill síður þurfa að hlaupa sjálfur Lið Njarðvíkinga er ungt og reynslulítið og sem dæmi má nefna að jafnan eru sex leikmenn sem eru gjaldgengir í 2. flokk á vellinum í hverjum leik Njarðvíkinga. „Þessir ungu leikmenn eiga eftir að hagn- ast á þessari reynslu síðar meir. Það eru ekki margir á þessum aldri sem hljóta þessa reynslu. Reynslan vegur mikið í þessari deild. Við erum með marga leikmenn sem hafa hvorki reynslu af því að spila í 2. deild né í efstu deild. Það virðist sem það hafi áhrif,“ segir þjálfar- inn sem þó undirstrikar að hann hafi fulla trú á ungum og hæfi- leikaríkum leikmönnum sínum. Guðmundur segir ekki margt hafa komið sér á óvart hvað varðar 2. deildina nema kannski hvað hans mönnum hefur ekki gengið að ná í stig. Gamli markahrókurinn er klár sjálfur með takkaskóna ef á þarf að halda, en hingað til hefur hann treyst á ungu strákana. „Ég vona bara að þeir fari að ná inn stigum svo að ég þurfi að hlaupa sem minnst,“ segir Guðmundur á léttu nótunum að lokum. Sveitarfélagið Garður og Golf-klúbbur Suðurnesja (GS) hafa gert með sér samstarfssamn- ing. Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 21. maí 2014 að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn. Hólmsvöllur í Leiru, golfvöllur Golfklúbbs Suðurnesja, er í Sveitar- félaginu Garði. Í samningnum kemur m.a. fram að fáni Garðs verði alltaf sýnilegur þegar haldin eru stórmót í Leirunni, auk þess mun GS sjá til þess að í kynningum klúbbsins sé ætíð minnt á að GS og golfvöllurinn eru staðsett í Sveitar- félaginu Garði. Meðal þess sem kemur fram í samningnum er að GS mun kynna golfíþróttina fyrir elstu nemendum Gerðaskóla og veita þeim endur- gjaldslausan aðgang að æfingavelli klúbbsins, samskipti GS við ungl- inga í Garði verði í samræmi við uppeldisstefnu og stefnu um ungl- ingastarf innan GS. Þá mun GS halda golfmót tileinkað Sólseturs- hátíðinni í Garði og ein hola vallar- ins mun bera heitið Garðskaga- holan. GS mun veita Garði ráðgjöf vegna grasvalla sveitarfélagsins og framkvæma eina djúpgötun á knattspyrnuvelli Víðis á hverju ári. Í samningnum er áhersla á að GS beri ábyrgð á því að öll tilskilin leyfi séu til staðar varðandi mannvirki á starfssvæði GS, í samræmi við lög og reglur um skipulags- og bygg- ingamál. Sveitarfélagið Garður hefur veitt GS styrk sem nemur álögðum fast- eignasköttum á eignum klúbbsins og verður svo áfram samkvæmt samningnum. Auk þess mun sveitarfélagið veita klúbbnum styrk sem nemur álögðum fasteigna- skatti á klúbbhús klúbbsins í Leiru. Samstarfssamningurinn gildir frá 1. janúar 2014 og framlengist í eitt ár í senn ef samningsaðilar segja honum ekki upp fyrir 31. desember ár hvert. Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Friðjón Einarsson formaður Golfklúbbs Suðurnesja undirrituðu samninginn fimmtudaginn 22. maí 2014. Víðtækt samstarf Garðs og GS Arnar Helgi Lárusson er ný-lega kominn heim frá Sviss þar sem hann æfði og keppti um mánaðar skeið. Arnar gerði sér lítið fyrir og kom heim með níu Íslandsmet í farteskinu en hann keppir í hjólastólaakstri mænus- kaddaðra. Arnar lamaðist fyrir neðan brjóst árið 2002 en hann hóf að keppa í íþróttinni, sem á nú hug hans allan, árið 2012. Arnar er upptekinn maður en hann er formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra, stundar vinnu og leggur mikinn metnað í íþrótt- ina, en hann æfir tvisvar á dag. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þessi sælutilfinning sem fylgir þessu er engu lík, sérstaklega í löngu vegalengdunum,“ segir Arnar en hann keppti í maraþoni í bland við styttri vegalengdir. Arnar smíðaði sinn eigin keppnisstól en hönnun hans vakti athygli kepp- enda í Sviss. Einhverjir vildu fá að prófa en það tíðkast alls ekki að keppendur smíði sína eigin stóla. Þannig hefur Arnar alltaf verið, hann fer sínar eigin leiðir. Arnar er með annan stól á teikniborðinu en það er hreinlega aldrei að vita nema hann hefji feril sem hjóla- stólasmiður þegar íþróttaferlinum lýkur. Arnar nýtti tímann í Sviss til þess að afla sér upplýsinga um smíði keppnisstóla en annars hefur hann þurft að notast við internetið og álíka leiðir. „Ég fór til Sviss í fyrra og ég var alveg eitt ár að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem ég aflaði mér þar. Ég geri ráð fyrir að það sama verði uppi á ten- ingnum núna,“ segir Arnar en þar sem hann er sá eini á landinu sem stundar íþróttina að svo stöddu, þá getur reynst erfitt að leita í reynslu- banka annara. Er ekki lengur síðastur Arnar á orðið öll Íslandsmet í sportinu en hann stefnir hátt og ætlar sér á Ólympíleikana í Ríó árið 2016. Arnar er í stöðugri framför en hvernig er hann í samanburði við þá bestu í heiminum? „Þegar ég var á sama móti í fyrra þá var ég alltaf síðastur. Þannig er það ekki lengur og ég er að fikra mig upp stigann,“ en sem dæmi má nefna að Arnar er sem stendur í 34. sæti á heimslistanum í 100 metrunum. Þar eru rúmlega 2000 manns sem vilja komast á þann eftirsótta lista. „Mig dreymir um að komast til Ríó á Ólympíuleikana 2016. Ef allt gengur upp þá tel ég að um árið 2016 verði ég farinn að komast á pall í mótum. Það er stefnan hjá mér,“ segir Arnar sem verður að fara að gera upp við sig hvort hann hyggist einbeita sér að löngu vega- lengdunum eða þeim stuttu. Hann er sterkastur í sprettunum að eigin sögn og líklega mun áherslan verða lögð á þau þegar fram líða stundir. Langur líftími í íþróttinni Arnar er þannig séð nýliði í grein- inni en hann hóf að keppa fyrir um tveimur árum síðan. Flestir þeir sem hann etur kappi við eru búnir að vera að keppa síðan þeir voru ungir strákar. „Grunnurinn hjá þeim er margfalt betri og tæknin er slík að maður skilur hana varla.“ Arnar segir það gott við sportið að líftíminn er langur. „Ég er ekki gamall miðað við marga, þarna eru menn að keppa fram yfir fimm- tugt,“ segir Arnar sem er 38 ára gamall. Vonast til þess að verða öðrum hvatning Arnar hefur vakið töluverða athygli fyrir vasklega framgöngu sína í sportinu. Hann vonast til þess að verða öðrum hvatning til þess að byrja að hreyfa sig. „Margir hafa orðið áhuga á því sem ég er að gera. Yngri krakkar sem glíma við fötlun sjá mig og þeir sjá hvað ég er að gera. Ég hugsa að það sé að kvikna áhugi.“ Arnar telur að mikill ávinn- ingur geti unnist ef fleiri mænus- kaddaðir fari að stunda hreyfingu og íþróttir. Kostnaður sem fylgi slíkum einstaklingi dregst veru- lega saman ef viðkomandi nær að stunda líkamsrækt að hans mati. „Samfélagslega er ávinningurinn því ómetanlegur. Ekki bara fjár- hagslega heldur líka andlega og fyrir alla sem koma að máli.“ Smíðar sinn eigin keppnisstól Stóllinn er úr áli og vegur um 8 kg. Arnar er með fína aðstöðu í bíl- skúrnum þar sem hann vinnur í stólnum og æfir. Það er að mörgu að huga hvað varðar hjólastólaakstur og kostnaðurinn er þó- nokkur. - Arnar Helgi ætlar sér á Ólympíuleikana 2016 Sjálfboðaliðar óskast Velkomin í skemmtilegan hóp sjálfboðaliða hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ óskar eftir sjálfboðaliðum vegna sumarleyfa. Upplýsingar veitir Anna V. Jónsdóttir verkefnisstjóri í símum 897-8012 og 421-1200. Erfiðara en ég bjóst við - Njarðvíkingar stigalausir í 2. deild

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.