Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 10.07.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. júlí 2014 9 inn. Ætlaði að hafa hann á gamlárs- dag en kannski linast ég eitthvað við það og verð lengur.“ Hirti finnst þó alveg kominn tími til að sleppa takinu. „Ég hef engar áhyggjur af því að hafa ekki neitt að gera. Á fullt af barnabörnum og svona,“ segir hann og brosir breitt. Einn- ig hafi hann ákveðnar skoðanir á því hvernig næsti bæjarritari á að hafa hlutina. „En það verður að koma í ljós í haust þegar búið er að búa til nýjar starfsreglur sem verið er að vinna að. Eflaust koma tillögur að breytingum á hinu og þessu og einhverjar breytingar á starfi bæjarritara. Kannski verður úttektin í mínum anda eða ekki. Í raun er hlutverk bæjarritara dá- lítið að vera ráðgjafi og aðstoða hin sviðin við ráðgjöf og ákvarðana- tökur. Ef menn eru ekki vissir er stundum gott að leita til bæjar- ritara. Stundum,“ segir Hjörtur og glottir stríðnislega. Bað um orðið en mátti ekki Hjörtur er ánægður á margan hátt með hvernig starf hans hefur þróast í tímans rás. Tími hans fari meira í að tala við fólk en að grúska í papp- írum. „Það er líka miklu skemmti- legra því ég á þægilegt með sam- skipti við fólk í dag. Kannski var ég órabelgur hér áður. Ég er sífellt að hlusta á skoðanir og viðhorf en verð stundum að steinþegja. Það var mjög erfitt þegar ég var ný- tekinn við. Ég stóð mig stundum að því að biðja um orðið - sem ég mátti ekki. Þá hafði ég miklar skoð- anir og mikið að segja. Ég hef lært að mínar skoðanir skipta ekki eins miklu máli og að betra sé að eiga þær út af fyrir mig,“ segir Hjörtur kíminn. Keppi aðeins við sjálfan mig „Við erum með lykilfólk sem er einnig komið á aldur. Þar með fer mikil reynsla en einnig verður endurnýjun. Spurður um hvaða eiginlegar hans hafi blómstrað í starfi bæjarritara segir Hjörtur að upphaflega hafi hann verið mikill keppnismaður. „Ég er alinn upp við það og kepptist því við að gera góða hluti. Var miklu villtari og brýndi raustina kannski einum of oft. En það eldist af manni.“ Hjörtur er enn kappsfullur og segist fá útrás með því að þjálfa í hádeginu. „Ég hef alltaf verið íþróttatengdur; hef alltaf synt, hjólað eða eitthvað. Líkamlegt ástand skiptir öllu máli. Aldrei ves- en með vöðvabólgu vegna mikillar setu. Ég held ég hafi aðeins misst tvo daga úr vinnu vegna brjósk- losaðgerðar en þá var ég fljótur að jafna mig vegna þess að ég var í góðu formi.“ Hann sé samt ekki neinn öfgamaður. „Ég er hættur að keppa við aðra en sjálfan mig og geri þetta til að halda góðri heilsu. Ég hef kom- ist vel frá starfi mínu sem bæjarritari og mun hætta mjög sáttur,“ segir Hjörtur að endingu. PALLA TILBOÐ SÓLPALLURINN Á LÆGRA VERÐI! 100% verðöryggi og 5 ára ábyrgð á öllu pallaefni í Húsasmiðjunni.Nú er rétti tíminn til þess að smíða pallinn! Komdu á Palladaga Húsasmiðjunnar og fáðu tilboð í pallaefnið fyrir draumasólpallinn og gasgrillið færðu í kaupbæti! Það gerist varla betra! Gæð i og g ott ve rð – við bjóð um b æði Húsa smið jan b ýður aðein s fyrsta flokk s AB gag nvar ið timb ur, fr á fram leiðe ndum sem nota viður kenn d efn i gagn vart u mhve rfi og he ilsu. ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 HLUTI AF BYGMA GASGRILLIÐ FYLGIR! Ef þú kaupir pallaefni fyrir 100.000 kr. eða meira færðu Outback gasgrill í kaupbæti. GARÐPLÖN TU ÚTSALAN ER HAFIN! 20-50% AFSLÁTTUR Almenningur horfir öðruvísi á bæjarstjórann Sem bæjarritari segist Hjörtur þurfa að vera hlutlaus aðili en bæjar- stjóri geti aftur á móti verið pólitískur. „Ef við erum með ópólitískan bæjarstjóra þá er hann dálítið háður þessu pólitíska valdi og sigla á milli þriggja flokka. Aftur á móti getur stundum verið erfitt fyrir pólitískan bæjarstjóra að ná eins vel til bæjarbúa þegar þeir standa annars staðar í pólitík. Það er kannski síður erfitt fyrir þann ópólitíska. Almenningur mun kannski horfa á þetta aðeins öðruvísi.“ Hjörtur bætir við að töluverðar breytingar verði á skrifstofuhaldinu þegar nýr bæjarstjóri tekur við, líklega upp úr miðjum ágúst. Maður þurfti að snapa peningum fyrir launum en núna kemur útsvarið bara sjálfkrafa inn. Ég þurfti áður fyrr að hringja í stóra vinnuveitendur og spyrja hvort þeir ætluðu ekki að borga svo við ættum fyrir laununum. Elíft vesen Á síðasta ári brotnaði fundarhamarinn í fjöri á bæjarstjórnarfundi. Hjörtur heldur hér á hamrinum góða. Hjörtur sat fyrsta bæjarstjórnarfund nýrrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar nýlega sem bæjarstjóri. Hann hefur setið um 600 fundi sem bæjarritari í þá tæpu þrjá áratugi sem hann hefur starfað á bæjarskrifstofunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.