Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 „Manni þykir vænt um viðskiptavinina og er jafnvel farin að muna kennitölur og símanúmer þeirra. Svo hringir maður eins og að maður sé að hringja í mömmu eða ömmu,“ segir Suðurnesjamærin Hulda Klara Ormsdóttir, sem tók nýverið við starfi lyfsöluleyfishafa Lyfju við Krossmóa. Hulda Klara á um þessar mundir 10 ára útskriftarafmæli sem lyfjafræðingur og hefur starfað í útibúi Lyfju undanfarin ellefu ár. Gætu sparað sér fyrirhöfn Hjá Lyfju, eins og hjá öðrum lyf- sölum, er alltaf hægt að hitta lyfja- fræðing en það bjóða ekki öll apó- tek upp á viðtalsaðstöðu í lokuðu rými eins og hjá Lyfju Reykja- nesbæ. „Fólk er kannski að koma til að ræða viðkvæm málefni eða hvað sem er og á það til að opna sig með heilsu og annað eftir að hafa komið í afgreiðsluna. Við erum hluti af heilbrigðiskerfinu og það er gott að fólk getur leitað til okkar. Við reynum að ráðleggja því og vísum til læknis ef svo ber undir. En oft er um að ræða eitthvað sem hægt er að leysa á staðnum,“ segir Hulda Klara en tekur þó fram að lyfjafræðingar sjái ekki um að sjúkdómsgreina neinn. „Þó eru margir sem leita til læknis sem gætu komið til okkar og sparað sér fyrirhöfn. Oft er erfitt að fá tíma hjá lækni. Við erum í góðu sam- starfi við heilbrigðisstofnunina hér á Suðurnesjum.“ Persónuleg þjónusta heimafólks Alls starfa átta til tíu manns hjá Lyfju Reykjanesbæ, með útkalls- og afleysingafólki; tveir lyfjafræðingar, einn aðstoðarlyfjafræðingur, einn sjúkraliði og einn umsjónarmaður. Lyfja Reykjanesbæ hefur þá sér- stöðu að heimafólk starfar þar. „Við veitum persónulega og góða þjónustu og reynum að gera það allra besta fyrir viðskiptavinina. Ég er einnig mjög ánægð með að það skuli vera heimafólk hér. Hef unnið með nokkrum lyfsölum og það er alltaf smá munur á því hvort um var að ræða heimafólk. Við þekkjum meira fólkið og þjón- ustan verður persónulegri. Mér líður rosalega vel hér og gæti ekki hugsað mér að fara neitt annað,“ segir Hulda Klara. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Blað vikunnar er litað af tónlist. Við gerum upp ATP hátíðina á Ásbrú sem tókst líka svona glimrandi vel, en einnig er í blaðinu veglegt viðtal við tvo af merkari tónlistarmönnum samtímans á Suðurnesjum. Hjálmarnir Kiddi og Siggi hafa ýmislegt brallað saman í tónlistinni allt frá unglingsárum en þá lágu leiðir þeirra saman í hljóðveri Rúnars Júlíussonar við Skólaveg. Rúnar var allur af vilja gerður og leyfði unglingunum að taka upp í hljóð- verinu og notast við þær græjur sem til voru í Geimsteini hverju sinni. Guðm. Kristinn Jónsson, eða Kiddi Hjálmur, segir m.a í viðtali við Víkurfréttir að ef það væri ekki fyrir Geimstein, hvað hefði þá orðið um Hjálma, Valdimar, Klassart og fleiri? Fyrir ungar hljómsveitir er það að koma í stúdíó og taka upp lag rosa mikið mál.“ Hvort sem þeir Siggi og Kiddi geri sér grein fyrir því eða ekki, þá eru þeir á góðri leið með að verða goðsagnir í tónlistarbrans- anum rétt eins og Hljómar og fleiri á undan þeim. Báðir hafa þeir komið nærri ótal verkefnum í tónlist og mætti segja að allt sem þeir koma nálægt verði að gulli. Þeir hafa þann einstaka eigin- leika að ná til allra aldurshópa með tónlist sinni. Ég þekki til gamalmenna sem hlusta reglulega á plötu Sigurðar „Oft spurði ég mömmu,“ en hún er stútfull af dægurperlum íslenskrar tón- listarsögu. Ég hvet fólk til þess að horfa á þátt Sjónvarps Víkurfrétta í kvöld klukkan 21:00 en þar má sjá viðtal sem ég tók við þá Hjálma en einnig má lesa það hér í blaðinu okkar í dag. Þeir taka einnig lagið fyrir okkur ásamt Þorsteini söngvara. Eins ber að minnast á viðtal við Njarðvíkinginn Daníel Guðbjartsson sem er einn af áhrifamestu íslensku vísindamönnum samtímans. Ég minntist á nokkra snillinga frá Suðurnesjum í grein minni hér á dögunum. Ég sá að fólk var duglegt, með réttu, við að telja upp fleiri á sam- félagsmiðlunum enda ógjörningur að telja upp alla þá snillinga sem héðan koma í einum stuttum pistli sem þessum. Enn af snillingum -ritstjórnarbréf Eyþór Sæmundsson skrifar vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 MÁN–FIM FÖS LAU 11.00–18.00 11.00–19.00 13.00–16.00 OPNUNARTÍMAR Í SUMAR: HÓLAGÖTU 15 // 421-6070 // VIÐ ERUM Á FACEBOOK GLÆSILEGT ÚRVAL AF FLOTTUM STEIKUM Á GRILLIÐ, PÖNNUNA EÐA OFNINN! EKTA NAUTAHAMBORGARAR, EINGÖNGU EÐAL HRÁEFNI. EINNIG ER FISKBORÐIÐ SPRIKLANDI AF FERSKUM FISK OG- FISKRÉTTUM, 1. FLOKKS HUMAR SELDUR Í STYKKJATALI. MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM, KÖLDUM SÓSUM FYRIR FISK OG KJÖT. Þó eru margir sem leita til læknis sem gætu komið til okkar og sparað sér fyrirhöfn X■ Nýr lyfsöluleyfishafi hjá Lyfju í Reykjanesbæ: Man kennitölur og símanúmer viðskiptavina X■ Fisktækniskóli Íslands framleiðir fagfólk: Fyrstu fisktæknarnir útskrifaði Svanhvít Másdóttir og Hafdís Helgadóttir luku fyrir skömmu námi frá Fisktækniskóla Íslands sem fisktæknar. Þær höfðu inn- ritast á brautina síðastliðið haust á grundvelli raunfærnimats sem gengur út á það að meta reynslu starfsmanna í ákveðinni starfs- grein til áfanga og til eininga á framhaldsskólastigi. Báðar hafa þær Svanhvít og Haf- dís víðtæka reynslu úr fiskvinnslu. Þessi reynsla nýttist þeim til mats á áföngum Fisktæknibrautar. Það sem út af stóð samkvæmt nám- skrá, tóku þær síðan nú á vorönn og luku því formlega námi sem fisktæknar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.