Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. júlí 2014 9 við þyrftum að taka eitt gigg, alla vega til að borga upp skuldina. Við gerðum það og ég man að ég tók Bónuspoka með þessum 800.000 kalli eða svo sem við skulduðum og labbaði með hann í Skattinn. Eftir það hafa þeir bara verið ljúfir, þeir hjá Skattinum. Hvernig er með drauminn um að meika það erlendis? Siggi: Í rauninni var tekin ákvörð- un í þessari hljómsveit að við ætl- uðum að vera íslensk hljómsveit og syngja á íslensku. Við vorum því eiginlega ekki að stefna neitt er- lendis með þetta. Við vildum frekar gera þetta almennilega á Íslandi og við vorum í raun aldrei með neina „meik-drauma“. Er einhver áhugi fyrir ykkur er- lendis? Siggi: Já, já, með tíð og tíma hefur þetta eflaust farið víðar en maður gerir sér grein fyrir. Það er alls konar fólk sem fylgir okkur hér og þar. Kiddi: Við höfum farið víða og spilað á mörgum stöðum. Ég hef líka prófað að vera lengi úti að spila en að mörgu leyti er þetta bara skemmtilegra, að halda þessu að mestu heima fyrir en fara af og til að spila í útlöndum. Þurfið þið alltaf að vinna saman þið tveir, m.a. í Baggalúti og Memphis mafíunni? Siggi: Við höfum unnið mikið saman og það hafa alveg komið pínulitlir árekstrar. Kiddi: Við erum mjög ólíkir þannig að eðli- lega koma stundum smá árekstrar. Siggi: Sumir liðir þurrkast upp annað slagið og þá þarf að smyrja þá en við erum bæði góðir vinir og vinnum vel saman. Ég held að það sé okkar styrkur að við erum ekki mjög líkir, við vinnum t.d. á ólíkum hraða og notum mismunandi að- ferðir. Ég kann alla vega mjög vel við að vinna með Kidda og vona að það sé gagnkvæmt. Kiddi: Það er alveg sama hér. Það er eitthvað við þetta pródúserateymi sem við erum, við þurfum oft ekkert mikið að tala saman þegar við erum í stúdíóinu, þetta eru meira hug- skipanir okkar á milli. Það er mjög þægilegt þegar allir eru farnir úr stúdíóinu og við erum bara tveir eftir, þá oft finnst mér þetta fara að ganga. Við höfum átt helvíti margar klukkustundirnar saman, sitthvoru megin við glerið. Hvað er í gangi núna annað en afmælistónleik- arnir í Eldborg 26. sept- ember? Kiddi: Við í Hjálmum g e r ð u m p l ö t u m e ð norskum tónlistarmanni sem heitir Erlend Öye og við erum að fara að spila með honum á tónleikum í Noregi á næstunni. Siggi er búinn að vera að vinna með honum allt árið, spilandi með honum út um allan heim. Þegar maður gerir plötu fyrir alþjóða- markað eins og við gerðum með Norðmanninum þá var þetta allt öðruvísi ferli en við erum vanir. Hér heima er það þannig að maður vinnur að plötu, hún kemur út og síðan er hún orðin gömul eftir þrjá mánuði. Þetta tekur allt miklu meiri tíma úti, eftir að hafa tekið upp plötu tekur kannski ár að „fín- ísera“ hana. Þegar hún er tilbúin tekur útgáfufyrirtækið kannski sex mánuði í að gefa hana út og síðan er henni fylgt eftir alveg í tvö, þrjú ár. Annars fór ég nýlega í heimsókn í gamla stúdíóið hans Jimi Hendrix í New York. Ég á þann draum að Hjálmar fari þangað næst og taki upp næstu plötu. Kiddi: Hjálmar verða með „Best- of “ plötu sem heitir Skýjaborgin, Steini er að gefa út sólóplötu og svo koma Hjálmar út á plötu með Erlend Öye. Hvað ætlið þið að vera lengi í þessu sem Hjálmar? Siggi: Ég er ekki að sjá fram á að við séum að fara að hætta neitt á næstunni. Ég flutti mig reyndar um set og bý nú í Osló. Ég á mér þann draum að geta orðið eins og Roll- ing Stones, að þegar við verðum orðnir 65-70 ára getum við ennþá verið að þessu. Kiddi: Reggíið er nefnilega frekar tímalaus stefna, hún hefur aldrei verið almennilega í tísku og dettur heldur aldrei alveg úr tísku. Það er kannski kosturinn við reggíið, eins og gospelið líka. Siggi: Ekki beinlínis töff. Kiddi: En samt svona, hefur samt alltaf sinn aðdáendahóp. Tónlistarlífið á Suðurnesjum núna – hvað finnst ykkur um það? Kiddi: Þegar við erum að alast upp, þá eru stóru hljómsveitirnar héðan Deep Jimi, Kolrassa Krók- ríðandi, Texas Jesú. Siggi: Þá var Musterið á Hafnargötunni sem var æfingahúsnæðið okkar. Þá var rosa mikið að gera og margir í hljóm- sveitum. Ég verð hreinlega bara að viðurkenna að ég þekki ekki til hljómsveitanna sem eru starfandi hérna núna. Kiddi: En hér í Geim- steini ræður nú ríkjum Björgvin Ívar, barnabarn Rúnars. Á meðan Geimsteinn er hér, þá kemur alltaf einhver ný músík héðan eins og t.d. var Klassart að gefa út nýja plötu sem var tekin upp hér. Á meðan Geimsteinn styður svona við bakið á tónlistarmönnunum sem byrja hér verður þetta í góðu lagi. Það skiptir svo miklu máli að það séu svona fyrirtæki starfandi hér í samfélaginu, ef það væri ekki fyrir Geimstein hvað hefði þá orðið um Hjálma, Valdimar, Klassart og fleiri. Fyrir ungar hljómsveitir er það að koma í stúdíó og taka upp lag rosa mikið mál. Var þetta gott tónlistarlegt um- hverfi til að alast upp í? Siggi: Það var einstakur andi á meðan Rúnar var hérna í kringum okkur, teflandi í tölvunni. Þá sat ég oft einn hér að störfum, Kiddi farinn heim til fjölskyldunnar og þá var mér boðið í mat hérna fyrir ofan, á heimili Rúnars og Maríu. Svo var nú af og til tekinn blundur hérna í gamla sófanum sem náði fram á næsta morgun. Svo mætti Kiddi aftur um morguninn og vinnan hélt áfram. Eftirlætis lag Sigga og Kidda Kiddi: Mér þykir mjög vænt um Hjálmalagið „Leiðin okkar allra“ sem er á þriðju plötunni, sem er einmitt orðið lagið hans Gunnars Nelson þegar hann keppir. Lagið var samið af Steina og textinn af pabba hans. Siggi og Steini spiluðu það einnig í jarðarförinni hans Rúnars Júl. Siggi: Þetta er orðið svo mikið af góðum lögum og ég hreinlega get ekki valið. Spurðu mann sem á 18 börn hvaða barn er uppáhalds, það er ekki hægt að svara því. Hvað finnst gamla Njarðvíkingnum um „nýja Stapann?“ Siggi: Ef ég skoða þessar tvær innréttingar í húsinu þá fannst mér sú gamla vera hentugri fyrir það sem þetta hús stendur fyrir, sem sam- komuhús og ballstaður. Ég var ekki að finna mig í þessum greniskógi sem þetta er orðið. Ef það væri ekki fyrir Geim- stein hvað hefði þá orðið um Hjálma, Valdimar, Klassart og fleiri. Fyrir ungar hljóm- sveitir er það að koma í stúdíó og taka upp lag rosa mikið mál

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.