Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 17.07.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 17. júlí 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Keflvíkingar komu, sáu og sigruðu á Spáni XXKeflvíkingar komu sáu og sigr- uðu á körfuboltamóti á Lloret De Mar á Spáni í 10. og 11. flokki karla. Keflavík átti ekki í erfið- leikum með sína leiki og voru félagi sínu til sóma. Strákarnir spiluðu þrjá leiki í riðlakeppn- inni og unnu þá með allt frá tólf til 60 stigum. Lið frá Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Íslandi léku á mótinu. Undanúrslitaleikurinn var leikur við íslenska liðið Ármann, en hann unnu Keflvíkingarnir örugglega og tryggðu sér því sæti í úrslita- leiknum. Þeir öttu kappi við tyrkneskt lið í úrslitum og höfðu þar öruggan 25 stiga sigur. Á milli leikja voru strákarnir að sóla sig á sund- laugarbakkanum eða á ströndinni. Þeir fóru einnig í vatnsleikjagarð og heimsóttu stærsta leikvang í Evrópu, sjálfan Nou Camp sem er heimavöllur knattspyrnuliðsins Barcelona. Þess má geta að Njarð- víkingar léku í sama móti í fyrra og enduðu í 3. sæti. -íþróttir pósturX eythor@vf.is Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason stimplaði sig inn í sænska boltann með því að skora sitt fyrsta mark um helgina. Arnór sem leikur með Norrköping skoraði eftir aðeins 11 sekúndur þegar lið hans tók á móti Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni, en leiknum lauk með 3-5 sigri Djurgarden. Arnór gerði sér lítið fyrir og lagði líka upp mark og var valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á heimavelli. Arnór hefur ekki leikið mikið með liðinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Arnór lék fyrstu 78 mínúturnar í leiknum en lið hans er nú í 8. sæti með 16 stig eftir 14 leiki. Arnór undirbjó sig afar vel fyrir leikinn og ekki sakaði fyrir hann að fá þessa óskabyrjun. „Það var fínt að fá svona vítamínsprautu í upphafi leiks en ég fann mig vel eftir það,“ segir Arnór hógvær. Arnór er vongóður um það að finna fyrra form en hann segir það hafa tekið nokkuð á að sitja á hliðarlínunni meiddur. „Það tekur mikið á andlegu hliðina að vera svona meiddur. Ég er með kærust- una með mér og hún er dugleg að stappa í mig stálinu,“ segir Arnór en hann hefur lagt gríðarlega hart að sér og setur mikla pressu á sjálfan sig. Arnór segist finna sig vel í Svíþjóð og deildin þar er að hans mati jöfn og spennandi. „Hér er flott umgjörð í kringum alla leiki og ég get alls ekki kvartað,“ segir miðjumaðurinn sem óðum er að venjast atvinnumannalífinu. Samúel Þór yngri bróðir Arnórs kom í heimsókn til Norköpping ásamt fjölskyldunni á dögunum. Hann er efnilegur knattspyrnu- maður og Arnór kom því í kring að Samúel fékk að æfa með unglinga- liði liðsins. „Honum gekk mjög vel, þannig að þeir vita af honum í nán- ustu framtíð,“ segir Arnór léttur í bragði. X■ Arnór skoraði eftir 11 sekúndur Fyrsta markið í sænska boltanum Sigurbergur Bjarnason er ungur og efnilegur knatt- spyrnumaður uppalinn í Njarð- vík en hefur verið að spila með Keflavík síðustu ár. Hann er að fara til Kína í ágúst með U-15 landsliðinu til þess að spila á Ól- ympíuleikum æskunnar. „Það leggst bara mjög vel í mig að fara til Kína, ég er virkilega spenntur fyrir þessu landsliðsverkefni og það er mjög mikill heiður að vera valinn í þetta lið,“ sagði Sigur- bergur. Landsliðið vann Arm- eníu og svo Moldóvíu til þess að komast á Ólympíuleikana. „Ég hef einu sinni áður farið með landsliðinu út og það var til Sviss í fyrra, þá unnum við okkur þátt- tökurétt til þess að fara til Kína á Ólympíuleikana.“ Hilmar Mcshane er nýr liðsfélagi Sigurbergs í Keflavík en hann fer einnig til Kína með íslenska liðinu. „Við Hilmar erum tveir úr Kefla- vík sem fara, hann er nýkominn í Keflavík og hann hefur verið gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir okkur.“ Ólympíuleikarnir fara fram í borginni Nanjing og keppendur dvelja í ólympíuþorpi í borginni. „Við förum út 11. ágúst og verðum í ólympíuþorpi þar sem allir sem munu keppa á leikunum munu gista. Þetta er í annað sinn sem Ól- ympíuleikar æskunnar eru haldnir, en ég er ekki alveg klár á leikskipu- laginu.“ Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson er þjálfari liðsins en hann hefur 16 ára reynslu sem þjálfari knatt- spyrnuskóla KSÍ og á tæplega 200 leiki með yngri landsliðum. „Það er frábært að hafa Frey, hann er algjör snillingur, hann hefur farið í mörg landsliðsverkefni og maður getur treyst vel á hann.“ En hvað gera leikmenn liðsins á milli leikja? „Þá erum við bara uppi í herbergi að hlusta á góða tónlist og svo heldur Freyr stundum fyrir- lestra. Svo er líka bara mjög góð stemming hjá liðinu, það eru allir félagar og ekkert vesen. Freyr er líka mikill skemmtikraftur, hann kann það alveg.“ Faðir Sigurbergs, Bjarni Jóhanns- son er landsþekktur og reynslu- mikill þjálfari en hann hefur þjálfað lið á borð við Breiðablik, ÍBV, Fylki, Stjörnuna og er að þjálfa KA í dag. „Pabbi er búinn að vera að hjálpa mér virkilega mikið, hann er búinn að vera að kenna mér leikskilning- inn í þessum stöðum sem ég er að fara spila í á vellinum. Ég hef fengið mikinn stuðning frá fjölskyldunni, mamma er einnig mjög dugleg að fara með mig á æfingar.“ Sigurbergur er Íslandsmeistari með 4. flokki en nú er hann á yngra ári í 3. flokki. „Það hefur ekki gengið alveg nógu vel hjá okkur í sumar, við erum í næstneðsta sæti með 3 stig, þetta er búið að vera erfitt hjá okkur. Hin liðin eru líka mjög sterk en við þurfum bara að fara að rífa okkur í gang.“ sagði Sigurbergur. X■ Mikill heiður að fá að spila fyrir landsliðið Hef fengið mikinn stuðning frá fjölskyldunni www.vf.is 83% LESTUR +

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.