Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 28. ágúst 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 NASKEF REUNION 6. september 2014. Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð í Ocera klúbbnum, laugardaginn 6. september. Húsið opnar kl. 17:00 og dagskrá hefst kl. 17:30. Fyrrum starfsmenn og verktakar varnarliðsins boðnir sérstaklega velkomnir. Rútuferðir fyrir þá sem óska frá Ocera klúbbnum á Ljósanótt í Reykjanesbæ til að njóta ugeldasýningarinnar um kvöldið. Allir þátttakendur fá happadrættismiða þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Bókanir fara fram á www.keanding.com Nánari upplýsingar á heimasíðu, á info@keanding.com og í síma 865-9893. Lausn á flugöskumálum var stærsta einstaka málið í rekstri Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, á síðasta ári. Flugaskan hefur verið vandamál stöðvarinnar í heilan áratug en lausn hefur nú verið fundin á förgun öskunnar með samningi við norska fyrirtækið Noah. Aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja var haldinn í síðustu viku. Þar kom fram að mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrir- tækisins til betri vegar. Flugaskan til Noregs Kostnaður við að farga öskunni sem hefur safnast upp sl. 10 ár er á bilinu 140-150 milljónir króna, sem þýðir um 14-15 milljónir króna á ári. Flugöskunni er safnað saman í reykhreinsibúnaði sorp- eyðingarstöðvarinnar en notaður er sérstakur sóti, ekki ósvipaður matarsóda, en árlegur kostnaður við hann er nærri þrjátíu millj- ónum króna. Samtals höfðu um 4000 tonn af flugösku safnast upp hjá fyrirtækinu á síðustu 10 árum en askan var geymd á sekkjum í geymsluhúsnæði í Garði, Sand- gerði, á athafnasvæði gömlu sorp- eyðingarstöðvarinnar við Hafna- veg og einnig í Helguvík. Fyrr í sumar kom skip frá Noah og sótti stærstan hluta öskunnar. Skipið er svo væntanlegt aftur um miðjan september til að sækja restina. Askan er meðhöndluð þar og síðan komið fyrir ofan í gömlum kalk- steinsnámum á eyju í firði inn af Oslóarfirði í Noregi. Nú standa yfir samningaviðræður við norska fyrirtækið um að taka við þeirri ösku sem fellur til í framtíðinni. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, segir að þær viðræður gangi vel. Eina sorpbrennslustöð lands- ins Kalka er eina sorpbrennslustöðin á landinu en Jón vill þó ekki meina að sorpbrennslustöðin sé tíma- skekkja því stefnan í landinu sé að auka flokkun og endurvinnslu, draga úr urðun og auka brennslu. Jón segir þó að á næstu árum muni rekstur Kölku örugglega breyt- ast. Hugsanlega komi nýir aðilar að rekstri stöðvarinnar og þá úr hópi þeirra sem þurfa að nýta sér brennslu sorps. Yfirvöld í landinu segja að það þurfi að vera a.m.k. ein sorpbrennsla í landinu til að eyða úrgangi sem krafa er um að brenna, eins og spilliefni og sóttmengaður úrgangur. Jón sér því jafnvel fyrir sér aðkomu ríkisins og fleiri aðila að sorpbrennslunni. Jón segir jafnframt að í dag sé kallað eftir aukinni endurvinnslu og þá búa heimili á Suðurnesjum við þá staðreynd að íbúar höfuð- borgarsvæðisins borga helmingi minna fyrir sorphirðu og sorpeyð- ingu. Menn geti velt upp spurn- ingum um hvort skynsamlegt sé að breyta rekstrarformi Kölku í hluta- félag, hvort sameinast eigi Sorpu. Framtíðin gæti orðið sú að íbúar á Suðurnesjum flokki sitt sorp. Það sem ekki fari til endurvinnslu yrði hins vegar baggað á Suðurnesjum og urðað á höfuðborgarsvæðinu. Kalka fengi þá annað hlutverk. Hún gæti stækkað og séð um brennslu á öllu því sorpi sem þarf að brenna hér á landi. Heimilissorp úr Vestmanna- eyjum í Kölku Nýir viðskiptavinir hafa komið til sögunnar og auk þess að brenna öllu heimilissorpi á Suðurnesjum, þá brennir stöðin í Helguvík einn- ig nær öllu heimilissorpi frá Vest- mannaeyjum. Einnig kemur mikið af sorpi til eyðingar frá gáma- þjónustufyrirtækjum af höfuð- borgarsvæðinu. Þá kemur allur sóttmengaður úrgangur, t.d. frá sjúkrahúsum og spilliefni til eyð- ingar í Kölku. Afkastageta Kölku er brennsla á 12.500 tonnum á ári en á síðasta ári brenndi stöðin tæpum 11.000 tonnum. Tekið á skuldavanda Árið 2010 skuldaði Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja 1.350 milljónir króna og staða eigin fjár var nei- kvæð um 600 milljónir króna. Sameiginleg ábyrgð sveitarfélag- anna kom í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækisins.Eftir yfirgripsmiklar samningaviðræður við Íslands- banka, sem er viðskiptabanki fyrir- tækisins, hafa langtímalán fyrir- tækisins lækkað um 500 milljónir króna á síðustu fjórum árum og segir Jón Norðfjörð að sannarlega munu þessar lækkanir á lánastöð- unni skipta sköpum hvað varðar rekstrarhæfi fyrirtækisins til fram- tíðar. Þá hefur fyrirtækið einnig greitt upp yfirdrátt upp á 178 millj- ónir króna þannig að rekstur fyrir- tækisins er allt annar í dag en hann var fyrir aðeins fáeinum árum. Fyrirbyggjandi viðhald Kalka er 10 ára um þessar mundir. Það mæðir mikið á búnaði stöðvar- innar við sorpbrennsluna. Þannig er hitinn í brennsluofninum um 600 gráður og þær gufur og gas- tegundir sem koma frá ofninum fara í gegnum eftirbrennslu sem er um 1100 gráðu heit. Að sögn Jóns er nú lögð áhersla á fyrir- byggjandi viðhald við brennslu- línuna, enda er hún hjartað í sorp- eyðingarstöðinni. Þannig er fylgst vel með brennslulínunni, steypt er í brennsluofninn á hverju ári og allt tölvukerfi brennslunnar var endurnýjað á síðasta ári en það var orðið um 10 ára gamalt. Brunakerfi í brennslustöðinni var endurnýjað og einnig öryggismyndavélakerfið. Gjaldtaka skiptir sköpum fyrir Kölku Jón segir að gjaldtaka á gáma- plönum skipti sköpum fyrir rekstur Kölku og hann segist hafa orðið undrandi á þeirri tillögu sem kom fram í Reykjanesbæ á sínum tíma þar sem lagt var til að gjald- tökunni yrði hætt. Á aðalfundi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja á dögunum tók Jón umræðu um hvert fyrirtækið vildi stefna í gjald- tökumálum. Hann fór yfir hvernig gjaldtökumálum var háttað áður og sagði frá hverju hefur verið breytt og af hverju. Sorpgjöld sem lögð eru á íbúðaeig- endur á Suðurnesjum hafa þróast í að verða með þeim hæstu hér á landi. Núverandi stjórnendur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hafa talið þetta algjörlega óá- sættanlegt og lagt mikla áherslu á að breyta þessu. „Við skoðun á rekstri fyrirtækisins aftur í tímann kemur í ljós að þegar rekstrarvandinn jókst voru sorp- gjöldin hækkuð. Það var hin auð- velda leið að fara. Viðskiptaaðilum fyrirtækisins var verulega mis- munað með verðlagningu á þann ■■ Kalka orðin tíu ára: Flugaskan til Noregs og umtalsverð lækkun skulda - gjaldfrjálsir umhverfisdagar kostuðu 8-10 milljónir -viðtal pósturu hilmar@vf.is Jón Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri Sorpeyð- ingarstöðvar Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi Frá útskipun á flugöskunni frá Njarðvíkurhöfn í sumar. Flutningaskipið með flugöskuna siglir fyrir Garðskaga á fallegu sumarkvöldi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.