Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 16
16 fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR Erna Geirmundsdóttir, Geirmundur Sigvaldason, Ásdís Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ingi Sigvaldason, Auður Gunnarsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, Kristinn Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigvaldi Guðni Jónsson, Sóltúni 15, Keflavík, lést föstudaginn 10. október á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Jarðsungið verður í Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21 október kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir. -aðsent pósturX vf@vf.is Ak u r s k ó l i í Innri-Njarð- vík er á sínu tíunda starfsári. Þegar skólastarf hófst haustið 2005 voru um 80 nemendur í skólanum en í dag eru þeir um 460. Innri-Njarðvík er hverfi í uppbyggingu og þjónar skólinn tveimur hverfum, Tjarnarhverfi og Dalshverfi. Á meðan Dals- hverfi byggist upp og ekki hefur verið ráðist í byggingu nýs skóla í því hverfi er eðlilegt að nokkur fjölgun nemenda verði í Akur- skóla. Við í Akurskóla fundum fyrir þessu í haust þegar fjölgun nemenda í skólanum á milli skóla- ára var um sextíu. Bæjaryfirvöld hafa brugðist mjög hratt og vel við þessari öru fjölgun nemenda. Tveimur lausum kennslu- stofum hefur verið komið fyrir á skólalóðinni ásamt því að smíða- stofu hefur verið skipt upp í smíða- stofu og almenna kennslustofu. Báðar þessar aðgerðir heppnuðust mjög vel og nú fer vel um alla 460 nemendur og 70 starfsmenn Akur- skóla. Akurskóli byggir á hugmynda- fræði opinna skóla og rúmar hvert kennslurými skólans 65-75 nem- endur. Auk þess eru í skólanum fjórar „hefðbundnar“ kennslustofur ásamt vel búnum list- og verk- greinastofum. En skóli er ekki einungis bygging og fín húsgögn. Líðan nemenda, ánægja þeirra með skólann, viðhorf foreldra og ánægja starfsmanna segir mikið um starfsemina sem fram fer í byggingunni. Á hverju ári fara fram víðtækar kannanir í skólanum. Nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans eru spurðir út í vellíðan, árangur og ánægju. Undanfarin tvö ár hefur Akur- skóli komið afar vel út úr þessum könnunum. Nemendur skólans eru rétt yfir meðaltali í vellíðan í skóla og tíðni eineltis er nokkuð undir meðaltali landsins. Þá telja nem- endur Akurskóla sig eiga í betra sambandi við kennarann sinn en almennt gerist, samsama sig betur nemendahópnum og taka virkari þátt í tímum en meðalnemandi á landinu. Þegar foreldrar eru spurðir um skólann kemur í ljós að þeir eru mjög ánægðir með stjórnun skólans og ánægja þeirra marktækt hærri (7,2%) en meðaltal á landsvísu. Þeim finnst hæfilegur agi í skól- anum, eru sértaklega ánægðir með eineltisáætlun skólans, úrvinnslu eineltismála og hraða í vinnslu mála sem upp koma. Þegar starfsmenn skólans eru spurðir þá er viðhorf þeirra til skólans almennt mjög gott. Þeir eru mjög ánægðir með starfsaðstöðu sína og stjórnun skólans og eru þar marktækt (1,1%) yfir landsmeðal- tali. Allar þessar niðurstöður má sjá í sjálfsmatsskýrslu skólans sem finna má á heimasíðunni hans. Á næsta skólaári stefnir í að aftur verði fjölgun í Akurskóla. Við erum að útskrifa 32 nemendur úr 10. bekk og búumst við um 55 nemendum í 1. bekk. Þetta kallar á aðgerðir og eru þær nú í undirbúningi hjá bæjarfélaginu eftir tillögur frá öllu skólasamfélaginu, starfsmönnum Akurskóla, stjórnendum og for- eldrum. Rétt viðbrögð eru að gera áætlanir um umbætur en ekki að tala skólastarf niður með röngum upplýsingum. Ég vil þakka foreldrafélagi Akur- skóla fyrir málefnalegan kaffihús- fund um stöðu skólans miðviku- daginn 8. október. Ég fékk þar gott tækifæri til að hitta foreldra og spjalla við þá um það sem brann á þeim og snertir skólastarfið. Sigurbjörg Róbertsdóttir Skólastjóri Akurskóla X■ Sigurbjörg Róbertsdóttir Skólastjóri Akurskóla skrifar: Akurskóli - skóli í uppbyggingu Góð heilsa er forsenda vel- líðunar og lang- lífis. Gildir þetta jafnt um menn og dýr. Þar sem ævi hunda og katta er mun styttri en manna eru árlegar heilsufarsskoðanir sérstaklega þýðingarmiklar fyrir þá fyrr- nefndu. Heilsufarsskoðun felur í sér klín- íska skoðun þar sem dýralæknirinn athugar almennt líkamlegt ástand dýrsins. Vægar eyrnabólgur, augn- þurrkur, tannvandamál og húð- sýkingar eru dæmi um sjúkdóma sem uppgötvast reglulega við slík tilefni og í sumum tilvikum er um að ræða langvarandi ástand sem eigandinn hafði ekki gert sér grein fyrir. Mjög mismunandi er hvernig og að hve miklu leyti dýrin sýna merki um sjúkdóma og geta þau farið mjög leynt. En því fyrr sem hægt er að hefja meðferð við slíkum einkennum því betra. Auk þess að skoða dýrið með tilliti til heilsufars getur dýralæknirinn ráðlagt um fóðrun, hreyfingu og margt fleira sem snýr að dýrinu. Þónokkuð er um arfgenga sjúk- dóma í hundum sem eru bundnir við ákveðnar hundategundir og mikilvægt er fyrir eigendur að gera sér grein fyrir þeim, ekki síst ef þeir hafa hugsað sér að para þá. Sem dæmi er cavalier hundum hætt við hjartalokusjúkdómum og hné- skeljalos er fremur algengt hjá pa- pillion og chihuahua. Að lokum eru dýrin bólusett eftir þörfum og ormahreinsuð en ár- leg meðhöndlun hunda og katta gegn spóluormum er lögbundin á Íslandi. Smit getur borist í dýr á mismunandi hátt og komi upp sýking er fyrir öllu að lyf séu notuð á réttan hátt. Sem dæmi má nefna að tíkur og læður geta smitað af- kvæmi sín á meðgöngu með lirfum sem hafa legið í dvala. Ormalyf ná ekki til slíkra lirfa og því eru mörg dæmi um að hvolpar og kettlingar fæðist með spóluorma í meltingar- veginum. Sem betur fer eru orm- asýkingar ekki eins algengar hér á landi og víða erlendis. En hætt er við að sú staða breytist ef eigendur vanrækja skyldur sínar. Öll gerum við okkur grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu. Margir leggja mikla rækt við líkama og sál með hreyfingu og góðu mat- aræði og hafa ýmsar leiðir til að bæta líðan ef veikindi sækja að. En gleymum ekki að við berum einnig fulla ábyrgð á gæludýrunum okkar og velferð þeirra. Hrund Hólm dýralæknir út- skrifaðist frá Dýralækna- háskólanum í Noregi árið 2001 og hefur rekið Dýralæknastofu Suðurnesja frá árinu 2004. X■ Hrund Hólm dýralæknir skrifar: Árleg heilsufarsskoðun gæludýra - hvers vegna? Hefur þú alltaf stefnt á há-skólanám en hefur ekki lokið framhaldsskóla? Keilir býður nú upp á aðfararnám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfararnám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Há- skólabrúar. Námið fer fram í formi fyrirlestra og verkefna en auk þess eru taðlotur þrisvar á önn. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á slóðinni www.haskolabru.is Nýtt tækifæri til náms Hátt í 1.200 einstaklingar hafa lokið námi í Háskólabrú Keilis og hefur námið undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmið- aða þjónustu og stuðning við nem- endur, ásamt því að miða kennslu- hætti við þarfir fullorðinna nem- enda. Miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Skipu- lag námsins hentar fullorðnum námsmönnum einstaklega vel þar sem kennt er í lotum, nemendur einbeita sér að einum áfanga í einu sem tekur um fimm vikur. Nýstárlegir kennsluhættir í framsæknu skólaumhverfi Keilir er leiðandi aðili í vendinámi eða speglaðri kennslu. Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynn- ingar kennara eru vistuð á netinu og geta nemendur horft á þau eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nemendur vinna aftur á móti heimavinnuna í skólanum, oft í verkefnum, undir leiðsögn kennara. Kennslustundir í skól- anum verða fyrir vikið frábrugðnar hefðbundinni kennslu. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt. Nýtt nám hjá Keili - Háskólabrú með vinnu Matsþættir Niðurstaða N Viðmið N Mismunur 2.1 Starfsánægja 5,2 59 4,9 2.807 0,3 2.2 Starfsandi innan skólans 4,9 60 4,7 2.679 0,2 2.3 Stjórnun skólans 6,0 58 4.8 2656 1,1* 2.4 Upplýsingastreymi innan skólans 5,2 60 4,9 2.797 0,3 2.5 Starfsaðstaða í skólanum 5,8 60 4,8 2797 1,0* Ástkær dóttir, tengdadóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Guðbjörg Elsie Einarsdóttir, Brekkustíg 35c, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 11. október 2014. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 21. október kl. 12:00. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks legudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja D-álmu. Guðbjörg Jóhanna Vagnsdóttir, Dagga Lis Kjærnested, Vilhjálmur Vagn Steinarsson, María I. Vilborgardóttir, Sæmundur Örn Kjærnested, Bylgja Pálsdóttir, Jón Oddur Sigurðsson, Gunnar Örn Arnarson, Soffía Rún Skúladóttir, og barnabörn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.