Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 4
4 fimmtudagurinn 23. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR BÓ KM EN NT AK VÖ LD Í B ÓK AS AF NI NU Í G AR ÐI Viðburðirnir eru samstarfsverkefni almenningsbókasafnanna á Suðurnesjum „Kynning á bókmenntaarfinum“ og styrktir af Menningarráði Suðurnesja. PANTONE 3135 PANTONE 4505 C 100 M 0 Y 16 K 11 C 0 M 15 Y 70 K 50 Leturgerð: Letter Gothic STD Bold BÓKMENNTAKVÖLD Í BÓKASAFNINU Í GARÐI 23. október kl. 20:00 Suðurnesjakonan Kristrún Guðmundsdóttir, bókmennta- fræðingur, skáld og kennari ætlar að lesa upp úr verkum sínum og ræða við viðstadda um þau, sem mörg hver tengjast Suðurnesjunum. Auk þess mun hún lesa nokkur ljóð úr nýrri ljóðabók sem kemur út á næsta ári. Bókasafnið í Garði er til húsa í Gerðaskóla. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. vinalegur bær Ný heimasíða Dósasels var opnuð í tilefni af 37 ára af- mæli þess fyrir skömmu. Jóhann Kristbjörnsson, eigandi Skissu ehf., hannaði síðuna og gaf Dósa- seli. Ívar Egilsson opnaði síðuna og meðal viðstaddra var þing- maðurinn Ásmundur Friðriks- son. Við sama tilefni færði Steindór Gunnlaugsson hjá Dynjandi heild- verslun, starfsfólki Dósasels vinnu- fatnað, þ.e.a.s. vesti og sólgleraugu. Velunnurum félagsins voru færðar þakkir. Guðnýju Óskarsdóttur, sem gaf afrakstur af sölu mál- verka eftir bróður hennar heitinn, Árna Óskarsson. Þá voru Gunn- ari Björnssyni og Alexöndru Mark Hauksdóttur veitt viðurkenningar- skjöl fyrir áheit vegna 10 og 21 km hlaups í Reykjavíkurmaraþoni og Bóa hjá Duus voru færðar þakkir fyrir meðlætið sem var í boði. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson við tilefnið. Dósasel fékk vef- síðu í afmælisgjöf – Ýmsar viðurkenningar veittar af sama tilefni. Rauði krossinn á Suður-nesjum gerir ráð fyrir að taka á móti allt að 1500 Sunn- lendingum í fjöldahjálparstöðvar á Suðurnesjum komi til eldgoss í Bárðarbungu. Rauði krossinn undirbýr nú mögulega rýmingu á Suðurlandi þar sem tekið yrði á móti 13.500 íbúum af Suður- landi. Notast verður við skóla á Suðurnesjum og húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þrjár fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar á Suðurnesjum sl. sunnu- dag í landsæfingu Rauða kross Íslands. Sjálfboðaliðar RKÍ stóðu þar vaktina rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að. Á síðustu vikum höfum við sem búum á þessari eyju í Norður-Atlantshafi verið rækilega minnt á kraft óút- reiknanlegra náttúruafla. Hættan er ætíð til staðar fyrir alla sem hér eru staddir, þar sem neyð gæti orðið raunin á örskammri stundu. Skapist alvöru neyð er mikilvægt fyrir alla landsmenn, og gesti okkar einnig, að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól. Nokkuð stöðugur straumur fólks var á fjöldahjálparstöðvarnar á sunnudag þar sem boðið var upp á matarmikla kjötsúpu. Sögðu Rauðakrossfélagar að æfingin væri góður undirbúningur fyrir hugsan- lega móttöku Sunnlendinga á flótta undan gosi í Bárðarbungu. -fréttir pósturu vf@vf.is X■ Rauði krossinn á Suðurnesjum: Undirbúa móttöku allt að 1500 Sunnlendinga Gestir fjöldahjálparstöðvarinnar gæddu sér á matarmikilli kjötsúpu. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Myndavélavöktun skilar árangri XuFyrir nokkrum misserum var ákveðið að ráðast í tilraunaverk- efni með Securitas um uppsetn- ingu öryggismyndavélar við inn- akstur að þéttbýlinu í Vogum. Að fenginni reynslu var ákveðið að ráðast í kaup á slíkum búnaði. Nú hefur verið gengið frá upp- setningu hans og tengingum. Um búnað sem þennan gilda strangar reglur, m.a. þarf leyfi frá Persónuvernd til uppsetningar- innar. Myndavélarnar geyma upp- tökur af umferð um veginn inn í bæinn í tiltekinn tíma, en einungis er heimilt að nota þær upplýsingar af lögreglu og í löggæslutilgangi. Frá því að öryggismyndavélin var fyrst sett upp hefur ekkert inn- brot verið skráð í Vogunum af lög- reglunni, svo vonandi hefur þessi búnaður tilætlaðan fælingarmátt, segir í frétt frá Sveitarfélaginu Vogum. Öryggi í gæðum neysluvatns sé haft í fyrirrúmi XuMengunar varð vart í vatns- bóli Sveitarfélagsins Voga í upphafi septembermánaðar sl. Mengunin hvarf á nokkrum dögum. Bæjarráð Voga fjallaði um greinargerð Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja á síðasta fundi sínum. Í greinargerðinni er fjallað um aðgerðir bæði til skemmri og lengri tíma. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga álítur mikilvægt að málefni vatnsveitu og öryggi í gæðum neysluvatns séu höfð í fyrirrúmi. Þá óskar sveitarfélagið eftir við- ræðum við HS Veitur um fram- tíðarlausn í málefnum neyslu- vatns, þ.e. öflunar, miðlunar og dreifingar þess í sveitarfélaginu. Árshátíð Félags eldri borgara á Suðurnesjum Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur árshátíð sína laugardaginn 1. nóvember 2014 á Ránni. Eyjólfur Eysteinsson, formaður FEBS flytur ávarp. Veislustjóri Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. Sigurbjörg Eiríksdóttir á léttu nótunum. Die Jodlerinnen skemmta. Atriði úr „Með ryk í auga“ með Leikfélagi Keflavíkur. Happdrætti með fjölda glæsilegra vinninga. Húsbandið leikur fyrir dansi. Matseðill: Fordrykkur. Logandi lamb á teini með gratineruðum kartöflum, gufusoðnu grænmeti og rauðvínssósu. Jarðaberjaterta með súkkulaði og rjóma. Miðasala og borðapantanir á Nesvöllum föstudaginn 24. október frá kl.15:30 - 18:00 (Tökum ekki kort) Miðaverð er kr. 6500. Skemmtinefnd FEBS HÚÐLÆKNIR Er með móttöku í Keavík að Suðurgötu 2 (fyrir ofan Lyf og heilsu ) Tímabókanir í síma 4213200. Helga Hrönn Þórhallsdóttir Sérgrein: Húðsjúkdómar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.