Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 14
14 fimmtudagurinn 23. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2014. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.  viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2014. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, undir gagnasafn og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015 Hefur þú áhuga á heilsueflandi skólastarfi? Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkja. Við leitum að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið í að tileinka sér starfsaðferðir og hugmyndafræði leikskólans. • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og uppbyggjandi samskiptum. • Er tilbúið í að taka þátt í öflugri starfsþróun. • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram við að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn. Skólarnir fylgja sameiginlegum matseðli í takti við Næringarstefnu Skóla ehf. en það verkefni hlaut tilnefningu til Orðsporsins 2014. Kjör kennara eru samkvæmt sérsamningi Skóla við Félag leikskólakennara. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um! Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ Auglýsir eftir: • Deildarstjóra í 100% starf frá og með áramótunum þ.e. 1.janúar 2015. Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn. Nánari upplýsingar veitir: Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/ Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. La s störf í leikskólum hjá Skólum ehf. Allir leikskól r Skó a ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áhersl á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfél g þa sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem: tilbúið til að tileinka sér starfsaðfe ð r leikskólans • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum • Er tilbúið til ð taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stu dvíst, samviskusamt og leggur sig fram um ð velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um! Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ Auglýsi eftir: • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 100% stöðu • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum st rfsm nni í 50% stöðu Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn. Nánari upplýsingar veitir: Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.leikskolinn.is/haaleiti/ undir „Um leikskól n “. Heilsuleikskólar Skóla eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. -viðtal pósturu hilmar@vf.is Flugfélög og ferðaþjónustuað-ilar hafa auglýst Keflavíkur- flugvöll sem Reykjavík Internatio- nal. Þuríður Halldóra Aradóttir verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness hefur í sumar farið í umræðu við flugfélögin um að nota ekki Reykjavík Internatio- nal þegar þau eru að kynna Kefla- víkurflugvöll og nota frekar Kefla- vík International. Þuríður segir í samtali við Víkurfréttir að vel hafi verið tekið í erindi Markaðsstofu Reykjaness. „Ég fékk þetta viðfangsefni inn á borð hjá mér í vor, en þetta hefur komið upp af og til á undanförnum árum. Ég þekki ekki alveg söguna eða af hverju þetta byrjar í upphafi en líklega til að tengja völlinn við höfuðborgina eins og gert er víða um heim, þ.e. Reykjavík – Kefla- vík (KEF). Síðan hefur þetta eitt- hvað snúist innan fyrirtækjanna og endað í Reykjavík International, sem er í rauninni ekki til og er rangt og hefur valdið misskilningi hjá er- lendu gestum okkar. Nokkur dæmi eru um það að erlendir aðilar sem fljúga eiga erlendis, mæti á Reykja- víkurflugvöll í innritun,“ segir Þur- íður í samtali við Víkurfréttir. Nú er mikil umræða innan ferða- þjónustunnar um gæði og mikil- vægi þess að gefa réttar upplýsingar til gesta okkar svo að þeir upplifi Ísland á jákvæðan hátt og fái góða mynd af landi og þjóð. „Því ættu réttar upplýsingar um hvað er al- þjóðaflugvöllurinn Keflavík (Kefla- vík International KEF) og innan- landsf lugvöllurinn Reykjavík (Reykjanvík domestic REY) ekki að vera nein undantekning. Þetta kann að hljóma mjög lítilvæglegt mál í hugum margra en það er svo oft sem lítill neisti getur valdið stóru báli og því er mikilvægt að við gefum frá okkur réttar upplýsingar strax í upphafi. Við höfum lagt um með það að það þurfi í sjálfu sér ekki að taka Reykjavík út úr menginu en að passa upp á það að Keflavík verði ekki tekið út og notast verði við merkinguna Reykjavík-Keflavík (KEF) líkt og gert er t.d. við Stock- holm-Arlanda og fleiri staði“. Markaðsstofa Reykjaness lagði þetta fyrir ferðaskrifstofunefnd SAF (Samtök ferðaþjónustunnar) í vor sem tók mjög vel í erindið og síðan þá hafa samtökin unnið að því að þeirra aðilar sýni gott fordæmi og leiðrétti þetta innan sinna raða. „Það hefur virkað vel og hafa ferða- skrifstofur og rútufyrirtæki tekið vel í þetta og breytt þessu hjá sér. Þá ætlar SAF að vinna þetta áfram með okkur, auk Ferðamálastofu. Þá skilst mér að það liggi einnig fyrir erindi hjá ISAVIA um málið,“ segir Þur- íður Halldóra Aradóttir, verkefna- stjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness, í viðtali við Víkurfréttir. Ferðaþjónustan noti ekki Reykjavík International – Réttar upplýsingar um aðlþjóðaflugvöllinn skipta miklu máli Þuríður Halldóra Aradóttir verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.