Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 6
6 fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 -viðtal pósturX vf@vf.is „Við erum búin að vera að grenja úr hlátri í sex vikur. Þetta er ofsa- lega skemmtilegur hópur og til- valinn félagsskapur fyrir fólk sem er ekki mikið í íþróttum eða öðrum áhugamálum. Þetta er mikil vinna, sem er líka skemmti- legt, og ég þarf á því að halda að henda mér í þetta og svala at- hyglissýki minni framan í bæjar- búa,“ segir Berglind Bjarnadóttir, leikkona hjá Leikfélagi Kefla- víkur en revían Með ryk í auga verður frumsýnd á föstudag. Revíur hafa jafnan verið vinsæl- ustu verk Leikfélags Keflavíkur í gegnum tíðina. „Við erum dálítið klúrin og beinskeytt og það má alveg. Þetta er mjög skemmtilega sett upp. Það urðu bæjarstjórna- skipti í Reykjanesbæ og nýjar per- sónur sem koma fyrir. Það er ekki verið að gera lítið úr neinum, aðal- lega skjóta á fólk. Sumir móðgast, það hafa ekki allir sama húmor. Það þarf enginn að óttast að verða niðurlægður.“ Leikur fimm hlutverk Félagar í leikfélaginu hafa undan- farnar vikur búið til sketsa og samið texta við lög sem allir þekkja. Svo eru gervi búin til og stíll fundinn fyrir hvert hlutverk. „Spennan er mikil um á hvern verður skotið og hver verður tekinn fyrir. Hjálmar Hjálmarsson leikstjóri skipar í hlutverk eftir sönggetu og ýmis konar hæfni til að allt passi sem best. Ég leik fimm hlutverk, þar af eina sem er ljóshærð og aðra sem er dökkhærð. Við erum fjórar kon- ur í þetta sinn og kvenhlutverkin skiptast á milli okkar. Við erum færri sem tökum þátt en alla jafna í þessum uppfærslum. Veit ekki hvað veldur,“ segir Berglind. Fékk trommukjuða í augað Til að koma sér enn betur inn í hlutverkin skellti leikhópurinn sér á bæjarstjórnarfund í síðustu viku. „Við lifðum okkur inn í per- sónurnar. Það var líka skemmtilegt fyrir þau því þau tóku eftir okkur, vitandi að við munum leika þau. Gaman að kíkja á svona fund rétt fyrir frumsýningu,“ segir Berglind. Þá segir hún að oft gangi mikið á í undirbúningi á æfingum og lítið megi út af bregða. „Í búningsklef- anum hef ég t.d. skamman tíma til að skipta úr einu hlutverki í annað. Á æfingu um helgina kom ég alltof seint á svið því hamagangurinn var svo mikill að einhverjir trommukj- uðar stóðu upp úr einhverju og ég rak augað í einn þeirra. Ég var heil- lengi að tárast og kom hlaupandi fram á svið með aðra hönd fyrir öðru auganu. Þetta reddast þó allt saman og maður er orðinn ansi klár í að hendast úr einu hlutverki í annað.“ Álagið algjörlega þess virði Berglind starfar sem verslunarstjóri hjá Samkaup-Strax við Hringbraut í Reykjanesbæ. Spurð um hvort leiklistarlífið sé ekki tímafrekt ofan á önnur hlutverk í lífi hennar segir Berglind að hún leggi þetta allt saman á sig þótt hún verði með bauga og eigi kannski eftir að falla í yfirlið eftir frumsýningu. „Þetta er þetta algjörlega þess virði og ég hvet alla til að vera með í þessu starfi í framtíðinni. Við erum að lyfta menningunni aðeins upp. Ég hvet líka alla til að koma. Þetta er áhugamannaleikfélag og revían er okkar helsta tekjulind. Þetta er ódýrara en að fara í stóru leikhúsin og gaman að geta farið í leikhús í eigi bæjarfélagi. Það bjóða ekkert öll bæjarfélög upp á slíkt,“ segir Berglind, mjög spennt. X■ Berglind Bjarnadóttir leikur fimm hlutverk í revíunni Með ryk í auga: Hlæjandi í sex vikur Við erum dálítið klúrin og beinskeytt og það má alveg Leikfélagsfólk á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Berglind Bjarnadóttir leikkona tekur þátt í revíunni Með ryk í auga. AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM 20% Á HAUSTDÖGUM 30. okt. - 3. nóv. Tvö stórmál bera upp í sömu vikunni á Suðurnesjum en í gær var íbúafundur um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í Stapa. Hitt er efni forsíðufréttar blaðsins um lánasamning einstaklings við Sparisjóðinn í Keflavík sem hann vann í héraðsdómi. Í málefnum Reykjanesbæjar leggja allir í bæjarstjórn og fleiri til að samstaða verði um að sameinast um tillögur til úrbóta. Lögð verði áhersla á að vinna saman að málinu og horfa til framtíðar í stað þess að velta sér upp úr ástæðum ástandsins. Nýráðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, líkti þessu við skip sem væri strandað og aðal áherslan væri sú að losa skipið undan strandinu en ekki að leggja mesta áherslu á það hver væri ástæðan fyrir því að skipið væri í þessari stöðu. Það mætti bíða betri tíma. Nú yrði lögð áhersla á aðgerðaráætlunina sem ber heitið „Sóknin“ og fortíðin sett á ís. Það er vitað að ekki eru allir fylgismenn núverandi meirihluta sammála svona friðarpípu. Friðarsinnarnir hafa hins vegar bent á eldra sambærilegt dæmi sem kom upp fyrir aldarfjórðungi hjá Kefla- víkurbæ þegar allt fór í háaloft út af viðskilnaði í bæjarstjórn. Það sem skipti langmestu máli væri það að forráðamenn bæjarfélagsins og bæjarbúar allir sameinuðust um þessa „sátt“. Vonandi gengur það eftir. Íbúar Reykjanesbæjar og bæjarfélagið í heild má ekki við því að það verði fjárhagsstríð sem geti leitt til klofnings og mikillar ósam- stöðu og leiðinda. Svæðið má hreinlega ekki við því. Það er ekkert launungarmál að undirritaður var í hópi þeirra sem lagði áherslu á sáttatón í málefnum Sparisjóðsins í Keflavík, þó það væri alls ekki auðvelt, langt frá því. Þar sitja margir eftir mjög sárir. Nýjar fréttir sem tengjast málefnum Sparisjóðsins og nú Landsbank- ans eru ánægjulegar þar sem gríðarlegir hagsmunir og fjármunir eru í húfi fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Hundruð lána verða líklega leiðrétt og lækkuð en líklega er fyrsti dómur þess efnis fallinn en lánasamningur milli einstaklings og Spkef/Landsbankans var dæmur ólögmætur. Viðkomandi færi leiðréttingu upp á 12 milljónir króna. Varnaglinn á þessu máli snýr að því hvort Landsbankinn muni áfrýja til Hæstaréttar sem hann líklega mun gera en vonandi fær málið sömu niðurstöðu þar og í héraðsdómi. Þá munu nokkur hundruð viðskiptavina bankans fá sanngjarna leiðréttingu á gengistryggðu lánum sínum. Sátt eða stríð? -ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.