Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 4
4 fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturX vf@vf.is 72% sölustaða fylgja reglum um tóbakssölu XXKönnun á því hvort sölustaðir á Suðurnesjum færu að lögum um sölu á tóbaki til ungmenna var gerð föstudaginn 19. september. Könn- unin var á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð) og fór fram í öllum sveitarfélögunum á svæðinu. Í sjö af þeim tuttugu og fimm sölustöðum sem voru kannaðir var tóbak selt of ungum unglingum. Það þýðir að um 72% sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri. Könnunin fór þannig fram að 14 til 16 ára ungmenni fóru á sölustaði á Suðurnesjum og freistuðu þess að fá keypt tóbak. Ef starfsmaður seldi viðkomandi ungmenni tóbak fór aðili á vegum SamSuð í verslunina og óskaði eftir því að fá tóbakið endurgreitt og vakti jafnframt athygli á að lög um tóbaksvarnir hefðu verið brotin. Framkvæmdin gekk vel og það er ánægjuefni hversu stór hluti sölustaða seldi ekki tóbak til of ungra einstaklinga, segir í tilkynningu frá Sam- tökum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Þar segir að tilgangur og mark- mið með könnuninni sé að vekja athygli á að 18 ára aldurstakmark er til að kaupa tóbak á sölustöðum. Könnunin verður endurtekin fljótlega. Vasaþjófur eða farand- glæpamaður í Keflavík? XXVegfarandi um Hafnargötu í Keflavík varð fórnarlamb vasa- þjófnaðar á föstudagskvöld. „Ég var rændur bæði síma og kreditkortum á Hafnargötunni í Keflavík. Honum tókst að losa úrið af mér en náði ekki að stela því. Alveg stórfurðu- legur einstaklingur sem hagaði sér einkennilega og var mjög ágengur! Greinilega fagmaður!,“ segir í fés- bókarfærslu þess sem varð fyrir glæpnum. Talsverð umræða skapaðist um málið en þar kemur fram að meintur vasaþjófur talaði ekki orð íslensku né ensku. Var giskað á að hann væri grikki, tyrki eða frá löndum þar í kring. Í einni færslu var bent á að sá sem hér væri á ferð gæti verið far- andglæpamaður nýkominn til lands- ins. Því sé brýnt að kæra þetta til lög- reglu og gefa lýsingu á manninum. Garðmenn funda um stefnumótun í atvinnumálum XXSveitarfélagið Garður hefur boðað til opins fundar nk. mánu- dagskvöld um stefnumótun í at- vinnumálum. Garður vinnur að stefnumótun í atvinnumálum, þar sem m.a. er áhersla á ferðaþjónustu. Verkefnisstjórar eru Sigurður Þor- steinsson og Jóhann Ísberg. Mánudaginn 3. nóvember nk. verður opinn fundur um verkefnið, þar sem íbúum og atvinnurekendum í Garði er boðið að koma og taka þátt í verkefninu. Fundurinn verður í Mið- garði í Gerðaskóla og hefst kl. 20:00. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hvetur í tilkynningu til þess að sem flestir mæti á fundinn, taki þátt og leggi þannig sitt af mörkum. Vill auglýsingaskjá á húsgafl XXEigendur Greniteigs 53 í Kefla- vík hafa óskað eftir að setja upp auglýsingaskjá á norðurhlið húss- ins. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur tekið óskina til afgreiðslu og vísað málinu til umsagnar lögreglu og afgreiðslu framkvæmdastjóra USK í samræmi við skiltareglugerð. Strætó ekki ekið um Iðavelli XXAkstur upp á Iðavelli verður ek k i s em v i ðb ót v i ð núver- andi leiðarkerfi í almennings- s a mg öng u m í R e y kj a n e s b æ . Tillaga barst á íbúavef Reykjanes- bæjar um að breyta leiðakerfi strætó þannig að það liggi nær Danskomp- aní sem er staðsett á Smiðjuvöllum 5. Fleiri en 50 aðilar studdu tillöguna. Breytingin hefur í för með sér mikinn tilkostnað og rask á tímaáætlun. Ekki verður farið í breytingar á leiðarkerf- inu að svo stöddu, segir umhverf- is- og skipulagsráð Reykjanesbæjar. Ráðið mælir hins vegar með að tekið verði tillit til tillögunnar við næstu endurskoðun á leiðarkerfi almenn- ingssamgangna. Á bæjarstjórnar- fundi í Reykjanesbæ í síðustu viku var tekið undir það.Framkvæmdastjóri Reykjanes-hafnar hefur lagt fram drög að óskum Reykjaneshafnar til hafnargerðar og sjóvarna í nýja samgönguáætlun 2015 - 2018. Stærstu verkefnin eru 100 m. við- legukantur í Helguvík vestur af núverandi 150 m. viðlegukanti og 60 m. viðlegukantur í austur sem munu þjóna væntanlegum kísilverum. Einnig er lögð fram ósk um nýjan 360 m. viðlegukant fyrir gámaskip og súrálskip sem mun þjóna álverinu og útflutningi frá kísilverunum ofl. fyrirtækjum í Helguvík og á Reykjanesi. At- vinnu- og hafnaráð Reykjanesbæ samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu framkvæmdastjóra um óskir að ríkisframlagi í Sam- gönguáætlun 2015 - 2018. Nágrannavörslu hefur verið komið upp við Hraundal í Reykjanesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annars og fylgjast með híbýlum þegar nágrannar eru að heiman. Nágrannavarsla er nú við ellefu götur í Reykjanesbæ. Reykjanesbær tók formlega upp Nágrannavörslu árið 2008 en verk- efnið er samstarfsverkefni um- hverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Jóna Hrefna Berg- steinsdóttir, starfsmaður um- hverfs- og skipulagssviðs, afhenti íbúum við Hraundal upplýsingar um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var einnig komið fyrir á staurum við Hraundal. Íbúar og nágrannar í Reykjanesbæ sem vilja taka upp formlega ná- grannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Reykjanesbæ í síma 421 6700 eða á usk@reykjanesbaer. is. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með nágrannavörslu. Vantar 520 metra af við- leguköntun í Helguvík Íbúar við Hraundal taka upp nágrannavörslu Jóna Hrefna, starfsmaður Um- hverfis- og skipulagssviðs, afhenti íbúum við Hraundal upplýsingar um nágrannavörslu. Verið velkomin við opnun einkasýningar Finns Arnars í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum föstudaginn 31. október kl. 18.00. Sýningin stendur til 21. desember. Safnið er opið virka daga kl. 12.00 -17.00, helgar kl. 13.00 -17.00. Ókeypis aðgangur. Farandsýning frá Síldarminjasafninu á Siglufirði Opnuð í Bíósal Duushúsa föstudaginn 31. október kl. 18.00. Árið 2012 var 100 ára sögu bræðsluiðnaðarins á Íslandi minnst með sögusýningu í Síldarminjasafninu á Siglu- firði. Um 80 bræðsluverksmiðjur stórar og smáar hafa verið reknar hér á landi á 45 stöðum, meðal annars í þessu bæjarfélagi. Á sýningunni verða einnig myndir úr myndasafni Byggðasafns Reykjanesbæjar og fleira, sýningin stendur út árið. Fræðslufundur miðvikudaginn 5. nóv. kl. 17:15. Stutt kynning á sýningunni. Sérstakur gestur Eiríkur Hermannsson sem segir frá rannsóknum sínum á tímaritinu Þrótti sem UMFK gaf út á árunum 1934-1935 Allir velkomnir Við hvetjum bæjarbúa til að taka þátt í landskeppninni Allir lesa og framreiðum margvíslegar bækur með ýmsum hætti. Skráning lesturs fer fram á vefnum allirlesa.is. Er nafnið þitt þar? Kl. 14:00 Anna Lóa Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi, kemur og segir okkur frá lífshlaupi sínu, Hamingjuhorninu og af hverju hún fór í pólitík. Anna Lóa er náms- og starfsráðgjafi og var að klára framhaldsnám í sálgæslu. Allir hjartanlega velkomnir LISTASAFN REYKJANESBÆJAR FERÐ BÍÓSALUR NÝ SÝNING BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR ALLIR LESA NESVELLIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.