Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. október 2014 -viðtal pósturXolgabjort@vf.is www.n1.is facebook.com/enneinn ÍSLE N SK A /SIA .IS E N N 70873 10/14 Opið mánudaga–föstudaga kl. 08–18 laugardaga kl. 09–13 www.n1.is www.dekk.is  • Nýtt og endurbætt vetrardekk með öflugu gripi • Mikið skorið og neglanlegt fyrir veturinn • Hentar íslenskum aðstæðum enda hannað fyrir norræna vegi Cooper Discoverer M+S 2 • Nýtt óneglanlegt vetrardekk • Mikið skorið, mjúkt og góðir aksturseiginleikar • Míkróskorið með góða vatnslos- un og magnað veggrip Cooper SA2 Cooper Discoverer M+S • Vetrardekk fyrir jeppa, mikið skor- ið með sérhönnuðu snjómynstri • Neglanlegt með nákvæmri röðun nagla sem grípur vel á hálum vegum • Endist vel og vinsælt sem heils- ársdekk Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum í vetur. Cooper undir jeppann í vetur Hjólbarðaþjónusta N1: Grænásbraut 552, Reykjanesbæ 440-1372 „Við þjónustum bæði stór og lítil fyrirtæki í endurskoðun, reikningsskilum og bókhaldi og launum og öllu sem því við- kemur. Svo höfum við aðgang að sérfræðingum í Reykjavík sem tengjast ráðgjafaþjónustunni sem býður upp á sem sérlausnir. Við erum í þessu almenna og höfum svo tengingu í það sem þarf,“ segir Lilja Dögg Karlsdóttir, endurskoðandi og í forsvari fyrir KPMG í Reykjanesbæ. Frá því að KPMG sameinaðist Skrifstofuþjónustu Suðurnesja árið 2006 hefur það unnið mikið fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, t.d. varðandi áætlanagerð og nú ný- lega stóru skýrsluna sem varðar fjárhagsstöðu og rekstrarúttekt Reykjanesbæjar. „Einnig bjóðum við upp á verðmat á fyrirtækjum og sviðsmyndagreiningar sem eru það nýjasta hjá okkur. Þær tengjast áætlanagerð og settar eru upp mis- munandi sviðsmyndir og áætlað út frá þeim. Ef þetta gerist - hvaða áhrif hefur það? Þá er fólk betur undirbúið fyrir hið óvænta.“ Hringja beint í gsm símana Lilja Dögg segir að allur gangur sé á því í hvers konar rekstrarstöðu fyrirtæki eru sem leiti til KPMG. „Við erum meira að sinna smærri fyrirtækjum hér með bókhald og laun, ársreikningagerð og slíkt. Það sem kemur beint til okkar, þótt við hjálpum til með flest annað. Við höfum mjög mikla reynslu og þekkingu hérna og mörg fyrirtæki leita til okkar.“ Hún segir að yfir- leitt standi fólk og fyrirtæki frammi fyrir sömu vandamálunum og þau fái aðstoð við að leysa þau. „Hér eru vinatengsl og minni fjarlægð við fólkið en t.d. í Reykjavík. Það er gott fyrir viðskiptavininn að geta bara hringt beint í okkur og finn- ast það ekki vera að trufla. Minni formlegheit.“ Færðu sig niður um eina hæð KPMG flutti á milli hæða í þessu stærsta skrifstofuhúsnæði svæðis- ins að Krossmóa 4 um miðjan október, frá þriðju hæð til annarar. „Þetta rými var laust í Krossmóa og fyrirtækin á þriðju hæð þurftu á auknu plássi að halda. Það urðu hálfgerðar hrókeringar og við vorum svo meðfærileg að það var kannski auðveldast að flytja okkur. Okkur líst vel á nýja svæðið og líður vel hér og hlökkum til að taka á móti viðskiptavinunum,“ segir Berglind og bætir við að hún hafi ekki tölu á fjölda viðskiptavina. „Við erum með gommu af skatt- framtölum einstaklinga og álagas- tíminn er mestur á vorin og haust- in. Svo erum við með endurskoðuð verkefni sem unnin eru í tengslum við skrifstofuna í Reykjavík. Þá fer fólk frá okkur sem aðstoðar þar, t.d. með H.S. orku og sveitarfélögin hér. Góðverk í einu símtali Sjálf er Lilja Dögg löggiltur endur- skoðandi en með henni starfa viðurkenndur bókari og fólk með áratuga reynslu af bókhaldi. „Mest gefandi við starfið eru tengslin við fólkið, fjölbreytt verkefni og enginn dagur er eins. Ég reyni að leggja línur en þær breytast alltaf og það finnst mér stór kostur. Maður er sveigjanlegur og getur stokkið til og reddað. Svo er líka góð tilfinn- ing að gera góðverk, jafnvel í einu símtali. Fólk virðist líka kunna meta þjónustuna því það er hér í viðskiptum ár eftir ár. Við vinnum með viðskiptavinum til að leysa það sem leysa þarf,“ segir Lilja Dögg að endingu. X■ KPMG í Reykjanesbæ flutti á milli hæða í Krossmóa: Kostur að enginn dagur er eins Lilja Dögg ásamt samstarfsfólki sínu Guðmundi Axelssyni og Hrafnhildi Jónsdóttur. Svo er líka góð tilfinning að gera góðverk, jafnvel í einu símtali Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með breyt- ingu á aðalskipulagi skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Samhliða er auglýst deiliskipulagstillaga Sunnan Fitja skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008- 2024, breyting á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 sunnan Fitja - aukið byggingarmagn Breyting á aðalskipulagi felst í að auka leyfilegt byggingarmagn á svæði VÞ5 sunnan Fitja og hækka nýtingarhlutfall á svæðinu. Áður hefur verið gerð breyting á VÞ5 sem heimilar uppbyggingu netþjónabúa og gagnavera, og að uppbyggingartímabil geti hafist 2013 í stað 2015. Deiliskipulagstillaga sunnan Fitja, Vogshóll-Sjónarhóll Deiliskipulagssvæðið er um 32,3 ha, sunnan Fitja (Patterson svæði) og er skipulagt undir gagnaver, verslun og þjónustu. Svæðið afmarkast af reit VÞ5 í Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008 - 2024 sem skil- greindur er sem verslunar- og þjónustusvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir starfssemi sem tengist rannsóknum, þróun m.a. í tengslum við nýtingu orku, netþjónabúum og gagnaverum og er í samræmi við breytingu Aðalskipulags sem auglýst er samhliða deiliskipulagstillögunni. Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrif- stofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 29. október til 10. desember 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Aðalskipulagstillaga er einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. desem- ber 2014. Skila skal inn skriflegum athuga- semdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Reykjanesbæ, 22.október 2014. Skipulagsfulltrúi BREYTING Á AÐALSKIPULAGI REYKJANESBÆJAR 2008-2024 OG DEILISKIPULAGSTILLAGA SUNNAN FITJA Smart Watch Heildsalan - Ludviksson ehf - Ledljós Njarðarbraut 3i - Innri Njarðvík - S: 8678911 Þetta er jólagjöfin í ár. Margmiðlunarúr með öllu. Verðin okkar eru frá 16.560 .- 41.400 Ledljós í miklu úrvali og verðin 40%-80% lægri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.