Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. október 2014 „Fyrir tveimur árum hefði okkur ekki órað fyrir þessum vexti og áhuga easyJet á Íslandi. Það sem skiptir hvað mestu máli er að flugfélagið er að fljúga til Kefla- víkur allan ársins hring en ekki bara á háannatímanum á sumrin. Þetta skiptir okkur gríðarmiklu máli,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Keflavíkurflugvallar, eftir opnun tveggja nýrra flug- leiða easyJet í vikunni, Genf í Sviss og Gatwick í London. EasyJet er nú næst umsvifamesta flugfélagið á Íslandi en það er stærsta flugfélag Bretlands og fjórða stærsta í Evrópu. Áttunda leiðin verður opnuð í desember nk. en þá bætist Belfast á N-Ír- landi við hjá félaginu. Flugvél easyJet frá Genf lenti með 154 farþega innanborðs og var með 86% sætanýtingu og frá Gatwick í London voru 178 farþegar og sæt- anýtingin þar var 99%. Flugstjóri í síðarnefnda jómfrúarfluginu var Íslendingurinn Davíð Ásgeirs- son og var hann viðstaddur stutta móttökuathöfn ásamt m.a. breska sendiherranum hér á landi, Stuart Gill, og Ragnheiði Elínu Árna- dóttur ráðherra ferðamála en þau klipptu á borða við brottfararhliðið áður en fyrstu farþegarnir stigu um borð. Davíð er sonur Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hann hefur starfað hjá ea- syJet í átta ár og er meðal fimm þúsund starfsmanna þess. Hann er mjög ánægður með hinn mikla áhuga félagsins á Íslandi. „Þetta er bara frábært. Bretar elska Ísland og það er gaman að vera þátttakandi í þessu. Ég var flugstjóri í fyrstu ferð félagsins til Íslands árið 2012 og nú eru flugleiðirnar orðnar sjö og verða átta í desember,“ sagði flug- stjórinn en með honum í áhöfn í þessari fyrstu ferð til Gatwick voru tveir íslenskir starfsmenn. Þegar áttunda flugleiðin bætist við í desember nk. mun flugfélagið bjóða upp á alls 26 flugferðir til og frá Íslandi í viku hverri og er búist við að heildarfjöldi farþega á einu ári verði í kringum 200 þúsund. Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 40% undanfarin tvö ár og aukið framboð á hag- stæðu flugi til landsins hefur átt mikinn þátt í þeirri fjölgun. EasyJet hyggst flytja um 75 þúsund farþega á nýju flugleiðunum tveimur til Gatwick og Genf á næstu 12 mán- uðum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráð- herra ferðamála, sagðist fagna þess- ari aukningu hjá easyJet en hún hefði mikil áhrif fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og ferðaþjónustuna almennt. Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að lægsta fargjald í boði til London sé 6.254 kr. og lægsta gjald til Genfar sé 9.346 kr. X■ EasyJet flugfélagið eykur umsvifin á Keflavíkurflugvelli: Átta flugleiðir í boði allt árið -fréttir pósturX vf@vf.is Guðný María Jóhannsdóttir frá Isavia með áhöfn easyJet. Frá vinstri: Stuart Gill, sendiherra Breta, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráð- herra ferðamála, Davíð Ásgeirsson, flugstjóri hjá easyJet, Ali Gayward, framkvæmdastjóri hjá easyJet og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. VF-mynd/pket. 20% afsláttur af öllum vörum Haustdagar 30. október - 3. nóvember - 20% af heilsuréttum 17- 21 oktER Á THAI KEFLAVÍK Heilsuréttir thai eru hollir réttir sem eru kryddaðir með ferskum chilli, engifer og hvítlauk. Stútfullir af orku og ekkert salt og enginn sykur. Gerum líka ferskt sushi alla daga. Hafnargata 39 - 230 Reykjanesbær - sími: 421-8666 - www.thaikeflavik.is 20 af heilsuréttum 30. ok. - 3. nóv Hafnargata 29 - s. 421 8585 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓ M Á HAUSTDÖGU M

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.