Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 8
8 fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Fréttamenn suður-kóreska ríkissjónvarpsins eru staddir hérlendis um þessar mundir í þeim tilgangi að kynna sér svo- kallaða speglaða kennslu, eða vendinám. Keilir á Ásbrú hefur verið leiðandi í slíkri kennslu hér- lendis, en grunnskólar í Reykja- nesbæ hafa einnig innleitt kennsl- una hjá sér. Hjálmar Árnason hjá Keili sagði í samtali við Víkur- fréttir að þriggja þátta sería sé í vinnslu hjá kóreska sjónvarpinu, en sjónvarpsmenn hafa verið hér síðustu þrjá daga að kynna sér kennsluna undir handleiðslu Hjálmars. Mikil ásókn skólafólks hefur verið síðasta árið til Keilis vegna vendináms. Kennarar um allan heim eru að leita að nýjum leiðum í starfi sínu og virðist vendinám vekja áhuga margra. Þá leiðir Keilir samstarf átta skóla í Evrópu þar sem reynt verður að draga fram leiðbeiningar til skóla um leiðir að vendinámi. Verkefnið fellur undir Erasmus á vegum Evrópusam- bandsins og leiðir Keilir verkefnið. Í tengslum við það verður alþjóðleg ráðstefna um vendinám á Ásbrú í apríl á næsta ári. Vendinám snýst um að hefðbund- inni kennslu er snúið við þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara og fá svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni. Kóreubúar forvitnir um vendinám Gera heimildarþætti þar sem Ísland er í brennidepli LEIKHÚSFERÐ Félags eldri borgara verður farin 21. nóvember. Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá Karítas. Sýningin hefst kl. 19:30. Miði og rúta kr. 5.500.- Pantanir hjá Ólu Björk í s. 421 2972 og 898 2243, Björgu í s. 421 5709 og 865 9897, Ásthildi í s. 861 6770 og Guðrúnu í s. 659 0201 eftir kl. 13:00. Miðar seldir á Nesvöllum mmtudaginn 13. nóv. kl. 14:30-16:00. Tökum ekki kort! Farið frá SBK kl. 18:00. Komið við í Hornbjargi, Nesvöllum, Grindavíkurtorgi og Vogatorgi. Leikhúsnefnd FEBS Ölgerðin óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf við áfyllingar í verslanir í Reykjanesbæ. Vinnutími er tvö kvöld í viku og aðra hverja helgi. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið birgir.gudmundsson@olgerdin.is.   ATVINNA Í BOÐI MIKIÐ ÚRVAL AF ÚTIVISTARFATNAÐI frá Didriksons OLÍS-VERSLUNIN NJARÐVÍK Fitjabakka 2–4 | Sími 420 1000 | njardvik@olis.is PIPA R\ TBW A • SÍA • 1 4 3 7 1 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.