Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 20
20 fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Ekki get ég sagt a ð f j ár h a g s - staða Reykjanes- bæjar hafi komið á óvart, og þó. Hún er verri. Það lá við að maður feng i áfall á kynningar- fundinum í Stapa, á miðvikudaginn var. Spilin voru lögð á borðið. Staðan er miklu verri en ég hafði getað ímyndað mér. Spurningin er því þessi: Hvers vegna hafði eftirlitsnefnd með mál- efnum sveitarfélaga og innanríkis- ráðuneytið ekki gripið í taumana, tekið yfir reksturinn, tekið hann úr höndum bæjarstjórnar, eins og ber að gera lögum samkvæmt? Það mál verður að skýra. Fyrir liggur taprekstur á bæjarsjóði öll ár frá 2002 til 2013 nema einu. Hallinn var litlar 25 þúsund milljónir króna. Taprekstrinum var mætt með sölu eigna bæjarins og nýjum lánum. Bærinn er flakandi skuldasár uppá 43 milljarða. Upp í skuldahítina þarf að ná í 900 milljónir á ári fyrir bæjar- sjóð næsta áratuginn. Áætlun nýrrar bæjarstjórnar, Sóknin, kveður á um að skerða þjónustu um 500 milljónir á ári og auka tekjur um 400 millj- ónir. Ekki kom fram á Stapafund- inum hvernig það verður gert. Skýrist í desember? Kannski. Vera má að skýringin á öllu tapinu sé öðru að kenna en okkur. Atvinnu- leysi eftir herinn, fjármálahruni frjálshyggjunnar, falli Sparisjóðsins. Bærinn hafi orðið að bregðast við nýjum aðstæðum í anda þess að ef illa aflast verði að sækja lengra á miðin, hvernig sem viðrar. Það er gott að eiga draum og hafa framtíðarsýn, en það er afleitt að flytja inn í drauminn. Við erum að súpa seiðið af því núna. Það hefur orðið enn eitt hrunið. Heimalagað hjá okkur. Fjárfestingin (sem tekin var að láni) í götum og lóðum í Helguvík, Njarð- vík og víðar liggur í dvala og mun liggja þar áfram og safna mosa um ókomin ár. Auðvitað er þessi fjar- festing ekki farin, hún er þarna, en hún er bara engum til gagns. Ekki ennþá. Allt var þetta í plati. Hún er nú blýþungur skuldabaggi á herðum okkar íbúanna. Þá byrði verðum við að bera saman. Kannski er best að vera ekki með neitt neikvæðniraus. Öll dýrin í skóg- inum eiga að vera vinir, eins og mér heyrðist nýi bæjarstjórinn ýja að í Stapa. Mikið rétt. Við Suðurnesja- menn erum vanir að lenda í ýmsu. Köllum ekki allt ömmu okkar, og fast þeir sóttu sjóinn og allt það. Nei, kæru vinir, brettum upp ermar, öxlum ábyrgð á gjörðum okkar (þ.e. síðustu bæjarstjórnar) og borgum brúsann með bros á vör. Hér eru tækifæri. Ekki skal gert lítið úr því. Ég tek undir það. Gott landsvæði, framtíð í ferðaþjónustu og orku, ekki bara í jarðhita, heldur eru líklega hvergi betri skilyrði fyrir vindorkuver í Evrópu en einmitt hér á Suðurnesjum, vindorkuver sem gætu framleitt meiri orku en bæði Reykjanesvirkjun og Svartsengi framleiða saman í dag. Álver og annar orkufrekur iðnaður er vissulega enn tækifæri. Fleira mætti nefna. En að nýjum atvinnutæki- færum þarf að vinna af skynsemi og nú þarf að breyta um stíl. Sleppa loft- köstulunum og ráðast fyrst í fram- kvæmdir þegar þeirra er raunaveru- lega þörf og samningar liggja fyrir um tækifærin. Þá mun okkur farnast vel. En það kostar fórnir að snúa vörn í sókn. Það verður að greiða reikninginn fyrir þá loftkastala sem fyrri bæjar- stjórn byggði og enginn flutti inn í nema hún sjálf í draumi sínum. Það þarf að snúa niður óráðsíuna. Reikn- ingurinn hljóðar upp á 900 milljónir á ári, næsta áratuginn. Það samsvarar 700 þúsund kr. skuld hvers einasta íbúa, að meðtöldum kornabörnum og gamlingjum. Skuldina verður að borga á næstu 10 árum, með verri þjónustu og hærri sköttum. En hvernig? Því mun núverandi bæjar- stjórn svara þegar Sóknin hefst og/ eða eftirlitsnefndin með fjármálum sveitarfélaga. Maður spyr sig: Verður sundlauginni lokað? Íþróttahúsum? Snjómokstri hætt? Fjárfestingar og viðhald húsa og gatna sett í lágmark? Uppsagnir? 50 eða 100 manns hjá bænum, kannski enn fleiri? Hækka fasteiga- gjöld og útsvar, með undanþágu, um 5-6%? Það yrði auðvitað kjaraskerð- ing sem aðrir íbúar þessa lands þurfa ekki að taka á sig. Bara við. Menn munu hugsa sig um tvisvar að flytja til bæjarins. Hér verður dýrara að búa. Þjónusta verri. Já, þetta er vissulega enn eitt áfallið sem á okkur dynur, en látum það ekki ganga af okkur dauðum. Vinnum okkur út úr vandanum og vonum að okkur muni farnast vel. En bataferlið verður bæði hægt og sársaukafullt. Því miður. Skúli Thoroddsen ■■ Skúli Thoroddsen skrifar: Enn eitt hrunið Innan skamms verða verðtryggð húsnæðislán heim- ilanna leiðrétt. Um jafnræðisaðgerð er að ræða sem mun koma flestum ís- lenskum heimilum til góða. Loksins fá heimilin að njóta einhverrar sanngirni og réttlætis. Húsnæðismálin eru einnig í brenni- depli en húsnæðismálaráðherra mun leggja fram fjögur frumvörp þessa efnis á yfirstandandi þingi. Lengi hefur verið talað um þörf á nýju húsnæðiskerfi og loksins sjáum við fram á að það verði að veruleika. Stóra planið gengur upp Á sumarþingi 2013 samþykkti Al- þingi þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heim- ilanna. Tillagan var í tíu liðum og leiðréttingin er aðeins einn liður af tíu. Aðrir þættir aðgerðaráætlunar eru t.d. að gerðar verði tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála. Umsóknir um leiðréttingu á lánum voru 69 þúsund frá 105 þúsund ein- staklingum. Umsóknarferlið var ein- falt og vinnan við að reikna út leið- réttinguna gengur mjög vel. Innan skamms munu tilkynningar berast um leiðréttingu lána. Spunameistararnir Nú þegar leiðréttingin er handan við hornið er eins og sumir hafi gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Á síðasta kjörtímabili vildu sumir þing- menn þáverandi stjórnarflokka fara í aðgerðir til að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán. Úr því varð ekki. Þáverandi forsætisráðherra sagði nefnilega að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma var ráðist í stórar efnahagsað- gerðir; skuldir fyrirtækja afskrifaðar og gengistryggð lán voru endur- reiknuð. Þeir sátu eftir sem skulduðu verðtryggð lán. Tekjulágir fá meira Sama fólk og talaði á síðasta kjör- tímabili fyrir nauðsyn þess að leið- rétta stökkbreytt lán, talar nú gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar og kastar vísvitandi ryki í augu almenn- ings. Talað er um kaldar pizzur og visa skuldir í þessu samhengi. Sann- leikurinn er sá að hlutfall fjárhæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tekjulægri heimilum en þeim tekju- hærri. Þannig að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Tæpur helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón kr. í árslaun sem eru t.d. heimili þar sem tveir einstakl- ingar eru hvor um sig með undir 250 þús. kr. í mánaðarlaun. Meðal- fjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem fjöldi barna er meiri, þar sem stærri fjölskyldur eiga iðulega stærra húsnæði og meiri skuldir. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuð- stóls enn meiri vegna verðbólgunnar. Unnið er hörðum höndum innan ráðuneyta að afnámi verðtryggingar og munu niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir í mars 2015. Skattgreiðendur og hrægammar Það hefur legið fyrir frá því fram- kvæmd leiðréttingarinnar var kynnt að bankaskattur yrði hækkaður og undanþága fjármálastofnana í slita- meðferð frá skattinum afnumin. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skattlögð og gert er ráð fyrir að þessar breytingar auki tekjur ríkissjóðs um 92 m.kr. á fjórum árum. Það er fráleitt að halda því fram að heimilin borgi leiðrétt- inguna í þeim skilningi sem sumir kjósa að túlka svo. Þeir sem ekki eiga húsnæði geta einnig notið góðs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar með því að nýta séreignarsparnað og safna í sjóð til húsnæðiskaupa. Nýtt hús- næðiskerfi mun einnig tryggja hag- muni leigjenda mun betur en nú er. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar stendur með heimilunum og ræðst í verkefni sem fyrri ríkis- stjórn taldi ógerlegt. Núverandi ríkis- stjórnar verður minnst í sögubókum framtíðarinnar fyrir að hafa reist hina langþráðu skjaldborg um heimilin í landinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir, þing- menn Framsóknarflokksins ■■ Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifa: Skjaldborgin rís eftir langa bið Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur ■uÞann 3. desember nk. efnir Karlakór Keflavíkur til sinna árlegu Kertatónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Slíkir tónleikar hafa verið haldnir til margra ára og jafnan í upphafi aðventunnar. Að þessu sinni mun Barnakór Grunnskóla Sandgerðis vera gestakór á tónleikunum og syngja bæði ein sér sem og með körlunum. Stjórnandi Barnaskórsins er Sigurbjörg Hjálmarsdóttir. Þá mun Jóhann Smári Sævarsson óperu- söngvari og söngkennari með meiru syngja einsöng á tónleikunum ásamt því að syngja með karlakórnum. Það er alltaf sérstök stemning sem hefur skapast á kertatónleikunum og í raun má segja að karla- kórinn syngi aðventuna inn með ýmiss konar jólatónlist frá ýmsum tímum og af öllum gerðum. Að sögn Þorvarðar Guðmundssonar, formanns karlakórsins, hafa karlarnir æft ný og gömul jólalög í haust og eru því komnir í jólaskapið og hlakka til að syngja aðventuna inn. Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Guðlaugur Viktorsson sem tók aftur við stjórnartaumunum eftir tveggja ára fjarveru meðan hann var við nám í Danmörku í kórstjórn. Styrktarsjóður Isavia veitir í ár styrki til barna- og unglingastarfs á Suðurnesjum. Styrkjunum er ætlað að styðja við allar greinar íþrótta og stuðla að auknum möguleikum barna- og unglinga til að stunda sínar íþróttir og fara í nauðsynlegar æfinga og keppnisferðir. Styrkirnir voru á dögunum af- hentir íþróttarféögum í Garði, Sandgerði, Vogum, Grindavík og þeim aðildarfélögum Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) sem þegar eru eða eru við það að verða fyrirmyndarfélög Íþrótta- sambands Íslands. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, veitti styrkina til félaganna. „Keflavíkurflugvöllur er stærsti vinnuveitandinn hér á Suður- nesjum og því ákváðum við að styrkveitingar í ár skyldu renna til barna- og unglingastarfs hér á svæðinu. Við vitum að það er brýn þörf fyrir slíkan stuðning og við vonum að styrktarféð komi nærsamfélagi flugvallarins að góðum notum.“ Ingigerður Sæmundsdóttir, for- maður ÍRB, sagðist afar ánægð með framtak Isavia. „Uppbygg- ing á íþróttastarfi fyrir börn og unglinga er fjárfrek og því er afar ánægjulegt þegar öflug fyrirtæki eins og Isavia sjá sér fært að styðja við starfið með myndarlegum hætti. Þessir fjármunir munu því koma sér afar vel hjá félögum innan ÍRB sem hafa uppfyllt eða eru við það að uppfylla öll skilyrði um fyrirmyndafélög hjá ÍSÍ." Meðfylgandi eru myndir frá af- hendingu styrkjanna. Isavia styrkir barna- og unglingastarf á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.