Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 12
12 fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Að m e ð a l t a l i fæðast eitt til tvö börn á ári með Downs heilkenni á Íslandi. Eitt þeirra er Hilmir Sveinsson, þriggja ára orkubolti og gleðigjafi, sem býr í Grindavík ásamt foreldrum og fjórum eldri bræðrum. Olga Björt hitti Hilmi og móður hans, Sólnýju Pálsdóttur, sem segir á einlægan hátt frá þeim tilfinningalega rússíbana sem fylgir því að eignast fatlað barn. Sólný vill aukna fræðslu og meðvitund um heil- kennið til að draga úr for- dómum sem hún fann sjálf að hún glímdi við. Sólný veitir lesendum innsýn inn í heim sem fæstir þekkja en hefur reynst henni mikill skóli og jafnframt gefið henni svo margt. Hélt að heimurinn væri hruninn Það sem af er þessu ári hafa tveir drengir fæðst með Downs heilkenni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðherra greindust 38 tilvik af þrístæðu 21 við 12 vikna fósturskimun á árunum 2007 - 2012 og enduðu allar meðgöngurnar með fóstureyð- ingu. Grindvíkingurinn Sólný Pálsdóttir vissi ekki á sinni meðgöngu að Hilmir væri með heilkennið og hafði farið í hnakkaþykktar- mælingu þar sem ekkert óeðlilegt kom fram. Hún var 41 árs þegar Hilmir fæddist og hún dæmir ekki foreldra sem taka þá erfiðu ákvörðun að eyða fóstri. „Það urðu dálítil straumhvörf í lífi mínu þegar ég eignaðist hann. Ég var ekki undirbúin þegar hann kom og þetta var talsvert áfall. Ég þekkti engan með þetta heilkenni og vissi lítið um það. Ég var í raun hrædd, fyrst og femst. Hélt að heimurinn væri hruninn,“ segir Sólný. Síðar kom í ljós að heimurinn var svo sannar- lega ekki hruninn. Þetta var bara byrjunin á miklum viðhorfsbreytingum og þroskaferli í lífi hennar. Tókst á við eigin fordóma Hilmir fæddist með vanþroskaðan barka og átti í vandræðum með öndun. „Við vorum á vökudeild í tíu daga og það var mikil rússí- banareið. Ég hafði fram að þessu alltaf haft stjórn á lífi mínu. Lokið framhaldsskóla- og kennaraháskólanámi og eignast börnin mín eftir plani. Allaf viljað hafa hlutina eftir mínu höfði og verið stjórnsöm. Þarna fæ ég barn í hendurnar sem ég var fyrirfram búin að ákveða hvernig ætti að vera. Svo var hann með þennan auka litning sem ég vissi svo lítið um.“ Það hafi síðan verið henni svo mikið um- hugsunarefni eftir á hvers vegna slík við- brögð komu fram hjá henni. Þessi mikla hræðsla og kvíði. Hvort hægt hefði verið að fara öðruvísi í gegnum þetta tímabil. „Ég þurfti að takast á við fordóma í sjálfri mér sem ég uppgötvaði þarna. Ég hugsaði: Af hverju er ég að eignast fatlað barn? En svo sá ég viðtal við Eddu Heiðrúnu Bachmann, rétt eftir að ég fæddi Hilmi, þar sem hún var spurð út í MS sjúkdóminn sem hún er með. Edda Heiðrún hafði hugsað: Af hverju ekki ég? Og það var eiginlega heila málið.“ Íslandsmeistari í hvert sinn Sólný segir þau hjón hafa fengið afar góða þjónustu með Hilmi eftir að niðurstöður greiningar leiddu í ljós að hann væri með Downs heilkenni. „Þá greip Greiningar- stöðin inn í og við vorum með hann í þroska- þjálfun og teymisvinnu í tvö ár. Að sjálfsögðu fór ég inn í þetta ferli eins og þjálfari, enda keppniskona. Sjúkraþjálfari og einkaþjálfari hans komu heim til aðstoða okkur hvernig best væri að hafa hlutina hérna heima. Svo var pikkað í mig og ég minnt á að ég væri mamman en ekki þjálfarinn,“ segir Sólný og hlær. Hver einasti áfangi og hvert ein- asta þroskaskref hafi síðan verið svo mikill sigur. „Það var eins og að hann verði Íslands- meistari í hvert skipti. Ég var alltaf frekar óþolinmóð og vildi að hlutirnir gengju hratt fyrir sig. Svo fæ ég þennan dreng inn í líf mitt og hann hægir á mér; gerir hlutina á sín- um hraða, ekki mínum. Hann er svo mikill gleðigjafi og hefur gefið okkur svo mikið.“ Núna fær Hilmir viðeigandi þjónustu á leik- skólanum og Sólný dásamar mikið teymið sem er í kringum hann. Allir sem vinni með honum geri það frá hjartanu og vilji honum svo vel. „Það hefur hjálpað okkur mikið. Við hjónin fengum líka net af stuðningi og rými til að sinna honum fyrstu vikurnar. Tengslanetið okkar tók bara yfir heimilið á meðan og strákarnir okkar fluttu bara inn á heimili vina sinna. Allir voru reiðubúnir að ■■ Sonur með Downs heilkenni gjörbreytti lífi Grindvíkingsins Sólnýjar Pálsdóttur: Af hverju ekki ég? Hilmir Sveinsson er þriggja ára orkubolti og gleðigjafi, sem býr í Grindavík ásamt foreldrum og fjórum eldri bræðrum. Sólný vill aukna fræðslu og meðvitund um heilkennið til að draga úr fordómum. Svo fæ ég þennan dreng inn í líf mitt og hann hægir á mér; gerir hlutina á sínum hraða, ekki mínum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.