Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2015, Side 2

Víkurfréttir - 30.04.2015, Side 2
2 fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR Bláa Lónið og Grindavíkur-bær munu leggja til 50 millj- ónir króna til áframhaldandi uppbyggingar Húsatóftavallar hjá Golfklúbbi Grindavíkur á næstu þremur árum. Markmið upp- byggingarinnar og breytinga er til að styrkja stöðu Grindavíkur sem áfangastaðar fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn. Með breyting- unum mun Húsatóftavöllur verða í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Grindavíkurbær hefur tekið þátt í uppbyggingu vallar og aðstöðu á undanförnum árum fyrir á sjötta tug millj. kr. Bláa lónið mun leggja að hámarki 40 millj. kr. á næstu þremur árum. Þá mun fyrirtækið kynna golfvöllinn í Grindavík sér- staklega í markaðs- og kynningar- efni Bláa Lónsins. Golfvöllurinn verður liður í að hvetja gesti til að njóta upplifunar á svæðinu og auka fjölda gesta Bláa lónsins sem heim- sækir Grindavík. Fjármagn Bláa lónsins til golf- val larins verður eyrnamerkt framkvæmdum við breytingar á brautum 1,2,3 og 17 og gerð nýrra brauta á 13. og 14. holu. Þá verður það einnig notað til umhverfis- verkefna sem felast í gerð teiga, flata, stíga og tjarna við 17. braut. Grindavíkurbær mun ganga frá og leggja bundið slitlag að golfskála og á bílastæði við hann. Einnig við gerð undirganga undir Nesveg sem tengir saman brautir á neðra og efra svæði Húsatóftavallar. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2015 umsókn Landsnets um fram- kvæmdaleyfi fyrir Fitjalínu 2 eins og framkvæmdum vegna hennar er lýst í framkvæmdaleyfisumsókn, greinagerð og matsskýrslu.  Bæjarstjórn hefur tekið rökstudda afstöðu til veitingu leyfisins. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008 - 2024. Framkvæmdaleyfið er bundið ákveðnum skilmálum, sem byggja á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og áliti Skipu- lagsstofnunar. Framkvæmdaleyfið, sem útgefið var 21. janúar 2015, ásamt fylgigögnum er aðgengilegt á heimasíðu Reykjanesbæjar. Framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er kæranlegt til úrskurðanefndar umhverfis og auðlinda- mála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulags- laga, nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá því að auglýsing um leyfið er birt, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011. Skipulagsfulltrúi TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR AUGLÝSING UM VEITINGU FRAM- KVÆMDALEYFIS Höfum opnað fyrir nýjar umsóknir fyrir næsta skólaár. Tökum á móti umsóknum á hljóðfæri í öllum deildum. Píanó, orgel, harmonika, hljómborð (Hljómborðsdeild). Fiðla, lágfiðla, selló, kontrabassi, klassískur gítar (Strengjadeild). Blokkflauta, þverflauta, klarinett, saxófónn, trompet, horn, bariton, básúna, túba, trommur/slagverk (Blásaradeild). Klassískur söngur (Söngdeild). Rafgítar, rafbassi, píanó, söngur (Rytmísk deild). Tónver (vinnsla tónlistar á tölvur, upptökutækni). Umsóknir liggja frammi í skólanum, Hjallavegi 2, en einnig eru umsóknir á vefnum mittreykjanes.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 420-1400 milli kl.13:00 og 17:00 mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, en miðvikudaga milli kl.9:00 og 13:00. Sigrún Lína Ingólfsdóttir, mezzosópran, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika sína í Bergi, Hljómahöll, fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.00. Meðleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri FRAMHALDSPRÓFS- OG BURTFARARTÓNLEIKAR Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar hélt opinn íbúafund í Hljómahöll síðdegis í gær til að kynna skipulags- breytingar í Helguvík. Þá voru rædd mál sem tengjast mengun frá stóriðju þar. Tæplega 100 manns mættu á fundinn sem stóð ennþá þegar Víkurfréttir fóru til prentunar síðdegis í gær. Á með- fylgjandi mynd sjáum við Ellert Grétarsson, varaformann Nátt- úruverndarsamtaka Suðvestur- lands, sem var einn þeirra sem stóð upp á fundinum og ræddu mengunarmál tengd Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bláa Lónið og Grindavíkurbær sameinast í stórframkvæmdum til að klára golfvöllinn í Grindavík: Framkvæmdir fyrir 50 milljónir -fréttir pósturu vf@vf.is Ístak leggur jarð- streng út í Helgu- vík fyrir Landsnet Landsnet hefur undirritað sam- komulag við ÍSTAK um lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur og er miðað við að framkvæmdum verði að fullu lokið í haust. Samningurinn er upp á tæplega 228 milljónir króna. Ístak hefur mikla reynslu af lagningu jarðstrengja fyrir Landsnet og lagði meðal ann- ars Nesjavallastreng 2, 25 km langan streng milli Nesjavalla og Geitháls, árið 2010. Strax verður hafist handa við undirbúning og slóðagerð í Helguvík og standa vonir til að hægt verði að byrja að grafa fyrir jarð- strengnum í næstu viku. Undirbúningur jarðstrengsverk- efnisins hófst hjá Landsneti haustið 2014, í framhaldi af samningi um flutning raforku til kísilvers United Silicon sem kveður á um að teng- ingin verði tilbúin 1. febrúar 2016. Strengurinn mun tengja saman Stakk, nýtt tengivirki Landsnets í Helguvík sem nú er í byggingu, og tengivirki félagsins á Fitjum. Halldór E. Smárason formaður GG, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lóns- ins og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur undirrituðu samninga um framkvæmdir við Húsatóftavöll. VF-myndir/pket. Ræddu skipulagsbreyt- ingar og mengun í Helguvík „Aðalfundur DS hvetur sveitar- félögin á Suðurnesjum til að bregðast við bráðavanda í mál- efnum sjúkra aldraðra á Suður- nesjum og sameinast um sam- þykkta tillögu síðasta aðalfundar og einhenda sér í framhaldinu í að ná samningum við heilbrigðis- ráðherra fyrir hönd ríkisvaldsins um endurbyggingu og frekari uppbyggingu hjúkrunarheimilis- ins Garðvangs þannig að þar verði hægt að reka allt að 30 rýma hjúkrunarheimili“. Þetta kemur fram í ályktun með greinargerð sem lögð var fram af stjórn DS á aðalfundi D.S. sem haldinn var í Miðhúsum í Sandgerði 22. apríl. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir töluverðar umræður. Í greinargerð með ályktuninni segir: Þörfin fyrir uppbyggingu á þjón- ustu fyrir eldri borgara á Suður- nesjum er brýn. Nú eru 57 á biðlista eftir vist á hjúkrunarheimili og allt bendir til að staðan á Suðurnesjum versni enn frekar á næstu árum. Til að hægt sé að svara þeirri miklu þörf sem er fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma á Suðurnesjum telur stjórn D.S. lykilatriði að sam- staða náist milli sveitarfélaganna á svæðinu. Þótt uppbygging hjúkr- unarrýma sé alfarið verkefni ríkis- valdsins og á ábyrgð þess þá þurfa Suðurnesjamenn að sameina krafta sína, marka sér sameiginlega stefnu í málefnum eldri borgara á Suður- nesjum og tryggja fjölgun hjúkr- unarrýma á Suðurnesjum. Stjórn D.S. telur rökréttasta fyrsta skrefið vera að endurbyggja og stækka Garðvang og leita samstarfs við Heilbrigðisstofnun Suður- nesja um reksturinn. Stjórnin telur að rekstur 30 hjúkrunarrýma á Garðvangi undir stjórn HSS verði til þess að hægt verði að leysa þann bráðavanda sem upp er kominn í þjónustu við aldrað fólk á svæðinu. Þá þarf að efla og samþætta betur samstarf félagsþjónustu sveitar- félaganna og HSS. Hugsa þarf einnig til framtíðar og byrja undir- búning nýrrar 60 rýma álmu við Nesvelli. Vilja 30 rýma hjúkrunarheimili á Garðvangi

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.