Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR
By g g i n g a r i ð n a ð u r i n n á Suðurnesjum hefur verið
í lægð undanfarin ár en frá því
Íris tók við starfi verslunarstjóra
hefur hún fundið vel hvernig allt
er á uppleið á svæðinu. „Það er
ótrúlega mikill viðsnúningur hér
á stuttum tíma,“ segir Íris. „Það
er allt á fullu, menn jákvæðir og
horfa bjartari augum fram á veg-
inn. Þetta er það sem við sjáum
og heyrum á verktökum og iðn-
aðarmönnum þannig að það er
mjög spennandi að taka við svona
verslun á þessum tíma,“ segir Íris.
Hvernig datt þér í hug að gerast
verslunarstjóri í byggingarvöru-
verslun?
„Ég stýrði áður þjónustu- og upp-
lýsingafyrirtæki þar sem nánast
störfuðu eingöngu kvenmenn og
fyrirtækið kvenlægt líka sem var
mjög skemmtilegt. Það var því
áskorun að fara hingað. Ég var
hins vegar á tímamótum og datt
niður á þetta verslunarstjórastarf,
sótti um og fékk starfið. Áskoranir
af ýmsum toga heilla alltaf, þetta
hljómaði sem spennandi starf hjá
stóru og rótgrónu fyrirtæki og allt-
af gaman að prófa eitthvað nýtt“.
Íris þekkir vel til aðeins til starfa
iðnanarmanna því hún hóf störf
hjá Keflavíkurverktökum fyrir
tæpum tveimur áratugum og starf-
aði þar í tíu ár.
Hvernig var svo að koma
til BYKO. Var þetta eins
og þú áttir von á?
„Nei, ég get ekki sagt það, þetta
er miklu skemmtilegra en ég bjóst
við. Enn í dag er hver dagur að
koma mér á óvart og það skemmti-
lega á óvart. Það kom mér einnig
skemmtilega á óvart hvað BYKO
er flott fyirtæki. Það er eitthvað svo
notalegt við þetta fyrirtæki sem ég
þekkti lítið til, samstaða og sam-
hugur sem kemur fram hjá starfs-
fólkinu. Hér hefur sama starfsfólkið
verið til margra ára, margir í tugi
ára. Þegar ég kom fyrst til fyrir-
tækisins fór ég í meiriháttar starfs-
þjálfun hjá BYKO bæði í Reykja-
vík, Selfossi og víðar. Þar var ég í
timburdeildunum og lagnadeild-
unum og fékk í raun kynningu inn
á allar deildir fyrirtækisins. Þar var
ég að hitta fólk sem hefur starfað
hjá BYKO í 30 ár og 40 ár. Það er
hending ef það er einhver búinn að
starfa hér minna en 15 ár,“ segir Íris
og brosir. „Það sagði mér ýmislegt
um fyrirtækið. Þetta er fjölskyldu-
fyrirtæki og andrúmloftið notalegt
sem skýrir þennan háa starfsaldur
hjá fyrirtækinu. Þetta kom mér
skemmtilega á óvart“.
Íris sagði tilfinnguna pínu ótta-
blendna að koma svo hingað suður,
eftir starfsþjálfun í Reykjavík og
taka við versluninni. „Hér er starfs-
aldurinn líka hár og flestir sem hér
starfa búnir að vera meira en í 10
ár hjá fyrirtækinu, en að sjálfsögðu
var tekið vel á móti mér af þessu
yndislega starfsfólki“.
Hér er gríðarleg
reynsla og þekking
„Hér er starfsfólk sem býr að
gríðarlegri reynslu og þekkingu.
Þjónustulundin og metnaðurinn er
einnig svo mikill hjá þessu fólki. Að
koma inn í þetta starf með litla og
enga þekkingu á vöruflokkunum
er áskorun,“ segir Íris en hjá BYKO
eru á milli 35-40.000 vöruflokkar.
„Ég mun aldrei verða sérfræðingur
í þessu öllu en það bætist við þekk-
inguna á hverjum degi. Starfsfólkið
hér er orðið sérfræðingar hver á
sínu sviði“.
Hjá BYKO Suðurnesjum starfa um
tveir tugir starfsmanna, þar af 15
í föstu starfi og svo kemur lausa-
fólk um helgar og einnig á öðrum
tímum en er að vinna allt árið um
kring.
„Við erum að sjá aukningu og ég
hef því aðeins verið að bæta við
starfsfólki“.
Það eru uppgrip
á Suðurnesjum
Verslun BYKO í Reykjanesbæ er
næst minnsta verslun BYKO á
landinu öllu. Hún er fyrst og fremst
að þjónusta fagmenn, iðnaðnar-
menn og verktaka í byggingariðn-
aði. „Það hafa verið uppgrip. Það
er mikið að gerast í tengslum við
flugstöðina, það er allt að lifna við
í Helguvík og uppbygging við Bláa
lónið er á fullu alveg eins og gagna-
verin og uppbygging á Reykjanesi.
Pípulagnafyrirtæki, smiðir, stórir
verktakar, minni verktakar eru
meðal þess sem við erum að þjón-
usta alla daga. Við erum líka að
þjónusta einstaklinga og heimilin.
Við stílum inn á alla markhópa,
alla flóruna. Hér er líf og fjör alla
daga því viðskiptahópurinn er svo
blandaður. Það er gaman að sjá að
allir verktakarnir eru hlaðnir verk-
efnum og mikið framundan og svo
einstaklingsframtakið sem skiptir
miklu máli líka“.
Aðspurð hvort verslunin væri
mikið að breytast á milli árstíða,
sagði Íris að grófvaran, verkfærin
og annað sem snýr að iðnaðnar-
manninum heldur sér allt árið
meira og minna og er kjarninn í
BYKO. Nú er hins vegar verið
að pakka niður sumrinu inni í
versluninni og setja fram vörur
sem tengjast haustinu „Svo styttist
í jólin“. Það er vetur, sumar, vor og
haust í BYKO og allt sem tengist
því, sagði Íris og brosti breytt en
það komst einmitt í fréttinar í vor
að verslunin hafði auglýst að sum-
arið væri komið í BYKO á sama
tíma og allt var á kafi í snjó víða um
land, en það kom snemma í BYKO.
Starfsfólkið á gólfinu
lætur verslunina ganga
Þó svo Íris beri titil sem verslunar-
stjóri þá segist hún einnig vera
töluvert frammi á gólfi verslunar-
innar og taki þátt í daglegum versl-
unarstörfum, enda vilji hún kynn-
ast þessu vel og vera í tengslum við
viðskiptavini BYKO. Hún segist
oft vera rekin á gat af viðskipta-
vinum en þá komi reynslumikið
starfsfólk BYKO og aðstoðar við að
leysa málin. „Þetta fólk stendur við
bakið á mér og er mikill auður fyrir
þessa verslun og okkar viðskipta-
vini,“ segir Íris. „Það er starfsfólkið
á gólfinu sem lætur þessa verslun
ganga eins og vel smurða vél og
fyrir það ber að þakka“.
Eins og fram kemur hér að framan
er verslun BYKO í Reykjanesbæ
næst minnsta BYKO verslunin á
landinu. Hún nýtur hins vegar ná-
lægðar við Reykjavík og ef varan
er ekki til að morgni er mögulegt
að fá hana senda í verslunina og
afgreidda síðdegis eða strax næsta
dag. Þannig leggja iðnaðarmenn
oft inn pantanir og sækja svo
vöruna sama dag eða þann næsta.
Þrátt fyrir að Írisi finnist gaman í
vinnunni þá á hún sér áhugamál
fyrir utan starfið. Hún er leiðsögu-
maður að mennt og hefur gaman af
útivist og gengur mikið um Reykja-
nesskagann og notar hvert tækifæri
til þess. Hún hefur mikinn áhuga
á ferðamannaiðnaði og þjónustu
við ferðafólk og það hefur blundað
í henni lengi og hún segir frábært
að sjá hvernig þjónustua við ferða-
fólk er að byggjast upp og sem
verslunarstjóri í BYKO í Reykja-
nesbæ þá hittir hún marga sem eru
að t.a.m. að byggja og breyta til að
taka á móti ferðafólki.
„Það eru spennandi tíma fram-
undan hjá BYKO og hlakka ég til
þess að vera þáttakandi í þeim verk-
efnum með þessu frábæra starfs-
fólki hér í BYKO á Suðurnesjum.
Ég horfi spennt fram á veginn.
Íris Sigtryggsdóttir verslunarstjóri BYKO Suðurnes. VF-mynd: Hilmar Bragi
-viðskipti- og atvinnulíf pósturu hilmar@vf.is
ÍRIS SIGTRYGGSDÓTTIR VERSLUNARSTJÓRI BYKO SUÐURNES Í VIÐTALI:
„ÞAÐ ER EITTHVAÐ SVO
NOTALEGT VIÐ ÞETTA FYRIRTÆKI“
Keflvíkingurinn Íris Sigtryggsdóttir tók við stöðu verslunarstjóra hjá BYKO Suðurnesjum fyrir réttu ári síðan en áður hafði hún verið svæðisstjóri
hjá upplýsingaveitunni JÁ í Reykjanesbæ í átta ár og reyndi svo fyrir sér hjá hugbúnaðarfyrirtæki áður en starfið hjá BYKO bauðst henni.
Það eru
spenn-
andi tímar fram-
undan hjá BYKO og
hlakka ég til þess
að vera þáttakandi
í þeim verkefnum
með þessu frábæra
starfsfólki