Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 20
vf.is -mundi FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER • 37. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR Setjum Sigvalda löggu í samninganefnd. Þá fer þetta að ganga... www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 50 68 8 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Reykjanesbær Grindavík 420 1000 426 7500 Ljósmyndakeppni Víkurfrétta: Fönguðu stemmn- inguna á Ljósanótt Úrslit í ljósmyndakeppni sem Víkurfréttir efndu til í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ liggja nú fyrir. Veitt eru þrenn verðlaun sem koma frá Nettó, Sporthúsinu í Reykjanesbæ og frá Bláa lóninu. Þau sem merktu myndir sínar frá Ljósanótt með #vikurfrettir tóku sjálkrafa þátt í keppninni. Myndina í fyrsta sæti tók Rósa Guðmundsdóttir við hátíðarsviðið. Myndin fangar vel stemmninguna og veðrið á Ljósanótt. Hún fær 15.000 króna gjafakort frá Nettó í Reykjanesbæ. Myndina í öðru sæti tók Mar- ía Sigurborg Kaspersma. Hún er tekin ofan af Berginu við Keflavík og fangar stemmninguna þar sem makrílbátarnir voru að veiðum al- veg undir berginu þegar Ljósanótt var að bresta á. María fær þriggja mánaða kort frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ Í þriðja sæti er svo mynd Brynjars Leifssonar sem sýnir mannfjöldann sem mætti á Ljósanótt og lét grátt veðrið ekki á sig fá. Brynjar fær veglega Blue Lagoon húðvörugjöf frá Bláa lóninu. Víkurfréttir biðja vinningshafa að hafa samband við skrifstofu blaðs- ins til að nálgast vinninga sína. Lögreglan berst fyrir bættum kjörum og hafa fundahöld verið tíð hjá lögreglumönnum að undanförnu. Skiptir þá engu hvort fundir eru haldnir að næturlagi eða á fjölförnum umferðaræðum. Fjölmennt lögreglulið safnaðist í gærdag saman í Kúagerði. Þangað mættu lögreglumenn og -konur frá lögreglunni á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu. Á fund- inum bar lögreglufólkið saman bækur sínar um stöðuna í kjara- viðræðum við ríkið og svo hvað næstu dagar bera í skauti sér. Lögreglan hefur verið mjög sýni- leg síðustu sólarhringa og hefur stoppað hundruð bifreiða í um- ferðarátaki. Þar hafa allir verið til fyrirmyndar og ekki hefur verið skrifuð ein sekt. Löggan lagði undir sig Kúagerði Frá samkomu lögreglunnar í Kúagerði í gær- dag. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.