Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015 -aðsent pósturu vf@vf.is Heilsu- og forvarnarvika haldin í áttunda sinn Vikuna 28. september - 4. o k t ó b e r n æ s t k o m a n d i verður heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Þetta er í áttunda skiptið sem heilsu- og forvarnar- vikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna-Þátttaka-Árangur. Vonast er til að fyrirtæki og stofn- anir í bænum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á heilsutengda viðburði. Skila þarf inn upplýs- ingum fyrir 21. september nk. Markmiðið með heilsu- og for- varnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleið- inni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Að sögn Hafþórs Barða Birgissonar íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar er vonast til að fyrirtæki og stofnanir taki virkan þátt í verkefninu með fjölbreyttum viðburðum og tilboðum sem höfði til sem flestra. „Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verk- efninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félaga- samtök og íþrótta-og tómstunda- félög í Reykjanesbæ sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.“ Ætlunin er að útbúa viðburða- dagatal yfir þau tilboð og verkefni sem verða í gangi í heilsu- og for- varnarvikunni og verða ýmsar leiðir nýttar við að auglýsa verk- efnið sjálft. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 898 1394 eða á net- fangið heilsuvika@reykjanesbaer. is. Miðstöð símenntunar hefur boðið upp á raun-færnimat í hinum ýmsu greinum frá árinu 2010 og hafa nú yfir 100 manns fengið starfsreynslu sína metna á móti námsgreinum á framhaldsskóla- stigi. Viðkomandi þarf því ekki að sækja nám í þeim námsáföngum sem hann fær metna. Stytting náms- tíma er því töluverð og meiri hvati til að ljúka námi. Raunfærnimat er stökkpallur fyrir fullorðna einstakl- inga inn í menntakerfið á ný þar sem starfsreynsla, félagsstörf, nám og lífsreynsla er metin formlega í skipulögðu ferli. Náms- og starfsráðgjafi fylgir þátt- takendum í gegnum ferlið alla leið og styður jafnframt við einstaklinginn eftir matið. Í haust er Miðstöðin m.a. með raunfærnimat í Fisk- tækni sem er hagnýtt 2ja ára nám og byggt upp sem bóklegt og verklegt nám. Námið skiptist í þrjár línur, fiskvinnslulínu, fiskveiðilínu og fiskeldislínu. Námið gefur möguleika á fjölbreyttum atvinnutækifærum í vaxandi sjávarútvegi og/eða til áframhaldandi náms. Einstaklingar sem hafa að minnsta kosti 3ja ára starfs- reynslu á þessu sviði og eru orðir 23ja ára eiga erindi í raunfærnimat á þessari braut. Eftir matið hefur þátt- takandi tækifæri til að ljúka brautinni en jafnframt möguleika á áframhaldandi sérhæfðu námi fyrir sjávarútveginn eins og Marel vinnslutækni og gæða- stjórnun. Marel vinnslutækni er eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Gæðastjórnun er einnig eins árs nám sem skiptist í fagbóklegar greinar og vinnu- staðanám undir leiðsögn tilsjónarmanns. Raunfærnimat í Fisktækni er frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem hafa starfsreynslu í fiskvinnslu, á sjó eða í fiskeldi. Þess ber að geta að raunfærnimat er þátt- takanda að kostnaðarlausu. Raunfærnimat er ekki skuldbinding af hálfu þátt- takanda til frekari náms. En oft leiðir matið til frek- ari náms. Nokkuð margir sem hafa mikla reynslu úr sjávarútveginum hafa fengið 75-85% metið af fisk- tæknibrautinni og hafa í kjölfarið nýtt sér matið til frekara náms. Sveinn Örvar er einn þeirra sem fór í gegnum raunfærnimat í fisk- tækni og er nú í miðju námi í fiskeldisfræði í Hólaskóla. „Starfsmaður hjá MSS og gamall nágranni vissi að ég hafði slasað mig út á sjó og þá hafði ég verið mörg ár á sjónum. Hún benti mér á að raunfærni- mat í fisktækni væri sniðugt fyrir mig til að fá reynslu mína á sjó metna til eininga. Ég tók vel í þetta og í gang fór ferli. Ég þurfti að svara nokkrum spurningum og meta hvar ég stæði á hinum ýmsu sviðum sem tengjast sjómennsku. Seinna fór ég síðan í munnlegt samtal þar sem ég þurfti að svara hinum ýmsu spurningum um sjómennskuna. Ég var ansi stressaður um að ég hafði klúðrað því, huggaði mig þó við að ég hafði gert mitt besta og meira var ekki hægt að gera. Seinna fékk ég út úr matinu og stóðst ég það með stæl og fékk tæpar 80 feiningar metnar. Í framhaldi af því skellti ég mér í Fisktækniskólann í Grindavík og útskrifaðist þaðan sem fisktæknir. Núna er ég í Háskólanum á Hólum að læra fiskeldisfræði og líkar mjög vel. Þannig að raunfærnimatið kom mér af stað aftur í skóla og mæli ég með því að fólk með mikla starfsreynslu á sjó skelli sér í matið, því það hefur engu að tapa.“ Áhugasamir um raunfærnimat geta haft samband við Jónínu Magnúsdóttur náms- og starfsráðgjafa MSS með því að senda póst á netfangið jm@mss.is eða hringja í síma 412c5958. ■■ Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Af hverju raunfærnimat? Öldungaráð Suðurnesja hefur starfað í tæpt ár en það var stofnað 29. nóvember 2014. Meginhlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna eldri borgara á Suður- nesjum og vera bæjarstjórnum á Suðurnesjum og þeim sem mál þeirra varða til ráðgjafar. Lögð er áhersla á að tengja saman alla þá sem koma að málefnum eldri borgara, fá heildarsýn á stöðuna eins og hún er í dag og geta þaðan unnið að einni framtíðarsýn, að vita hvert við stefnum auðveldar okkur að ná markmiðum okkar. Öldungaráð hefur unnið að verk- efninu „Brúum bilið“ en þar höfum við kannað þjónustu við eldri borgara í þeim bæjarfélögum sem aðild eiga að ráðinu og sameiginleg verkefni sem unnið er með. Farið var á fund bæjarráða / bæjar- stjórna með niðurstöður, þakkað það sem vel er gert og bent á það sem betur má gera, munum við vera með eftirfylgni sem hvetja á til framkvæmda. Við höfum m.a. lagt áherslu á fjölgun hjúkrunarrýma og samþættingu heimahjúkrunar og heimilishjálpar, með það í huga að auka þjónustuna og nýta sem best mannauð og rekstrarfé. Aðalfundur Öldungaráðs Suður- nesja verður haldinn mánudaginn 28. september kl.16 á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, Reykjanesbæ. Auk almennra aðalfundarstarfa mun Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSS, kynna hjúkrunar- og lækna- þjónustu hjá Heilsugæslunni s.s. sysa-, bráða- og sykursýkisþjón- ustu, Margrét Blöndal deildarstjóri heimahjúkrunar kynnir heima- þjónustu/heimahjúkrun, hvíldar- innlögn eldri borgara og endur- hæfingu. Ágætu eldri borgarar, Öldungaráð Suðurnesja er ykkar hagsmunaað- ili, við hvetjum ykkur til að huga vel að því, sem getur bætt líf okkar á efri árum. Munum að huga vel að eigin heilsu, það gerir það enginn betur en við sjálf. Jórunn Alda Guðmundsdóttir Form. Öldungaráðs Suðurnesja. Hvernig er hægt að stuðla að farsælum efri árum? Að lesa á milli línanna Jóhann Fr. Friðriksson, lýðheilsu- fræðingur, heldur örnámskeið um heilsulæsi í tengslum við Heilsu-og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Viltu efla þekkingu þína og skilning á heilsutengdum upplýsingum? Rannsóknir Mataræði Lyf Læknisráð Hreyfing Næring Skilningur InnihaldBlaðagreinar Lýðheilsa Læ kningar Upplýst ák vörðun Ráðleggingar Andleg líðan Áhrifaþ ættir Vísindi Heilsulæsi Heimildir Vægi Heilbrigði • 2. október kl.20.00 í sal Eldeyjar, Ásbrú. • Skráning & upplýsingar: johannfridrik.com & jff@jff.is Námskeið í heilsulæsi • Verð: 2500 kr. Sigurður Þ. Þorsteinsson Sálfræðingur sigurdur@salsud.is sími: 847 6015 Sálfræðistofa Suðurnesja Hafnargata 51-55 Hulda Sævarsdóttir Sálfræðingur hulda@salsud.is sími: 898 6846 ÞJÓNUSTA Get bætt við mig verkefnum. Park- etlagnir, innréttingar, hurðar, milli- veggir og fl uppl í sima 866-9103. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 WWW.VF.IS www.vf.is 83% LESTUR +

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.