Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 9
9VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015
Leikskólinn Háaleiti á Ásbrú hélt upp á sjö ára afmæli sitt
á dögunum. Ýmislegt var gert í
tilefni afmælisins og þá fékk leik-
skólinn afhentan Grænfánann.
Börnin á leikskólanum byrjuðu
daginn á árlegu Háaleitishlaupi.
Eftir hlaupið fengu öll börnin
viðurkenningarverðlaunapening
sem var afhentur við hátíðlega at-
höfn inn í sal fyrir hádegi. Verð-
launapeningana höfðu börnin á
Djúpa- og Kotvogi gert nokkrum
dögum áður í listasmiðjunni.
Góðir gestir mættu í afmæli leik-
skólans, foreldrar, fyrrum nem-
endur, starfsfólk fræðsluskrifstof-
unnar, starfsfólk og eigandi Skóla
ehf., skólastjórar í Reykjanesbæ
og síðast en ekki síst Kjartan Már
bæjarstjóri og hljólbörubandið.
Bandið lék fyrir fyrir gesti nokkur
vel valin lög. Þá var tekið formlega
á móti Grænfánanum.
„Það er óhætt að segja að það hafi
verið mikil gleði meðal starfsfólks
og barnanna að hafa náð þessum
áfanga en honum náðum við
með því að gera umhverfisvernd
að föstum þætti í skólastarfinu. Á
umhverfisfundi með börnunum
í vor ræddum við um hvað hægt
væri að gera fyrir umhverfið og þá
komu margir áhugaverðir og góðir
punktar frá börnunum. Úr þessum
punktum sömdum við umhverfis-
sáttmálann okkar og settum hann
í lag sem flutt var af þessu tilefni,“
segir í frétt frá Háaleiti.
Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2
XXLandsnet hefur auglýst eftir tilboðum í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnes-
jalínu 2, 220 kílóvolta (KV) háspennulínu frá Hraunhellu Í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Línu-
leiðin er rúmir 32 kílómetrar og möstrin verða alls 100 talsins.
Verkið felur í sér gerð nýs vegslóða með línunni og vinnuplana við möstur auk jarðvinnu við undirstöður og ýmislegt
fleira. Verkinu skal fullu lokið fyrir septemberlok 2016.
Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets. Áætlaður framkvæmdakostnaður eru
tæpir þrír milljarðar króna, framkvæmdatími er um tvö ár og er nú stefnt að því að þær hefjist á næstu mánuðum.
Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og ráðgert að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest.
Leikskólinn Háaleiti á Ásbrú:
Fékk Grænfánann í afmælisgjöf
Þegar Grænfánanum var
fagnað þótti ástæða til að
faðma fánastöngina.
-fréttir pósturX vf@vf.is
Grænfáninn afhentur formlega í
leikskólanum Háaleiti.
VERKAMENN
ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is
ÍAV óskar eftir að ráða öfluga verkamenn til
starfa í Helguvík.
Nánari upplýsingar veitir Magni Helgason
mannauðsstjóri í síma 530 4200. Umsóknir
má finna á heimasíðu ÍAV, www.iav.is
Við breytum vilja í verk
ATVINNA
Starfsmaður Óskast á Básnum.
Kvöldvaktir 2-3-2 vaktakerfi, 30% starf.
Æskilegt að umsækjandin sé ekki yngri en 18 ára
Umsóknareyðublöð á staðnum
Básinn
Keflanding er ferða- og söluskrifstofa með aðsetur í Reykjanesbæ. Vegna aukinna verkefna
í ferðaþjónustu leitum við að jákvæðum og samviskusömum samstarfsmönnum með góða
þjónustulund í eftirfarandi störf:
SÖLU – OG MARKAÐSSTJÓRI
Leitum eftir öflugum aðila til að sjá um alhliða markaðsmál,
heimasíðu, kynningarefni, tilboðsgerð og önnur verkefni.
Sjálfstæð vinnubrögð, þekking og reynsla á ferðaþjónustumarkaði hérlendis og erlendis eru kostir. Um er að
ræða afleysingarstarf næstu 6-9 mánuði vegna fæðingarorlofs en með möguleika á framtíðarstarfi.
BIFREIÐASTJÓRI
Leitum eftir traustum og áreiðanlegum bifreiðastjórum með rútupróf í tilfallandi akstur í dags- og kvöldferðir.
Umsóknarfrestur er til og með 4. október.
Umsóknir sendast á mariaben@keflanding.com
SPENNANDI STÖRF
Í FERÐAÞJÓNUSTU
Keflanding
.com
Ljósmyndir: Jón Óskar