Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR Í Sandgerði eru um 550 fast-eignir sem eru flokkaðar sem íbúðir. Af þessum eignum eru um 90 í eigu Íbúðalánasjóðs og hafa komist í eigu sjóðsins eftir Hrun. Það er hins vegar sorglegra að á uppgangstímum á Suðurnesjum þá standa um 50 af þessum 90 eignum í Sandgerði auðar og yfir- gefnar. Uppbygging er í atvinnu- lífinu í Sandgerði og íbúum ætti að vera að fjölga. Þeim hefur hins vegar fækkað, því skortur er á húsnæði á sama tíma og þessar 50 fasteignir standa auðar. Starfshópur skipaður fulltrúum Sandgerðisbæjar og Íbúðalána- sjóðs hefur verið að skoða stöðu eigna sjóðsins í Sandgerði með það að markmiði að leggja fram til- lögur um það hvernig megi bæta ástandið. Þessi vinna hefur leitt í ljós að stór hluti af þessum fast- eignum Íbúðalánasjóðs sem standa auðar í bæjarfélaginu eru farnar að súrna. Hvað er átt við því að þær séu að súrna? Jú, eignirnar eru verðlagðar of hátt, og ástand eignanna er þannig að of dýrt er að koma þeim aftur á markað, hvort sem er í sölu eða leigu. Íbúðirnar eru sem sagt verðlagaðar þannig að þær seljast ekki og þegar kostnaður við viðhald bætist við yrði dæmið kaupandanum ofviða. Áberandi að margir misstu eignir sínar Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Sandgerðis, segist í við- tali við Víkurfréttir hafa áhyggjur af stöðu íbúðamarkaðar í sveitar- félaginu Sandgerði. „Síðustu ár hafa verið mörgum erfið fjárhags- lega hér í Sandgerði og því miður hafa margir misst eignir sínar sem margar hverjar standa nú tómar. Það sem við gerðum er að við sendum erindi til ráðherra og til Íbúðalánasjóðs og áttum samtal við þessa aðila í fyrra. Úr því sam- tali varð til vinnuhópur fulltrúa frá bænum og Íbúðalánasjóði til að fara yfir þessar eignir til að finna lausnir á þessum vanda. Sú vinna hefur verið í gangi í nokkurn tíma en gengur alltof hægt. Þetta er allt ofboðslega þungt og erfitt að ýta málum áfram,“ segir Ólafur Þór. Eignirnar sem nú súrna í eigna- safni Íbúðalánasjóðs í Sandgerði eiga það sameiginlegt að vera verð- lagðar of hátt, þær þurfi mikið við- hald og Íbúðalánasjóður hafi sett sér viðmiðunarupphæð í stand- setningu húsnæðis fyrir leigu. Sé kostnaðurinn meiri en við- mið haldi Íbúðalánasjóður að sér höndum og eignin standi áfram auð og haldi áfram að súrna. Enginn vilji svo kaupa eignina því hún sé hátt verðlögð og Íbúðalána- sjóður sé tregur til að veita afslætti“. Illa farnar eignir „Stór hluti þessara eigna hér í Sandgerði eru það illa farnar að þær falla í þennan flokk þannig að Íbúðalánasjóður vill ekkert gera. Þetta eru þessar súru eignir og það sem verra er að þær súrna með hverju árinu sem líður. Ástandið í þeim lagast ekkert og það er ekkert verið að gera fyrir þær. Þær verða sífellt þyngri og sitja í eignasafni Íbúðalánasjóðs sem losnar ekki við þær. Á sama tíma eru þessar eignir samfélagsmein hér hjá okkur í Sandgerði. Þetta eru oft eldri hús og við gömlu aðalgöturnar okkar, Suðurgötu og Brekkustíg. Þetta hefur bæði áhrif á bæjarmyndina og bæjarsálina,“ segir Ólafur Þór. 90 eignir Íbúðalánasjóðs í Sandgerði Íbúðalánasjóður á um 90 fasteignir í Sandgerði eins og áður segir og er um helmingur þeirra auðar og yfir- gefnar íbúðir. Nú hefur farið fram greining á þessu húsnæði og segist Ólafur Þór vonast til að nú komi fram tillögur um hvað gert verði. Töluverður hluti þeirra eigna sem standa auðar flokkast sem súrar eignir. „Eitthvað af þessum eignum eru ónýtar. Við vitum að eitthvað af þessum húsum eru orðin það léleg að þau verða aldrei mannabú- staðir aftur. Þá þarf bara líka að taka ákvörðun um það að þau hús verði ekki gerð upp. Íbúðalána- sjóður þarf hins vegar að taka þá ákvörðun, það sé ekki á valdi sveitarfélagins“. Eitthvað af húsunum eru sem sagt ónýt og önnur eru þannig að það þarf að setja aukið fjármagn í að gera við þau til þess að koma þeim í not, hvort sem það sé leiga eða sala. „Íbúðalánasjóður hefur ekki hag af því að eiga þessar eignir. Hann þarf að losna við þær. Fasteigna- markaðurinn hér í Sandgerði, er eins og annarsstaðar, að lifna við. Ef það tekst að gera við þessar eignir þá myndu þær líklegast selj- ast strax eða verða leigðar út. Það þarf bæði kjark og fjármagn til að leysa þessi mál. Íbúðalánasjóður þarf að hafa kjark til að taka þessa ákvörðun, því lengur sem beðið er, þá vesnar ástandið. Það þarf líka fjármagn, sem þá líklega kemur úr ríksissjóði, til að fara í þetta verk- efni,“ segir Ólafur Þór og bætir við: „Þetta eru ekki bara súrar eignir, þetta er líka súrt ástand því að á sama tíma og við sitjum uppi með þessar tómu eignir hér í Sandgerði þá finnum við fyrir töluvert mikilli eftirspurn frá fólki sem vill koma og búa í sveitarfélaginu“. Önnur hlið á vandanum er að það er orðin eftirspurn eftir smærri og meðalstórum eignum. Þá er einnig orðin meiri eftirspurn eftir því að leigja en að kaupa. Sárt að geta ekki hjálpað fólki „Sem forsvarsmaður sveitarfélags er það sárt og vont að horfa uppá fjölskyldufólk og fólk sem á ekki þak yfir höfuðið, vitandi um tómu eignirnar, að sveitarfélagið geti ekki hjálpað þessu fólki,“segir Ólafur Þór. Þegar allar forsendur segja að íbúum ætti að vera að fjölga, þá er íbúum Sandgerðis að fækka, segir Ólafur Þór. Það er uppbygging í at- vinnulífi Sandgerðis og hefur verið aukning í atvinnu á öllu svæðinu en útaf þessari stöðu á fasteigna- markaði þá er að fækka íbúum. „Það eru færri börn í skólanum og við nýtum leikskólann ekki eins vel. Við viljum fjölga íbúum, því þann- ig er auðveldara að standa undir rekstri sveitarfélags og mannlífið verður blómlegra“. Ólafur Þór segir rétt að taka það fram að þeir sem vinna þessa vinnu með sveitarfélaginu hjá Íbúðalána- sjóði eru allir af vilja gerðir. „Vand- inn liggur ekki hjá þeim, heldur þarf að taka pólitískar ákvarðanir. Íbúðalánasjóður er bundinn af samþykktum sínum. Það þarf að taka ákvarðanir sem gefa Íbúðal- ánasjóði svigrúm til að gera það sem þarf að gera“. Skila af sér tillögum á næstu vikum Vinnuhópur sveitarfélagsins og Íbúðalánasjóðs mun skila af sér til- lögum á næstu vikum. „Vonandi fara þær til stjórnar sjóðsins sem mun þá vinna þær áfram. Til- lögurnar verði þá verkfæri til að vinna hlutina áfram,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerði í samtali við Víkurfréttir. Um fimmtíu auðar og yfirgefnar fasteignir Íbúðalánasjóðs í Sandgerði: Súrar eignir eru samfélagsmein -viðtal pósturu hilmar@vf.is Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis. Þessar eignir standa við Brekkustíg í Sand- gerði og súrna í eigna- safni Íbúðalánasjóðs.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.