Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 17
Í KVÖLD Sjónvarp Víkurfrétta Meðal efnis í þætti vikunnar: PÓSTKORT MERKILEGUR FRÁ SEX HEIMSÁLFU M JARÐVANGUR HORFÐU Í HÁSKERPU þegar þér hentar best á vef Víkurfrétta, vf.is REYKJANES GEOPARK vinnur að því að kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á áhugaverðri jarð- sögu, fræða og annast landið. Hugtakið Geop- ark er skilgrein af alþjóðlegum samtökum jarð- vanga sem nefnast Global Geoparks Network og starfa þau undir verndarvæng UNESCO. Um 100 geoparkar eru aðilar að samtökunum í dag, þ.e. svæði svæði sem innihalda merkilegar jarð- minjar og koma þeim á framfæri. Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu European Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi á dögun- um. Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér það hvað Reykjanes Geopark stendur fyrir. NEMENDUR MYLLUBAKKASKÓLA fá núna send póstkort víðsvegar að úr heiminum eft- ir að hafa sett mynd á fésbókarsíðu þar sem óskað var eftir póstkortum. Nemendurnir eru í valáfanga og fengu þessa hugmynd að láta reyna á mátt netsins til að komast í samband við fólk um víða veröld. Þegar Sjónvarp Víkur- frétta heimsótti nemendurna og kennara þeirra á dögunum voru póstkortin orðin vel á fimmta hundrað og daglega komu ný póstkort í hús. Kortin eru frá yfir 50 löndum í sex heimsálfum. Meira um það í Sjónvarpi Víkurfrétta. SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA er í eigu Víkurfrétta ehf. sem þú finnur á fjórðu hæð Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Fyrirtækið gefur einnig út Víkurfréttir alla fimmtudaga og heldur úti vefsíðunum vf.is og kylfingur.is. Ef þú vilt auglýsa í miðlum Víkurfrétta, í sjónvarpi, blaði eða á vef, þá biðjum við þig að setja þig í samband við auglýsingadeild í síma 421 0001 nú eða bara að kíkja í kaffi í Krossmóa og kynna þér nánar auglýsingamöguleika Víkurfrétta ehf. Ef þig vantar hönnun og prentun, þá er sú þjónusta einnig á sama stað. FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.