Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 20
20 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR Það er mér ofarlega í huga þessa dagana hversu heppin ég er. Í öllu álaginu sem lífinu fylgir er alltaf silfurlína, hlutur sem minnir mig á að ég gæti verið svo miklu verr sett. Við erum alla daga að upplifa, gefa eða taka, vinna eða tapa. Ég er ein af þeim sem tek að mér mun meira en ég ræð við, ég set á mig þessar væntingar og ríf mig niður í takt við það. Ég er alltaf til í að vera til staðar fyrir aðra, gef af mér og set mér það markmið að fara sátt frá verki. Þegar degi fer að halla þá kemur inn meiri þörf fyrir ást og umhyggju, meiri þörf fyrir það góða. Ég finn það á mínu skinni hversu öðruvísi ég er, ég er ég sjálf, alltaf, óþreytandi. Ég finn meira fyrir því sem full- orðin kona hvað það inniheldur að standa sig í lífinu. Eitthvað sem ég pældi aldrei í þegar ég var lítil, ég ætlaði bara að kom- ast í gegnum lífið, sama hvernig ég færi að því. Ég myndi gera það á mínum forsendum, ein og óstudd. Staðreyndin er samt sú að við getum aldrei gert allt ein, hvað þá ein og óstudd. Mikill misskilningur hjá lítilli stúlku sem vissi ekki betur. Ég hef ekki gert hlutina ein, ég hef upplifað mig eina sem er langt frá því að vera ein í raun. Það er eitthvað sem ég þarf að vinna með í sjálfri mér, ég lít tilbaka og get smám saman séð fólkið sem gerði mig að konunni sem ég er í dag. Á lífsins braut hef ég margoft komist í tæri við hina skærustu demanta, fólk sem hefur gefið mér svo óendanlega mikið. Ég væri ekki sú sem ég er í dag án þessa fólks. Fólkið sem snertir strengi hjarta okkar, gefur okkur ást og hlýju þegar við væntum þess síst, það er fólkið sem situr eftir þegar við upplifum depurð og vanlíðan. Þegar okkur vantar faðmlag þá er gott að líta í kringum sig, hvort sem það er í núinu eða í minningunni. Við eigum okkar eigið ríkidæmi, stundum þurfum við bara að hægja að- eins á okkur. Ríkidæmið getur verið við sjálf eða fólkið sem er okkur svo mikið án þess að við föttum það, það eru gersem- arnar innan um grjótin. Ást og friður RÍKIDÆMI Lífið með Lindu Maríu OPINN DAGUR 22. OKTÓBER KL. 16 – 18. Verið velkomin í Hakkit, stafræna smiðju í Eldey frumkvöðlasetri þar sem þú getur búið til nánast hvað sem er. Við bjóðum verkfæri og tæki til að hanna og skapa hluti. Í Hakkit má finna þrívídarprentara, þrívíddar- skanna, laserskera, vínilskera og CNC fræsi- vél svo eitthvað sé nefnt. Við notum opinn hugbúnað og þú getur fengið leiðsögn á staðnum. Líttu við! – við munum sýna þér aðstöðuna og möguleikana sem Hakkit hefur uppá að bjóða. Opnunartími Miðvikudagar 10 – 14, fimmtudagar 16 – 19. og opið annan hvern laugardag Fylgstu með okkur á FB ELDEY FRUMKVÖÐLASETUR Grænásbraut 506 235 Ásbrú SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er frá Keflavík og er 17 ára. Helsti kostur FS? Böllin og að sjálfsögðu félagsskapurinn. Áhugamál? Finnst mjög gaman að borða. Hvað hræðistu mest? Höllu Margréti þegar hún þarf að pissa. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Steina Flame$$$ vegna þess að hæfi- leikarnir leika við drenginn. Hver er fyndnastur í skólanum? Atli Haukur Hvað sástu síðast í bíó? Everest Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Vil fá pizzu a morgnana, það væri fínt. Hver er þinn helsti galli? Alltaf svöng Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, facebook og twitter myndi eg helst skjóta á. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa frjálsa mætingun Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Segi frekar oft „ááándjooks“ Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Frábært. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Vá, er ekki viss, ætli það sé ekki að klára allavega FS og ferðast eitthvað eftir það. Hver er best klædd/ur í FS? Pæli voða lítið í því. Guðrún Anna er FS-ingur vikunnar. Hún er 17 ára Keflavíkurmær á félagsfræðibraut. Böllin er helsti kostur FS og hún hræðist Höllu Margréti þegar hún þarf að pissa. Bráðvantar pizzu á morgnanna -fs-ingur vikunnar Kennari: Klárlega Bogi félagsfræði kennari Fag í skólanum: Félagsfræði Sjónvarpsþættir: Law and Order, Friends og Greys Anatomy. Kvikmynd: Home og Forrest Gump. Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyonce Leikari: Hilary Swank er alltaf rosa flott Vefsíður: Netflix og Facebook . Flíkin: Úlpan mín Skyndibiti: Hamborgara- búllan Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Gamla tónlist sem eg hlustaði á svona 2005. Eftirlætis TIL LEIGU ÞJÓNUSTA WWW.VF.IS Bílskúr til leigu í Engjadal ,Innri Njarðvík c.a 30 fermtra, leiðgur til langframa upplýsingar í gegnum email. g.ormsd@gmail.com Ertu með áhyggjur eða van- líðan? Við viljum biðja fyrir þér. Við erum kristið fólk. Sendu okkur tölvubréf jerusa- lemhopurinn@gmail.com Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Heiða Eiríks er að ljúka við gerð breiðskífu sem hefur fengið nafnið „Fast“. Það er Heidatruba- dor sem sendir frá sér plöt- una, gamalt alterego Heiðu sem aldrei hefur fengið að njóta sín nægilega en er, eins og nafnið gefur til kynna, trúbadorútgáfan af Heiðu. Hellvar er hljóm- sveitin sem lög Heiðu rata vanalega til, en á breið- skífu Heidutrubador má segja að allar órokkuðustu hugmyndirnar séu nú að fá hljómgrunn. Platan er 10 laga, og útgangspunktur- inn var að sögn Heiðu að gera ein- hvers konar folk/alt-country/lo-fi- plötu þar sem tilraunagleði og gríp- andi melódíur takast á. Heiða semur lög, og texta og tekur upp plötuna upp sjálf en hún er nú í hljóðblöndun hjá Cur- ver Thoroddsen. Það er smá Berlínar-þema á plötunni, sum lög urðu til þar og önnur urðu til í Reykjavík þegar Heiða var með heim- þrá til Berlínar. Fyrsta smáskífan heitir „Life and dream“ og þar spilar Heiða á kassagítar, rafgítar, hörpu, munnhörpu, slag- verk, bassa og syngur. Platan kemur út þegar hún er tilbúin. Heiða Eiríks gefur út „Fast“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.