Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.2015, Page 21

Víkurfréttir - 22.10.2015, Page 21
21VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015 Bílaþjónusta Reykjaness Hjólbarðaþjónusta - Viðgerðir - Varahlutir - Sími: 421-7333 BÍLAÞJÓNUSTA REYKJANESS ER HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI OG TEKUR EINNIG AÐ SÉR ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR OG SÉRPANTANIR Á VARAHLUTUM ERLENDIS FRÁ. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA // VIÐGERÐIR // VARAHLUTIR SMIÐJUVELLIR 6 // 230 REYKJANESBÆ // SÍMI 421-7333. 20% AFSLÁTTU R Á DEKKJUM ÚT OKTÓ BER UMFELGUN FRÁ KR. 4000,- „Þetta gekk alveg boðboðslega vel og við erum að rifna úr stolti yfir þeim viðbrögðum sem við höfum fengið eftir Kötlumótið,“ segir Þorvarður Guðmundsson, formaður Karlakórs Keflavíkur, í samtali við Víkur- fréttir. Karlakór Keflavíkur var gestgjafi Kötlumóts sunnlenskra karlakóra sem fram fór í Reykja- nesbæ um síðustu helgi. Hápunktur mótsins var þegar um 600 karlar stigu á svið og sungu saman í eina og hálfa klukkustund í Atlantic studios á Ásbrú við undirleik stórsveitar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Við erum búnir að fá mikið af viðbrögðum frá t.d. stjórnendum þeirra karlakóra sem tóku þátt. Þau eru öll einn veg, að þetta hafi gengið vel og mikil ánægja sé með skipulag Kötlumótsins, sem hafi verið frábært“. Kötlumótið fór þannig fram að fjórtán kór- tónleikar voru haldnir í Hljómahöll og Ytri Njarðvíkurkirkju þar sem hver kór söng í 20 mínútur. Tónleikarnir voru allir þétt setnir af áhorfendum. Síðar sama dag komu svo allir karlakórarnir saman á svið í kvikmyndaverinu Atlantic Studios. Þar voru um 600 karlar á sviði og framan við þá var svo stórsveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Einsöngvarar með risa- kórnum voru þeir Jóhann Smári Sævarsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. „Tónleikarnir í Atlantic Studios tókust mjög vel og hljóðmaðurinn okkar hafði á orði að það væri flottur hljómur í húsinu, mjög þéttur og góður,“ segir Þorvarður en um 1000 manns voru á tónleikunum. Nú er vetrarstarfið að fara af stað hjá Karlakór Keflavíkur sem hefur fengið til sín nýjan stjórn- anda. Það er Stefán E. Petersen tónlistarkenn- ari. Hann verður með sína fyrstu æfingu í kvöld þar sem byrjað verður að æfa dagskrá fyrir kertatónleika kórsins sem verða 9. desember. -fréttir pósturu vf@vf.is Kötlumót sunnlenskra karlakóra í Reykjanesbæ: „Erum að rifna úr stolti“ - segir Þorvarður Guðmundsson, formaður Karlakórs Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.